Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.06.1970, Blaðsíða 10
KRISTBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR: SJÓMANNSKONA í SIGUNGU Þiað vair í júlímánuði á því herr- ams ári 1964, að lagt var upp frá Vestmaunaeyjum í ferð' þá, er ég m«un í pistli þessum firá greina í stórum diráttum. Farkosturinn var eitt af kaupskipum Jökla, nánar tiltekið LangjökuU. En svo ég geri grein fyirir veru minni um borð, skai þess getið, að ég er ein af þeim aumkunarverðu kvenpersón- um, seom bundið hafa trúss við sjómenn. Sem sagt: Bóndi minn var vélstjóri á skipinu. Förinni var heitið vestur yíir Atlantsála til Cambridge í Mary- land í Bandarík' :num með frystan fisk. S-egir fátt af ferðum fyrstu fimm sólahringana, er við vorum á siglingu, þar eð ég lá í fleti mínu og lyfti vart höfði frá kodda, ut- an það bráðnauðsynlegasta, sökum sjóveiki. Á sjötta degi herti ég mig loks upp, kom í hádegismat og dreif mig síðan út í góða veðrið. Og þar með rauk sjóveikin úr mér og gerði ekki vart við sig eftir það. Tvær konur aðrar voru á skipinu á vegum skipverja og nokkrir far- þegar að auki. Minnisstæðast er mér par nokkurt frá Kanada á heimleið úr reisu til íriands, en frúin var írsk, en hann vestur- heimskur íslendingur. Ham var IítiU og þrekinn með eilífðarbros á vör, en hún lágvaxin og Ijós- hærð. Drukku þau stinnt meirt hluta leiðarinnar, en er ganga fór á birgðirnar, tóku þau það til bragðs að fela hvort fyrir öðru þaö, sem eftir var, og urðu hinir ókk- legustu staðir fyrir valinu. Mátti ósjaldan sjá þau sitt í hvoru lagi, hálf ofan í kössum þeim, er gúm- björgunarbátar skipsins eru geymdir í. Skömmu áður en við tókum land vestra, tapaði hinn vesturheimski ferðalangur skón- um sínum og leitaði þeirra lengi án þess að finna, og komst hann um síðir að þeirri niðurstöðu, að konan hans myndi hafa heint þeim útbyrðis og lofaði guð hástöfum fyrir að hafa þó ekki verið í þeim við það tækifæri, þar eð hann taldi víst, að hann myndi þá sjálfur hafa farið sömu leið. Að morgni hins ellefta dags far- arinnar tókum við land í Cam- bridge. Á hafnarbakkanum voru tollverðir, menn f-rá útlendingaeft- irlitinu og tveir lö-gregluþjónar. Vegabréfin voru vandlega rannsök uð í bak og fyrir, og menn fengu landgönguleyfi eimn af öðrum. En þegar röðin kom að okknr konun- um, kom babb í bátinn. Viö vorum sfcráðar þernur á skipið, og vir það gert í þeim tilgangi að við Langjökuli viS bryggje ( Reykjavfk. 4W slyppum með skemmri tima í vega- bréfaskoðun og þess háttar. En eitt hafði okkar ágæta kapteini sézt yfir, er hann lét skrá okkur, og það var að, Ameríkuáritanirn- ar í vegabréfunum okkar voru stíl- aðar á ferðafólk en ekki farmenn, og það vair nú einmitt það, sem geirði okkur tortryggilegar í aug- um hinna bandarísku lagavarða. Var nú skotið á ráðsteínu, um hvað til bragðs skyldi taka, og eft- ir nokkrar vangaveltur varð að ráði að afskrá okkur hið skjótasta. Var það tekið gott og gilt, og virt- ist þá í fljótu bragði allt í lagi og ekkert því til fyrirstöðu að ganga á land. En það kom þó fljótlega í Ijós, að svo einfalt var málið ekki, því að andartaki síðar voru látin þau boð út ganga. að menn ættu að skila bólusetningarvottorðum. Kom þá á daginn að aðeins tveir menn af allri áhófninni gátu stát- af slíku plaggi. Urðum við að bíða IlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.