Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 8
VIÐ GLUGGANN NÝ ÁKVÆÐI REFSIiLAGA Mengun umhverfisins er „ný tegund afbrota, sem ógna sam- féaginu“, segir í uppkasti danskra íhaldsþingmanna að nýrri stefnuskrá. Þar er upp á því stungið, að það verði lagt til jafns við önnur auðgunar- brot, ef menn spilla umhverfi sínu sér til fjárhagslegs ávinn- ings. Þeim, sem spilla náttúru landsins, á að refsa með fang- elsisdómi. Þar er einnig lagt t'l, að öll ökutæki verði háð reglum um hámark hávaða, er þeim má fylgja, og slí'kt hið sama um ailar vinnuvélar utan húss. Nýjar reglur verði settar um hljóðeinangrun og hljóðdeyf- ingu í verksmiðjum. veitinga húsum og skemmtistööum, lög um verndun andrúmsloftsins, meðal annars um útblásturssíur á öll ökutæki, ný fyrirmæli um notkun áburðar, skordýraeiturs og illgresiseyða taki gildi, bannað verði að grafa niður olíugeyma og fyrirskipuð hreinsun alls skolps, sem hleypt er í skolpræsi. FRANSKUR SKÆRUHERNAÐUR Frönsk stjórnmálmsamtök, sem bönnuð hafa verið, Vinstri öreigar, hafa boðað skæruhern- að gegn forréttindum yfirstétt- anna nú í sumar. Girðingar um veiðilönd verða rofnar og tjald- búðir reistar innan þeirra, efnt til knattspyrnu á golfvöllum auðkýfinga, innrás gerð á einka baðstrendur og spilavíti tekin herskildi og gerð að vöggustof- um. GRÍSKU KAUNIN Danir og Norðmenn gerðu harða hríð að grísku stjórninni á utanríkisráðherrafundi A- bandalagsins í Róm í maí. Við það hitnaði sumum svo í hamsi, að danska sendinefndin hélt um tíma, að aðalritarinn, Man- Iíó Brosíó, ætlaði að varna Poul Hartling utanríkisráðherra máls. Dönskum blöðum finnst skörin hafa færzt upp í bekk- inn, sér í lagi er til þess er Iitið. að A-bandalagið hefur verið talið eiga að vera brjóst- vörn frelsisins. hve stórtækur ÓG var, og orðróm- uirinn ýkti gróða hans til muna, þótt vissulega væri hann mikill. Með milljónir í veltunni og banka- lán, sem lágu á lausu, gat ÓG haft nokkur áhrif á verðlagið á þeim hlutabréfum, sem hann hafði hug á. Og smám saman var farið að líta á hann sem hinn mikla spá- mann í kauphallarbraski. Menn vöktu yfir öllum athöfnum hans og gripu hverja bendingu á lofti. En viðsjárverður spámaður var ÓG, og fengu margÍT það að reyna- Þeg ar hann keypti, sagði hann öðrum að selja, og vildi hann sjálfur selja, Iét hann þá halda, að gróðavæn- legt væri að kaupa. Hann var rán- fiskurinn, sem öslaði í gegn um torfur ævintýragjarnra banka- manna, kaupsýslumanna, verð- bréfamiðlara, skuggalegra víx>lara. í ágústmánuði 1917 bauð ÓG fjórum hankastjórum í ferð norð- ur í Lappland — einmitt banka- stjórunum íjórum, sem farið höfðu halloka fyrir honum, þegar þeir m ætluðu að knýja hann til gjaldiþrota skipta. Hann var fyrir löngu orð- inn einkavinur þessara manna — öll misklíð úr sögunni. Nú áttu þeir að fá að sjá hinar rnarg- umtöluðu lendur hans í Lapplandi. Kannski lék þó ÓG sjálfum mest forvitni á að leiða þær augum. Þeir fóru í einkalest frá Málmey, og í henní var svefnvagn, setusalur, veitingavagn og farangursvagn. Þetta varð löng ferð. en menn glöddust við frábærar dreypifórn- ir. og hver dagurinn var fljótur að líða. ÓG var konungur lestar- innar — um miðjar nætur tók hann í fárhemilinn. stöðvaði lestina og heimtaði púns úr ísgeymslun- um i farangursvagninr m. Allar lífsnauðs.ynjar voru til reiðu: Dýr- asta og bezta áfengi, kampavín, rauðvín og hvítvín, rússnesk styrju hrogn, réyktur lax, áll í hlaupi, bæheimsk skógarhænsni, svínslæri og sauðarbógar. Járnbrautin endaðl í Efri-Þyrniá. Ferðamennirnir stigu á bát, og með honum fóru þeir upp i Kare- súandó. Þar hafði verið ráð fyrir öllu gert, og enn á ný hélt leið- angur af slað norðvestur á öræfin. Sýslumaðurinn var ekki með í för- inni í þetta skipti, en landmælinga- manm höfðu þeir fengið með steng- ur og ails konar undratæki. Her- skari manna annaðist vistaflutn- inginn. Þetta varð erfið ferð, og ilibærilegur hiti á daginn. Herra- mennirniir fimm voru draugum líkastir, því að yfir höfuð sér höfðu þeir dregið mýnet, sem vindlaglóðin brenndi þó fijótlega á göt. Einn bankastjóranna var tvö hundruð pund, og bilaður í fót- unum þar ofan í kaupið. Átta Sam- ar báru hann yifir mýrarnar í stói, sem hékk á tveim stöngum. Loks rann upp sá dagur, að flokkurinn kom að bláu vatni, sem var sjö eða átta kíiómetrar á hvorn veg. Landmælingamaðuir fann vörðubrot á vatnsbakkanum, og í því hóik með stimpli jarðamatsins. Hér var staðurinn! Samarnir horfðu forviða í kring um sig: Hér átti ekki að vera vatn — jafn- vel þeir, sem elztir voru, minntust ekki slíks. En það var hitinn þetta sumar, sem ollu undrunum. í fyrsta skipti f mannaminn- um hafði ísinn þiðnað af vatninu. Landmælingamaðurinn mældi og miðaði og fékk fjallstind í réttvísandi vestri á miðunarspjaldið. Síðan reiknaði hann og reiknaði og leit á landa- bréf og matsgerðir. Loks baðaði hann út höndununi alls hugar feg- inn og benti út á vatmið- Þetta var rétti staðmrinn, það fór ekki milli mála. ÓG hafði helgað sér vatn. Fyrst urðu menn kindarlegir á svipinn, síðan greip þá ofsakæti með hlátrasköllum, sem hljóðn- uðu þó fljótt í þunnu fjailaloft- inu. — Áttatíu og tvær lendur, sagði ÓG kainpakátur við bankastjór- arna. Þið sjáið, að hér á ég dáíitið upp á að hlaupa. Ferðafélagarnir komu til Málnv eyjar með ferðasögu, sem vakti glau m og gleði. □ T I M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.