Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 31.05.1970, Blaðsíða 19
um okkur, þótt gamalt væri Það eitt höfðum við út á dvölina þar að setja: Þar voru ekki nema úti- salermi, og freistaði víst enginn þamgað inngönpu oftar en einu sinni. Heitt var veðri dvalardaga okkar þarna, og þefur sllkur í litlu húsunum, að hver, sem þar rak höfuð inn fyrir dyr, greip svo fljött sem viðbragðshraði leyfði fyrir nefið og hörfaði frá. Bjarg- ráð var að sjálfsögðu að fara heim í nýja skólahúsið eða gamga út i ekóginn. Fararstjóri alls hópsins kom nú 1 okkar flokk og færði okkur þann gjaldeyri, sem við höfðum greitt fyrir burtförina úr Reykjavík. Auralaus höfðum við verið undan- farna daga og slegið skólastjórann um frímerki á bréf og póstkort, sem við sendum heim. Nú þegar okkar höfðu borizt pemingarnir, neitaði hann með öllu að leyfa okkur að greiða frfmerkin. Leiðin, sem við ókum frá Skodja áleiðis til Stórdals, liggur með- fram ströndinni um skógivaxið land og hið fegursta umhverfi. Bændabýli sáum við allvíða með- fram veginum. Voru bæjarhús öll úr timbri og máluð skærum og léttum litum. Fannst mér léttleiki þessara húsa, er stóðu þama í skóginum, stinga mjög í stúf við gráu ómáluðu steinhúsin, sem við 6jáum svo víða heima á íslandi. f Stórdal, sem er Iítið þorp við Stórfjörðinn, skildum við töskur okkar eftir, en ferð okkar þetta kvöld V2r lieitið til Geirangurs, og skyldum við gista þar í boði ung- mennafélagsins á staðnum. Svefn- poka tókum við með okkur, þvi að svefnrúm áttum við að fá í ungmennafélagshúsinu. Frá Stór- dal ókum við að Efra-Árnesi, en þar stigum við um borð í ferju. sem hafði áætlunarferðir inn til Geirangurs. Tvo viðkomustaði hafði ferjan á leiðinni, og voru þar lítil þorp. Stranda (Strönd) og Hellesylt. Á Strönd er stórt svína- bú, og þar er stærsta pylsugerð Noregs. Er eldishús svínanna sam- byggt við sláturhúsið og pylsugerð ina, og er því stutt leið svínanua frá vöggunni til grafarinnar, ef svo mætti segia. Siglt er um Sunn- ylsfjord. sem liggur til suðurs inn úr Stórfirðinum, og síðan inn Geirangursfiörð. Sæfvratt er hér með fjörðunum og fiöll há. Skóg- ur vex þó alls staðar að brúnum, ef ekki er hengiflug. Vaxa hér stórtré út úr næstum því lóðrétt- um og jarðvegslau-sum bergveggj- um fjallanna. Sagt var okkur, að fjöllin meðfram Geirangursfirðin- u-m væru fiögur hundruð metra há, og fjörðurinn víðast fjögur hundruð metra djúpur. Fjörður- inn er víst sprunga, og svo mun vera um fleiri firði í Noregi. Ferjan þokast inn eftir firðin- um. Nokkrir mávar fylgja henni og vaka yfiir því, ef einhverju, ætu eða óætu, er kastað fyrir borð. Ofarlega í hlíðunum, þar sem bratti fjallanna er minni, sér á stöku stað til bændabýla. Krókótt einstigi verður að þræða um hlíð- arnar til að komast að þessum kot- um, og jafnvel var okkur sagt, að sums staðar væri komið fyrir fest um til að handstyrkja sig á í mesta brattanum. Talið var, að nú væru þessi býli flest yfirgefin. EkVi er ókunnugum auðvelt að skilja. á hverju íbúar þessara kota hafa get- að dregið fram lífið, en fullvrða má, að ekkert sældarlíf hefur það verið. Nú hægir ferjan skriðin-n, og öldruðum manni er lvft út fyrir borðstokkinn. Ekki er trúle.gt, að verið sé að kasta öldungnum fyrir borð, enda reynist annað í efni. Smákænu er róið rösklega frá bergvegg-num og lagt að ferjunni á stjórnborða. í kænunni situr ga-m all maður, og er sá, sem studdur var út yfir borðstokkinn, látinn síga niður í fleytuna. Okkur er sagt, að þarna fari bræður, sem búi í koti uppi undir fjallsbrún, og hafi sá, sem réttur var niður í bátinn, verið að korna úr kaup- staðarferð. Einnig var okkur sagt, að upp I hreysi sitt kæmust bræð- urnir ekki nema að handstyrkja si-g á festi hluta af leiðinni. Niðri við flæðarmál sjást á stöku stað smákofar. Það eru naust býl- anna í hlíðunum. Okkur er sagt, að þau hefðu raunar stundum gegnt öðru hlutverki en því að vera geym slustaðir fyrir sjósóknar áhöld. Ei i af þeim erfiðleikum, sem fylg;1 ■ því að búa hátt í nær ógen-gum ' ';ðum, var hve erfitt var, er h >.rnir fóru af þessum heimi, að >ma líkum þei-rra nið- ur að sjón’im. Var því löngum tekið hað láð, er aldur var orð- inn hár og líkur þóttu til þess, að öldunp ^rnir færu að berja í nest- ið, að "lytja þá niður í naustin og láta þá bíða þar burtfararinnar. Því veittum við eftirtek-t, að bæj- arhúsin á kotbýlunum í hlíðunum, einkum þar sem skógur var ekki mikill, voru gjarnan reist neðan við klettastalla. Virtust þök þeirra hafa svinaðan halla og hlíðin ofan við. Þetta er gert til þess, að snjó- flóð, er falla kunna úr brúnunum ofan við býli-n, skríði yfir þök hús- anna. Þetta sáum við víðar en þarna, til dæmis var sums stsðar byggt úr timhri yfir vegi, sem lágu lan-gs efti-r bröttum hlíðum, þar sem sérstök snjóflóðaliætta var, og hafði þá þakið y-fir ve-ginum svip- aðan halla og hlíðin fyrir ofan. Innarlega í Geirangursfirði falla hinir nafnfrægu Sjösystrafossar fram af standbergi. Raunar sáum við ekki ne-ma fimm fossa að þessu sinni, en „Biðilinr.", foss hinum megin fjarðarins, sáum við greini- lega. Þá greindum við veg upp upp frá fi-rðinum, ekki aHlangt frá þorpinu Geirangri. Þót.ti okkur með miklum ólíkindum, að nokkr- um rnanni skvldi hafa hugkvænut að leggja akveg um þau hamra- flug, er okkur virtust þar vera. En engu að síður var það staðreynd, að þarna bugðaðist vegur upp á brún. Vegur þessi hefur hlotið nafnið Arnarvegurinn. Liðið var mjög á kvöldið, þeg- ar ferjan skilaði okkur með poka okkar upp á bryg-gjuna i Geirangri. Er við stigum á land, var þar fvr- ir forstjóri su-margistihússins Uni- on, ásamt þremur þjónustumeyj- um þess, klæddum þjóðbúningi, og bauð okk-ur að vera gestir sínir um nóttina .Vitanlega var það boð þakksa-mlega þegið, þó að með þessu væri hann að ræna okkur frá nngmennafélaginu. Leiddi hann okku-r inn í móttökusali gisti- hússins, hin nýtízkulegustu og feg- urstu salarkynni. Var þá ekki trútt um, að okkur' fyndist vinn-uklæðn- aður okkar naumast hæfa því um- Iiverfi — einkum varð kvenfólki o-kkar litið niður á buxur sínar. Þegar við höfðum skráð nöfn okkar í gestabók gistihússins, var okkur fylgt til herbergja, svo að við mættum taka handlau-gar og viðhafa aðra þá snvrtin-gu, er okk- ur þæt-ti henta, áður en við sett- umst að kvöldverði. Hótel Union mun einkum vera sumargistihús, ekki stórt, en glæsi- lega búið að öllurn hlutu-m. Millj- ónahótel heyrðuni við það kailað meðal Norðmanna. Það var nýlega tekið til starfa þetta sumar, enda ekki komið nema fram í júníbyrj- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 427

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.