Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 16
GUÐRÚN________ GUÐMUNPSDÓTTIR ÞÝDDI_________ OG BJÓ TIL PRENTUNAR FORMÁLSORÐ í ágúst 1865 k<wn hingað til lands franskur ferða- langur, M. Noel Nougaret, og dvaldist hér um þriggja vikna Skeið Engin deili veit þýðandi á honum frem- ur en segir f Þjóðóifi 7. ágúst sama ár, en þar birtist eftirfarandi klausa: —Póstskipið Areturus hafnaði sig hér um kl. 11 3. þ.m. Með þvf komu nú: stiptamtmaðr vor, herra Hilmar Finsen, með frú Sína, 4 börn og annað skyldulið, teand. juris Lárus Blöndal með konu sfna og 2 börn þeirra (hún sigldi til hans héðan í fyrra, í júní ferðinni með eldra barnið, þó að eteki væri þess þá getið í Þjóðólfi), danskur stúdent Möller að nafni, er ætlar að ferðast hér sér til heilsubótar: Englendingar. er ætla að ferðast hér, meðal þeirra er dr. Leared frá Lundúnum, sem hér hefir komið tvisvar áður: sumir ætla að reyna að koma hér á þangbrennslu- þaraðauki voru 4 niðursuðumenn til Hendersonsverzlunarinnar, þeir eiga að vera til hausts og sjóða niður sauðakjöt. Enn kom með þess- ari ferð frakkneskr vísindamaðr, Nougaret að nafni, frá Parísarborg, og er hann þar meðútgefandi blaðs- ! ins Moniteur er færir allar auglýsingar og yfirlýsing- ar Frakkakeisara og stjórnar hans. Hann hafði ferð- azt í vor um ítalíu og Sikiley og skoðað Etnu (eld- ’ fjallið), fór svo þaðan rakleiðis til Khafnar, en náði * ekki í næstu ferðina hér á undan, eins og hann ætlaði, og ferðaðist því norðrum Sviþjóð síðari hluta júní og framan af fyrra'mánuði, þangað til hann nú fétek farið hingað: ætlar hann nú að ferðast til Heklu og Geysis. Póstskipið fer eigi héðan fyrir 10. þessa mánaðar. — Þegar Nougaret kom til Frakklands, samdi hann ferðaminningar, sem birtust f ritinu Le Tour De Monde 1866. Þær voru stereyttar mörgum teikning- um ,sem samstarfsmenn Nougarets gerðu eftir frum- drögum hans. Ferðasagan og sérstafclega teikning- arnar urðu allfrægar, ferðasagan var meðal annars þýdd á ensku, en teikningar.iar hafa oft verið tekr- ar upp í ferðabækur frá fslandi. Frásögn Nougarets er fjörlega rituð, en smáýkjum blandin. Sannfræði hennar hefur hér verið reynd á nokkxum stöðum með þvi að skyggnast í kirkjubækur. Vafasamt er, hve langt skal farið út í þá sálma, en athugasemdir, sem gerðar eru neðanmáls, eiga að gefa lesendum hugboð um áreiðanleifca frásagnarinnar. Sumar mis- sagnirnar munu sprottnar af því að höfundi tekst misjafnlega að gera sig skiljanlegan. En hér er sannfræði einstakra atburða ekki aðalatriði, heldur góð frásögn. Ferðasögu sem þessa ber efcki að taka sem heimild um þjóðhætti á fslandi um miðja 19. öld, þótt víða sé brugðið upp lifandi þjóðlífsmynd- um: hitt er meginatriði, að hún kynnir ofckur hvernig íslenzkt samfélag kom útlendingi fyrir sjónir um þær mundir og hvers konar fróðleiteur barst framandi þjóðum um land okfcar og lifnaðarhætti fólks hér úti. I í júní 1866 tók ég mér far frá Edinborg með danska póstskipinu Arcturusi, er sex mánuði ársins heldur uppi samgöngum milli Kaupmannahafnar og íslands með viðkomu í Skotlandi og á Færeyj- um. (Ferðin var raunar farin 1865.) Ég hafði verið skipaður skipslæknir á f-rönsku fregátunni Pandora, sem lá á Reykjavíkur- höfn, o-g var ferðiini heitið þang- að. Meðal ferðafélaga minna var dansbur amtmaður, Fins-en að nafni, nýskipaður yfir fsland, og nofekrir Englendingar, er lögðu á sig erfitt ferðalag einungis til þess að veiða silung í Þingvallavatni við miðnætursól. Snarpur suðaustanvindur bar okfeur óðfluga til haf-s, og þegar á næsta degi hurfu saguheigar strendur Skotlands, sem minntu á hinn ódauðl-ega Walter Scott, og sólarhring síðar kom næsti áfanga- staður okkar, Færeyjár, I Ijós. Það var sunnudagur. Himinninn va-r grár og drun-galegur, en á þess- um slóðum er hanm sjaldn-ast öðru vísi, og þegar ég sá Orkneyjar hverfa inn í þokuna sex mílum austa-r, fann ég, að sólin hafði kvatt okbur. Þegar við höfðum siglt fram hjá stóru Dí-mon og litlu Dímon, tveim ur framvörðum, sem reka sköllótta fcollana upp ur g/árri muggu við Færeyjar, komum við inm á stóra, skeifumyn-daða vík. Þverhníptir hamrar gnæfa á hægri hönd, og gegnuim öldudalin-a sjáum við glitta í rauðleit segl á nokkrum hraðskreiðum síldarbátu-m. Þega-r komið er inn á þe-ssa sérkennilegu höfin, fimnst manni ljúkast upp furðuheimair. Innst inni við rætur fjalla, sem loka þess ari girðingu, kúrir Þórshöfn eða Thorshavn, höfuðborg eyjakilasans. Ég á bágt með -að trúia, að þarna sóu rúmlega þrjú hunidmð hús, þvi að hver-gi sem ég munda ein- glyraið mitt, -sé ég a-ðeins nokkur 496 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.