Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Page 20
uppdrætti höfundar. hengt birki'greinar og einiberja- lyng á útidyrahur'ðina hjá sér. Þetta er gamall norrænn siður, sem tákn ar eitthvað á þessa leið: við erum hrygg, leyfið okkur að vera ein í sorginni, eða með öðrum orðum: við tökum ekki á móti gestum Kistan hafði komið um nóttina frá Arnarfirði (Hér er málum blandað, því að sýslumannsfrúin Var frá Hafnarfirði) með hvalfang- ara og verið flutt í kirkju, en þangað kölluðu klukkurnar að- standendur sarnain. Himinninn var þungbúinn, þéttur úði féll úr lofti frá því um morguninn. Eftir guðs- þjónustuna héit líkfylgdin af stað upp í kirkjugarð. Á undan gengu fjórar svartklæddar stúlkur með fléttað hár og yfir því svartar slæð ur, jafnsíðar pilsunum. AUar báru þær lifclar körfur með lyngi og baldursbrám, sem þær stráðu á leið hinnar framliðnu. Á eftir kist- unni, sem fjórir karimenn báru, gekk lútherskur prestur ásamt eig inmanni hinnar látnu í fullum sýslumannsskrúða, og loks hinir mörgu vinir fjölskyldunnar, dansk ir embættismenn, franskir liðsfor- ingjar, kennarar og kaupmenn. Á leiðinni upp í garðinn slóst ber- höfðaður almúgamaður í förina, sorgbitinn á svip. Hann gekk næst- ur kistunni og undir hendinni hélt hann á lítilli barnskistu. Daginn áður hafði hann igrafið dálitla gröf við hliðina á þeirri, sem sýslu- mannsfrúnni var ætluð. Á meðan klerkur jarðsöng, lét maðurinn stokkinn með jarðneskum leifum litla barnsins á leiðið, svo að það yrði einnig aðnjótandi hinztu ble.-s- unar. Að því búnu jós hann það moldu með berum höndu.n og laugaði það tárum (Þann 4. ágúst er jarðsungin í Reykjavík af séra Ólafi Pálssyni frú Oline Frede- rikke Clausen fædd Hagen, kona Clausens sýslumanns í Gultbringu- og Kjósasýslu, Hún lézt af barns- burði 28. júlí 29 ára gömul. Sýslu- mannshjónin voru búsett í Hafnar- firði). Þetta var heldur dapur inngang- ur að dvöl minni, en sorgardagar á íslandi eiga eitthvað skylt við flugu, sem dettur í blekpoll: mað- ur 'greinir hana naumast f>rá vökv- anum, sem hún drukknar í. III (Nougaret hvílir sig nokkra daga í höfuðstaðnum, en tekur síðan að undirbúa ferð austur um sveitir. Samferðamenn hans. Englending- arnir, voru lagðír af stað austur að Geysi á skástu hestunum, sem völ var á í Reykjavík. Hann næ: sér þó í tíu fclára og leggur upp einn morgun frá Austurvelli með fylgd- armann og nesti til 40 daga. Þeil’ hailda austur yfir Mosfellsheiði í ausandi rigningu, hestarnir eru óþekkir, en höfundur dáist að fót- fimi þelrra og ratvísi. Það styttir upp, þegar hallar niður af heiðinni og Þingvalalvatn hirtist „sem blár silkiklútur, og Þingvallakirkja speglast í Öxará líkust svörtum 6van“. Leiðin niður Almannagjá virðist höfundi liggja beint til Orfe- usar í undirheimum). — Tjl beggja handa risa hamraveggir allt að 140 feta háir og í þá hefur náttúran sjálf mótað furðulegustu kynja- myndir, bogaglugga, skrautsvalir, tumspírur og vígskörð eins og á miðaldakastala. Hófatak hestanna heyrist ekki á grasigrónum gjár- botninum, og ósjálfrátt leit ég upp og skyggndist eftir brynjuðum verði í einum turninum, ég hler- aði eftir lúðurhljómunum, sem boðaði komu mína og bjóst á hverri stundu við að sjá hallar- greifa birtast á svölunum. En i turninum sátu aðeins mávar og blökuðu stórum vængjunum, svart ir hrafnar krúnkuðu saman á svöl- unum, og eina hljóöið, sem eyru mín námu, voru hin raunverulegu eólsetursljóð lóunnar, sem minntu draumlyndan ferðalang á Angelus heima í litlu þorpskirkjunni. — (Þeir ríða niður að orestsetrinu, og fyrir utan kirkjuna hitta þeir mann með tófuskinnshúfu, sem fer strax að hjálpa til að spretta af hestunum). — Þetta var prest- ur staðarins. Hann kastaði á mig kveðju, en hélt áfram við starf sitt og fór að öllu eins og hve'r annar gestgjafi við framandi mann. Eg hagaði mér og sara- kvæmt því, enda var mér kunnugt um, að á Þingvöllum væri seldur greiði fyrir spesíu (6 franka) á dag, þar með talinn silungur, mjólk og kaffi, auk beitar fyrir hestana og kirkjugólf til að sofa á. Þegar ég svipaðist um eftir bú- stað prestsins, sá ég fyrst kirkju- garð þakinn grænum þúfum, sem sýna, hve margir hvíla á þessum friðsæla sbað. Skammt þaðan eru stærri þúfur, en þær eru ekki lciði, heldur niannabústaður Bænnn og grafreiturinn eru með sama svip, eini munurinn á aðsetri lifenda og dauðra er stærðin á þúfunum og móreykur, sem stígur upp úr igras- sverðinum. 500 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.