Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 11
enn æMímo eftir Tæikni, sem þó um síSir heiðraði okkur með nær- veru sinini og bólusetti hópinn. Var þar með úr vegi rutt hinni síð- ustu hindrun, og fórum við fljót- lega að tygja okkur til landgöngu. En sá var þó einn, sem ekkert landigönguleyfið fékk, nefnilega okkar ágæti eiturhrasari, brvtinn. Honum hafði sem sé láðst, áður en haldið var að heiman, að fá framlengt vegabréf sitt og varð nú að súpa af því seyðið. Var honum stranglega forboðið að stíga fæti á bandaríska grund, og varðaði brot á þessu banni búsund dala sekt. Oambridge er lítill, vinalegur bær með uim það oii tólf þúsund íbúa, og er um sjötiu af hundraði blö'kkufólk . Bærinn stendur við Cheaspeakflóa austanverðan. Lág- um við í fimm daga í Cambridge, og var að sjálfsögðu byrjað á að skoða það, sem þar var að sjá, og daginn áður en haldið var á haf- ið aftur, fórum við nokkur saman til Washington, en þangað er um hálfs annars klukkutíma akstur frá Cambridge. Skoðuðum við þar ýmsar þekktar byggingar og staði. Mér er sérstaklega minnisstæð kirkja ein, kaþólsk, sökum fegurð- ar. svo og garðurinn umhverfis sem er sannkallað listaverk og verður vart með orðum lýst, svo að nokkru gagni komi. Að lokum fórum við í Arlington-kirkiugarð- inn og skoðuðum grafreit Kenne- dys fyrrverandi forseta. Þess má og geta, að við vorum um þrjár klukkustundir frá því að við kom- um í garðinn, að komast að leið- inu, svo mikiM fjöldi var þama samankominn í sömu erindum og við. Prá Cambridge var íarið árla morguns til Baltimore og tekin þar olía og þaðan síðan haldið norður á bóginn, áleiðis til Cart- writp " T abrador. Ekki minnist ég þe=c 'aitt gerðist frásagnarvert á þe: 1 nð, né heldur. rð nokkuð gerðist á þeim stað. Við urðum líka að láta okkur lynda að virða haon fyrir okkur úr fjarska, þar eð engin brvggja var þar, sem skipið -gæti lagzt við, og var farminum skipað út á bátum. Frá Cartwrite var förinni síðan heitið til Nýfundnalands. Fyrsti viðkomustaður þar var þorp, sem ber hið virðulega nafn St Antony. Minnti það einna mest á íslenzkt sjávarpláss eins og ég hef hugsað mér þau um aldamótin síðustu. Þaðain viair farið til ötaðar, sem nefnist Angly, og var hann í flestu líkur St. Antony, og ?nn var áfram haldið og þriðii siaðurinn. sem við komum til á Nýfundnalandi, var Oataline og var það þorp tals- vert stærra en hin fyrri og bar það meiri keim aif meinningu tuttug- ust-u aldar. Þar voru til dæmis tvær sjoppur, bió og nokkrar verzlanir. í Cataline eru fimm þúsund íbú- ar. Bærinn stendu-r fyrir botni fjarðar og er byggðin dreifð yfir stórt svæði. Önnur sjoppan, sem getið var um, átti ef-tir að verða æði eftirsótt, ei-nkum pó af hinum yngri meðat áhafnarinnar, var þar slegið upp danslei-k fyrra kvöldið, sem við vorum þarna. En ekki var ég þó svo fræg að vera á honum, aðallega vegn-a þess að veður var sérdeilis gott þetta kvöld o? freist- aði okkar meira að skoða bæinn, þó ekki væri svo sem ýkjama-rgt merkilegt að sjá, utan fagurt lands lag. Ekki held ég, að híbýli manna vestra þar myndu freista neins hér heima. Ekki minnist ég þess að hafa séð eitt einasta steinhús. Þarna voru eingöngu timhurhús, og myndum við trúlega kalla þau hálfgerða hjalla langflest. Sex kirkjur taldi ég í Cataline, og dró ég eðlilega af því þá áyktun, að þeir Cataline-búar væru sérdeilis trúrækið fólk. íbúar Nýfuindnaliands virðast hafa miklar mætur á hundum. Ef til vill gera þeir eitthvert sagn. en það verð ég þó að láta mér fróð- ari mönnum eða konum eftir að dæma, því að ekki hirti ég um að afla mér vitneskju um hagnýta þýðingu hundahailds á Nýfundna- lan-di. En alls staðar voru sem sa-gt hunda-r, stórir og smáir, með alls kon-ar sköpulagi. Jafnvel inni í verzlunum gat maður átt von á, að hundur Legði framl aonirna'- ut- an um hátsinn á manni. ág var satt að segja ekkert afskapLesa hrifin af þessu, því að fátt er það í heimi hér, sem ég hræðist meira en skordýr, hverju nafni sem nefn- ast, og hundar. Einn hundur er mér þó öðrum minnisstæðari úr þessum leið- angri. Þannig var, að maðurinn minn þurfti að Láta klippa sig, og einu sinini sem oftar, er við vor- um á rölti í landi, ráku-mst við af h-reinni tilviljun á rakarastofu. Fór- um við inn, og fékk bóndi minn klippingu, en ég beið efti-r honum inni -á meðan, því að þar taldi ég mig óh'ulta fyrir hundum. En varla var ég búin að koma mór þægi- lega fyrir á s-tóLkríli úti i hor þegar Lágfætt, kafloðið kvikindi kemur veiltandi in-n úr dyrunum og rakleitt til mín. Lagðist seppi á gólfið við fætu-r mína og lét ófriðlega að mér fan-nst og gaf frá sér ógnvekjandi óhljóð. Fór þá h-eLdur að fara um mig ónotafiðr- inigur. Rakarinn gerði h-lé á vinnu sinni, og hélt ég í einfeldni rnitini, að h-ann hygðist fj-arlægja hin óboðna gest. En þar Skjátlaðist mér þó hrapallega, bví að hann virti skepnun-a fyrir sér með sýni- legri velþóknun, Lagðist síðan á fjóra fætur á gólfið og fór að klóra honum í bak og fvrir, kiassa hann og kvss-a, os k'Uin-ni sá loðni þessu atferli sýnilega hið bezta. Se-faðist héppi nokkuð í bili en um leið og maðurinn tók aftur til við kHDnineuna. byrj-aði loðkroup- ur að djöflast utan í mér. Ætla ég ekki að revna að lýsa sálar- ástandi mínu. Mín einasta bjarg-ar- ■ von, úr því sem komið var, virt- ist mér eiginmaður minn. En þó að ée sendj honum hiálparbeiðni, stóð ég, að mér fannst, ein uppi bjálparvaina andspænis bossarl hræðilegu ófreskiu, bví að ekki gat ég betur séð en bóndi minn skemmti sér vel við vandræði mín. Sá ég, að e-kki mátti við svo búið standa, og úr þvi ekki var aðstoðar að vænta varð ég að bjarga mér á eigin spýtur. Þrátt fyrir megna andúð mína á hundkvikindinu, sá ég mér ekki annað fært til að ha'Id-a honunr í skefjum, en reyaa að klóra hon- um eins og ég hafði séð rakarann gera. í tæpan stundarfjórðung klóraði ég og klóraði linnulaust, og m.átti vart á milli s.já, hvor var ánægðari, hundurinn eða hársker- inn. Og þó klóraði ég aðei-ns hinum fyrrnefnda. En fegin var ég, s-vo ekki sé sterkar til orða tekið, þeg- ar þessu ævintýri var lokið og ég komin h-eil og ósködd-uð á skips- fjöl. □ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 491

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.