Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 18
legir með þreytusvip Flestir hafa stutt og uppbrett nef, þeir eru veð- urbitnir með loðnar, framstæðar augabrjrr, og úfinn skeggkraga, sem endar í boga undir hökunni eins og krökur á skauta. Föt þeirra eru öll sauðsvört eða dökkgræn með hnöppum úr hnrni. Þeir eru í stutttreyiu með beinum kraga, háu vesti og bux- um hnepptum fyrir neðan hné. Á höfði hafa beir húfu úr brúnu, rauðröndóttu bómullarefni, en á fótum bera þeir íslenzka skó: það er skinnpjatla saumuð saman á hæi og tá og bundin udp með 61. Konuirnar eru viðlíka háar, en þreklegar og þéttvaxnar. Á höfð- inu hafa þær ekki annað en hárið, mikið og vel hirt, oftast skipt fyrir miðju og slegið. Þær eru í skósíð- um prjónabuxum, stuttu ullarpilsi rétt niður fyrir hné, en tekið sam- an með breiðu belti, svo að mót- ar fyrir mjöðmunum. Að ofan eru þær í ermalausri treyju, svo að berir, stæltir og vellagaðir arm- arnir sjást. Af nærklæðnaði þeirra sjást aðeins stuttar skyrtuermar, hnepptar um olmbogann, en nóg til þess að sýna, að þær eru í drif hvítum nærfötum. Til að lífga upp þennan fremur fábreytra búning, bera þær til skrauts litskæran bómullarrenning, hnýttan framan á brjóstinu. Við höfðum staðnæmzt fyrir framan timburhús, ögn reisulegra en húsin í bri-ng. Út úr því barst ferlegur hávaði. Við innganginn sat kvenmaður á bekk og gætti dyra. Hver, sem inn kom, rétti henni einn eða tvo herta fiska, sem hún fleygði í tunnu við hliðina á sér. Þar eð okkur skorti þennan þjóðlega gjaldmiðil, greiddi hver um sig eltt danskt mark (40 sen- tímur), en við höfnuðum sildun- um, sem við áttum að fá til baka. Þetta örlæti borgaði sig eins og þið munuð fá að heyra. Inn úr herberginu, sem fyrst var komið í, lágu dyr inn í aðra skuggsýna kytru, og þaðan barst allur hávað- inn. Þótt við stæðum þarna í gætt inni, sást ekki handaskii, en við heyrðum karla-, kvenna- og barna- raddir söngla í sífellu iag, sem festist í eyrum manns eins o? slor- þefur í nösum. Þessu fylgli mik- ið fótaspark og minnti hrynjand- in mig á hið vinsæla lag „Lukt- irnar“. Hjáróma raddir kliðuðu í eyrum okkar, pils og treyju- löf strukust við okkur, cn ekkert sást. Það dró niður í dansfólkinu annað veifið, eins og það væri að þrotum komið, en í því er maður hélt að allt væri búið, blossaði söngurinn og trampið upp á ný af enn meiri ofsa, þetta var hreinasta brjálæði. Mér lék áköf forvitni á að sjá þátttakendur í þessum djöfla- gangi. Vegna hims ríflega aðgangs- eyris var danssalurinn nú lýstur okkur til heiðurs. Sú lýsing var raunar fólgin í því, að tveim kert- um úr selspiki var stungið í vegg, en það var nóg til þess að við grilltum í það, sem fram fór. Stofan var á að gizka þrír sinn- um fjórir metrar, og þama voru rúmlega fimmtíu manns á hreyf- ingu. Dansinn hélt áfram, á með- an verið var að kveikja. Fólkið hélzt í hendur og myndaði hring úr óskyldustu mannverum: konuir leiða börn, og böm halda i hend- ur manna, sem á morgun ráðast á hvalinn í ríki hans. Það snýst í kringum ósýnilegan öxul og dans- air polka eftir gömlum þjóðlögum. Svipur þess er raunalegur og svlt- inn bogar af alvarlegum andlitum. Maður gæti haldið, að bet*a væri friðþægingarsamkoma, en ekki skemmtun. Verði einhver dansar- inn þess var, að hamn hafi liægt á sór eða dregið hafi niðri í hon- um, stekkur hann skyndilega upp í loftið, stappar síðan í gólfið eins og hann ætli að brjóta það og rek- ur upp rokna öskur, en lognast út af aftur eftir nokkrar mínútur. Þetta minnti helzt á hinar hátt- bundnu óveðurshrinur jafndægra-. stormsms. Þrátt fyrir þrengslin gátum við troðið okkur út í eitt hornið á þessu greni, og störðum gagntekn- ir á það, sem fram fór. Aður en varði, hafði hljóðfallið og lögin náð tökum á mér. Öðru hveriu bættust nýir i hópinn, og ég vifsi ekki fyrr en ég gekk eins og heiU- aður inn í bringinn, greip um höndina á tíu ára telpu eða dreng, ég gat ekki greint hvort heldur var, og rétti risavöxnum sjómanni hina. Ég ætlaði aðeins að fara einn hring, og eins og ég sagði, var þetta enginn salur, en nú var ég kominn í krappan dans, og það tók mig stundarfjórðung að" kom- ast alla leið með viðeigandi hlykkj- um og rykkjum. Meun fullyrtu, að þeir innfæddu gætu haldið svona áfram í tvo Mukkutíma samfieytt! Þegar við komum heirn til prestsins, var setzt að fjölskrúð- ugu matborði. Þarna voru fram- reiddir, auk fuglanna minna, sem höfðu tekið mjög ánægjulesum stakkaskiptum, ótal fisk- og kjöt- réttir auk sætabrauðs og öllu þessu drekkt í portvíni og sherry. Það mætti ætla, að trúboðarnir væru mestu sællífisseggir, en því fer fjairri. Þegar maður kynnist lífi fólksins þarna norður frá, verður hann snortinn við tilhugsunina um það. að á bak við rausnarlegar veit- ingar leynist oft margra mánaða, já, jafnvel margra ára sjálfsfneit- un og spameytni. Gestrisnin er þeim heilög skylda. Þegar gest ber að garði, og það er ekki fátítt, mætir augum hans hlaðið borð, en að loknum málsverði skvldi gesturinn hugleiða, að begar hann er fairinn, þá á gestgjafinn iðu- lega ekkert eftir nema vitnerkiu um að hafa gert skyldu sína og minningu um ánægjulega sam- fundl við mann, sem borgar stund- um með gleymskunni einni saman. 498 T I M I N N — SUNWJDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.