Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 7
þjófl, og 'lestir vönivagna streymdu til Þrælaborgar með útflutnings vöru hans. Þaðan voru þeir ferjað- tr suður yfir. Gróðinn var ofboðs- legur, og honum stóðu allar dyr opnaT í bönkunum. Vorið 1916 var talið, að ÓG ætti tvær eða þrjár milljónir króna. Við- skipti Svía og Dana við Þjóðverja voru ekki neitt smáræði. En nú skyggði það helzt á, að hörgull var orðinn á söluvöru. ÓG vildi ekki láta fjármuni sína liggja óhreyfða, hanm vildi láta peninga sína vera á ávaxtarsamri hreyfingu. Og nú var honum mikið í hug. Eftir nokkrar skyndiferðir til Ber- línar réðst hann loks í stórræði. Eignir hans sjálfs hrukku skammt, en bankarnir veittu honum heim- ild til ótakmarkaðra ávísana Ilann Ikeypti flesk og spik í Bandarikjun- um, þúsundir lesta frítt um borð í höfnum á austurströndinni Þar hlóð hann skip, sem hann tók sjálf- ur á leigu, og ferð þeirra var heit- ið til hafna á austurströnd Svt þjóðar. Þessu fór fram f heilt misseri, og hann hafði komið fjór- um skipsförmum austur yfir haf- ið, þegar siglingaeftirlit Fanda manna rumskaði og skarst í leik- inn: Þamnig hafði sem sé tekizt til, að skip hins sænska kaupsýslu- manns komust aldrei á ákvörðun- arstað. Það brást ekki, að þýzk herskip komu á vettvang fyrir utan Falsturbú, lögðu hald á þau og fóru með þau til Kílar, þar sem þau voru upptæk gerð með farmi og öllu saman. ÓG hafði náttúrlega vátryggt bæði skip og farm og þar að auki væntanlegan ávinning sinn, svo að tryggingarfélögin sáu um, að hann missti einskis í, og sænska ríkið hljóp undir bagga hjá trvgg- ingarfélögunum. Engan gnmaði, að Þjóðverjar borguðu ÓG líka fleskið, sem gert var upptækt, oft á hærra verði em nam allri vá- tryggingunni. Árangurslaust reyndj ÓG að skýra það, hvers vegna þýzk beitiskip og kafbátar hremmdu öll hams skip. Eng- lendingar settu hann á svartan lista, og þar með var loku skotið fyrir stórkaup hans í Bandaríkjun- um. Utamríkisviðskiptum hams hrak- aði, en ekki lagði hann þó árar í bát. Hann hafði snemma á árum farið að kaupa kopar, og nú átti Ihamn miklar birgðir, fimmtán humdruð lestir. Þetta lét hann ekkl falt, fyrr en Þjóðverjar buðu of- boðslegt verð. Hann hafði líka keypt einkaleyfi á nýrri aðferð til þess að búa til gripafóður úr papp- ír og trjáberki. Efnafræðingar stað festu ágæti aðferðarinnar, og Þióð- verjar festu toaup á leyfinu. En þess iðruðust þeir samt: Bölvaðar skepnurnar fengust ekki til þess að éta það, sem þeim var ætlað. Árið 1918 keypti 'ÓG, ásamt hinu giftu- litla fyrirtæki, Sænska innflutn- ingsfélaginu, miklar birgðir af sel- kjöti í baltnesku löndunum. Kjöt- ið var selt sænska hernum, og dát- unum lærðist, að grútur lýsir bet- ur en hvað hann er ljúfur á bragð- ið. Gamli veðlánarinn lokaði fyrir tæki sínu að boði sonar síns og gerðist skrifstofustjóri hjá honum á dágóðum launum. Með þessu fékk ÓG mann, sem hann gat trú að fyrir peningaskáp sínum — mann, sem ekki hafði hátt um það, er þögnin hæfði bezt — mann, sem kunni að greina á milli þess, er á glámbekk mátti vera, og hins, sem leynt varð að fara í flóknu bók- haidi fyrirtækisins. ÓG hafði enginn frágerðarmaður verið, nema í mat og dryfek. En þegar bandariska fleskið hafði fimmfaldað auð hans, fann hann, hvaða skyldur það lagði honum á herðar. Hann keypti herragarð og lét NK-vöruhúsið innrétta höllinia og búa hana listaverkum og hús- gögnum, eftirlíkingu af húsbún- taði Loðvíks XI. í Málmey bjó hann í skrauthýsi við Límhafnar veginn og þar að auki var falleg íbúð í Kaupmanmahöfn og íbúð við strandveg í Stokkhólmi. Bílarnir voru tveir, og einkabílstjóri hans sá um, a@ hann feæmist fljótt og igreiðlega á milli íbúða sinna. Hann vandaði felæðaburð sinn og lagði mikla rækt við útlit sitt. Hann var orðinn holdugur af sæl- Iífi, og bústinn maginn stríkkaði á vestinu. Hann úðaði ilmvatni á rauða hökuna og sléttar, holdugar kinnarnar, Ijóst yfirskeggið var prýðilega hirt, hárið dyft og smurt og hnakfeinn eins og spegill alveg niður að ofuriítiliU bryggju, sem myndaðist þar, sem harður flibb- inn straukst við það. Slóttug svínsaugun drápu tittlinga undir hvítum brúnum. Oftast var hann frakkaklædduir, og með lakfeskó og hvíta damaskhanzfca, og sveifl- aði í kring um sig reyrprifei með hnúð úr skíragulii. Á viðhafnar- dögum skreytti hann sig með þýzku heiðursmerfei, þó ekfei pour le mérite. ÓG lét talsvert á sér bera í Málmey. Honum var ætlað sér- stafet borð í Kramer og Savoy, og hann veitti óspart, þegar við borð hans sátu viðsfeiptavinir hans, ung- ir liðsforingjar og dansmeyjar, sem hann lét sækja, er leið á fevöld. Fólk dáðist að ermahnöppum hans, því að þeir voru úr gulli og á þeim skjöldur, er á var grafin dúfa með rúbínauiga. Bréfdúfa, sagði ÓG. Á hverju sést _það, að þessi fugl er bréfdúfa? Ég veit það, svaraði hann, líkt og með nokfcrum sökn- uði. Og svo flugu tappar úr flösk- um, og fólk drafck bezta vínið og át völdustu kræsingarnar, sem unnt var að fá. Og raumar tókst að töfra allt fram, sem ÓG gat Iát ið sér detta í hua, bótt strið væri í heiminum. Veskið hans talaði svo voldugu máli. Þungt vindla- veski úr gulli gekk mann frá manni, fullt af Havannavimdlum, merktum ÓG og fluttum inn af honum sjálfum. Hljómsveitin lék Du gamla, du fria, en þjóðsöng Frakka og Deutschland, Deutsch- land iiber alles hafði lög- reglan bannfærð. Allir stóðu upp, allt í einu orðnir böglir og hátíð- legir, og lyftu glösum sínum. Og svo tóku þeir undir. Mitt í allri þessari gleðiríku fegurð leit ÓG til yfirþjónsins og lyfti vinstri auga- brúninni: Eftirhreytur í hátíða- salnum. Klukkan sló tólf, og liósin voru deyfð. Lifi fósturjörðmí Menn hrópuðu húrra og tæmdu glösin í einum teyg. Lífið brosti við þessu fólki — skellihló framan það. Verðbréfam arkaðurinn var millj ónum þessa manns kjörimi leik- vangur. Hann þreifaði fyrir sér, fór hægt af stað og batt ekki fé sitl til langframa. Þetta hepnnaðist von- um framar. Verðbréfamiðlar og bankamenn löðuðust að veizluborði hans og hanm hlustaði vandlega á orðræður þeirra og spásagnir um markaðshorfurnar. Hann varð sér úti um verðskrár síðasta misserið og lét karl föður sinn vinna úr þeim og kerfa þær. Þegar ÓG hafði kynnt sér leyndardóma þeirra til Mitar, hófst hann handa með stórri heppni á leikvangi kaup ballanna í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Lengi vel var gróðinn fyrirsjáanleguir, þvi að verð á hluta bréfum hækkaði undantekningar- lítið í sifeHu. En það vakti athvgli. T f H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 487

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.