Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Page 14
konu?“ spurði ég. I>á nefndi htfhn nafn þessa fyrrverandi niðursetn- ings okkar og bætti svo við: „Hún dó í gær, gamla konan, það var komið með hana hingað seint i gær- kvöldi, og hún stendur uppi úti í kirkju“. Ég þarf ekki að taka það fram, að krankleiki minn lét ekki á sér bera meir. — En svo við höldum áfram að rekja æviferill þinn: Hvert fliút- uzt þið, þegar þið fóruð frá Koiia- Vík? — Að Höskuldarnesi á Mel- rakkasléttu. Sá bær var að vísu alltaf kallaður Nes — og er víst kallaður það enn í dag. — Hvernig var að vera þar? — Þar var nú gott að vera. Að vísu var þar færra í heimili hjá okkur, og búskaparlagið var allt annað. Pabbi var ákaflega hagur maður, bæði á tré og járn, eins og sagt var í gamla daga, þótt fáir taki sér þau orð í munn nú á dög- um. Nú var hann mestan hluta sumarsins á Raufarhöfn, gerði við báta og bátavélar og lagði vfir- Ieitt stund á hvers konar smíðar. Meðal annars smíðaði hann mikið af prömmum. Ég get sagt þér eina skrítlu til sannindamerkis um það, hversu mjög var leitað til föður míns með allt, sem að smíðum laut. Einu sinni að haustlagi kom bóndi úr sveitinni heim til okkar. hitti mlg úti við og segir: „Er Eiríkur heima?" „Nei“, segi ég. „Æ! I hvað eigum við þá að láta leka?“ sagði aumingja maðurinn alveg í öngum sínum. Skýringin á þessu er sú, að það átti að fara að baða féð hjá honum, og eins og þú veizt, var í þá daga höfð sú aðferð við það verk, að nýböðuðu kindurnar voru látnar standa í grind. og svo lá stokkur frá þeim og niður í bað- kerið. Hér vantaði stokkinn. En eftir þetta var orðtak hjá okkur unglingunum, ef okkur þótti ein- hvers vant: „í hvað eigum við þá að láta leka?‘ — Þið hafið ekki verið ger- sneydd gamansemi, þarna á Slétt- unni? — Nei, svo er nú fyrir að þakka. Það var einmitt mikið um glens og gaman, en allt í góðu, og eng- um manni datt í hug að taka slíkt illa upp. Þótt menn jafnvel vissu, að orð þeirra hefðu verið ýkt eða lagfærð, þá höfðu menn aðeins gaman af því, ef það var gert á smellinn eða snjallan liátt. Ég sakna mikið þessarar ffnn og sak- lausu gamansemi. Nú er eins ag allir hafi glatað skopskyni sínu — eða rækti það að minnsta kosti ekki með sér. Mér fannst því ákaf- lega mikill fengur að bók Guð- mundar Böðvarssonar, Saltkorn í mold. Þar eru gamlar sveitasögur sagðar í gamansömum tón, ein- mitt með svipuðu sniði og maður hafði kynnzt í sínum heimahögum, þegar maður sagði maoni, það sem við bar. — Geturðu ekki látið mig fá sýnishorn af því, sem gerði mönn- um glatt í geði fyrir norðan á þín- um uDpvaxtarárum? Auður brosir kankvíslega: — 0, ég veit svo sem ekki, hvort það þýðir að bera slíikt á bcr? fvrir fólk, sem ekki þekkir til staðhátta né einstaklinga, og getur því síður gert sér í hugarlund skringileik atburðarins. Það gerðist einu sinni heima í minni sveit ,að stúlka ein tók sig upp og fór til Reykjavík- ur. Eftir nokkurn tíma fór fólk að spyrja móður hennar, hvernig dótturinni vegnaði í höfuðstaðn- urn. Jú, gamla konan lét vel yfir því — sagði, að nýkomið væri bréf frá dótturinni, og það leyndi sér ekki, að lífið léki við hana. Meðal annars hefðu stúdentar keppzt um að bjóða henni á ball fyrsta desember. Þá vall við sonur hennar, sem á hlýddi: ..Ekki stóð nú þetta í bréfinu". . Hún sagði það þá bara áður en hún íór“ svar- aði móðirin og lét sér hvergi bregða. Þessi saga og margar álíka lífguðu upp hversdagslsikann og voru öllum til óblandinoar ánægju. — Þú sagðir áðan, að faðir þinn hefði verið mestan hluta sumars- ins á Raufarhöfn. Hver stundaði búið í fiarveru hans? — Elztu bræður mínir voru komnir yfir fermingu, þegar hér er komið sögu, en auk þess var móð- ir mín ákaflega mikil búkona, hyggin og dugleg. Það var engum hlut illa borgið. sem hún tók að sér að annast. Við höfðum aðeins tvær kýr og einn hest, enda var Höskuldarnes einkum sauðfjárjörð á þessum árum, og við höfðum alltaf taisvert margt fé. Þá voru húsdýrin húsdýr og sveitin sveit, því máttu trúa. Þá var ekki sú ó- öld upp runnin, að menn færu í smalamennsku á skröltandi drátt- arvél eða jeppa. — Nú, en svo ferð þú út í heim- inn? — Já, ég fór út í heiminn, og ég skal segja þér nákvæmlega frá minni fyrstu vinnu utan heimilis. Það var í sláturtíðinni, haustið sem ég var tólf ára. Þá gerðist það einn góðan veðurdag, að til móð- ur minnar kom vinnumaður úr sveitinni og sagði henni, að fóst- urforeldrar sinir væru í miklum vanda staddir. Þau heíðu fengið heim fimmtíu slátur og konan ný- lega orðin fárveik og enginn til þess að koma slátrinu i mat. Þá spurði móðir mín mig. hvort ég vildi reyna að fara þangað og búa til slátrið fyrir konuna. Ég fór, bjó til slátrið, sveið sviðin, bjó til sultu og mat úr öllu saman, og eftir átta daga gat ég farið heim, þvi að þá var verkinu lokið og húsmóðirin tekin að hressast. Þarna var gott að vera, allir glaðir og góðviljaðir, heimilisandi með miklum ágætum. Ég held, að gömlu hjónin hafi blessað mig ævilangt fyrir þetta viðvik. En kaupið, sem ég fékk, var efni í skýluklút, tvö tvinnakefli, tvær saumnálar og ein fingur- björg. Þetta er fyrsta kaupið, sem ég fékk á ævinni, og ég var harð- ánægð. En ef einhverri nútíma- stúlkunni skvldi þvkja kaupið mitt lágt, þá vil ég taka það fram, að með því er ekki allt upp talið. Skýluklúturinn og tvinninn entust auðvitað ekki nema takmarkað- an tíma, en ánægjan vfir því að geta hjálpað þessum gömlu hjón- um, svo ung sem ég þó var — hún hefur enzt mér fram á þenn- an dag. Mér fannst ég stækka við þetta, og lífsgleði min jókst og sjálfstraustið óx. — Þetta er þín fyrsta för að heiman, en auðvitað ekki sú síð- asta. Hvað gerðist næst? — Rúmlega tvítug að aldri fór ég f ljósmæðraskólann í Reykja- vík, og þar tók í raun og veru það sama við. Ljósmóðirin, sem ég var hjá, fór með mig í fátækustu hús- in og þar var ég látin kveikja upp í ofninum, baða börnin og hjúfcra konunni, sækja mat. — Þið hafið ekfci mátt tafea á móti? — Nei, ekfci fyrr en að prófi loknu. — Hvað tók svo við, þegar þú hafðir lokið námi? — Ég fór heim í mína sveit, hjartanlega glöð yfir því að vera aftur komin á æskustöðvarnar — og það, sem meira var: Aðrir voru glaðir að sjá mig heim komna! 494 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA©

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.