Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Qupperneq 2
★★ Síðustu vikur hafa orðið
talsverðar umræður um launa-
mat og kaup og kjör ríkisstarfs
manna. Hafa þar ýmsir talið
sig vanhaldna, einkanlega í
samanburði við aðra. Meðal ann
ars hafa orðið hnippingar um
það, hversu hnika skuli kaupi
kennara eftir lærdómi þeirra
og prófum og tilkostnaði við
nám til undirbúnings starf-
inu. Nú ætla ég mér ekki þá
dul að blanda mér í þær um-
ræður, lærdómslaus maður, er
þó ber fyllstu virðingu fyrir
þeim, sem hann eiga í pússi
sínu. Aftur á móti virðist ekki
úr vegi að minnast þess, að
kennarastétt er til vegna nem-
endanna, sem hún á að manna
og fræða, svo að þeir vaxi að
þekkingu, skilningi og vilja til
gagnlegrar þátttöku í þjóðlíf-
inu, hver á sínu sviði. Kennara-
stéttinni ber þeim mun meiri
þökk og virðing sem hún leys-
ir þetta hlutverk betur af
hendi.
★★ Allir eru trúlega sammála
um, að hvort tveggja sé mikils
virði: að vekja og glæða og
miðla þekkingu og kunnáttu.
Mestir skólamenn hafa þeir að
h'kindum jafnan verið taldir, er
megnuðu að hrífa nemendur
sína, opna augu þeirra fyrir nýj
um verðmætum, tendra áhuga,
sem náði út yfir námsefnið,
hefja þá á hærra þroskastig.
Þeir kennarar, sem slíks eru
umkomnir, geta bókstaflega
gefið lífi margra nýtt inntak.
Þeim ber mikill heiður. En
aldrei verður það með tölum
táknað, hverju þeir koma til
vegar, þótt að því megi oft
leiða margvisleg rök, er fram
líða stundir. Þekking sú, sem
nemendum heyjast í skólum, er
aftur á móti þess eðlis, að hana
má mæla og meta með aðferð-
um, sem gefa að minnsta kosti
nokkuð örugga vísbendingu,
þótt ekki séu þær ætíð alls
kostar óyggjandi. Til þess er
prófum beitt í svo til öllum
skólum og einkunnir ákvarðað-
ar. Það er mælikvarðinn, sem
lagður er á nemenduma. Hér
er það, sem þeir verða að
standa eða falla, að minnsta
kosti hman veggja skólanna.
Sýni mælikvarðinn, að nemand
inn hafi tileinkað sér þá lág-
marksþekkingu, sem heimtuð
er, eða þaðan af meira, getur
hann gengið sína braut. Ella
lokast honum leið.
★★ Hér er það, sem mig lang
ar til að staldra ögn við. Mér
skilst, og að því þykist ég geta
leitt gild rök, að einkunnir nem
enda séu ekki einungis vitnis
burður um getu þeirra sjálfra
og ástundun, heldur segi þær
líka sína sögu um skólann og
getu og vilja kennaranna, sem
þar starfa. Það er sem sagt ekki
undir nemendunum einum kom
ið, hvernig þeim famast í námi,
heldur kemur þar einnig til
greina andinn í skólanum og
hæfileiki kennaranna til þess
að kenna: Það lag, sem þeir
hafa á því að laða og brýna
nemendurna til þess að taka á
við verkefnin og vekja áhuga
þeirra á þeim, hæfileiki þeirra
til þess að fjalla skýrt og skil-
merkilega um námsefnið og sú
samvizkusemi, sem knýr þá til
þess að leggja þá rækt, sem
ávöxt ber, við nemendur sína.
Lélegar einkunnir segja ekki
ævinlega þá sögu eina, að nem
endumir séu trassar eða skuss
ar — ef til vill eru þeir það alls
ekki þrátt fyrir lága einkunn —
heldur kann kennarinn að vera
maður, sem lent hefur á kenn-
arastól af misgáningu. Þetta
er talsvert veigamikið mál,
þegar þess er gætt, hve miklu
af Ufi sínu fjöldi ungra íslend-
inga ver innan veggja skól-
anna.
★★ Nú er það mikil kenning,
sem oft er ítrekuð, að hagnaðar
vonin sé 1 senn keyri og töfra
sj)roti í mannlegu samfélagi.
Eg skal játa, að mér finnst það
enginn fagnaðarboðskapur. Á
hinn bóginn felst í því réttlæti
að vissu marki, að hver beri
það úr býtum, er hann vinnur
til. og þó sérstaklega, að hver
og einn njóti þess, ef hann
leggur sig allan fram. Nú ætla
ég, að auðveldlega megi kanna,
hvað reynslan segir vera eigi
meðaleinkunn þeirra nemenda,
sem fengið hafa til dæmis sjö
í stærðfræði eða dönsku á
landsprófi, þegar þeir næsta
ár ganga til prófs í neðsta bekk
menntaskóla. Á sama hátt
mætti kanna, hvaða einkunna
er að vænta stig af stigi í skóla
kerfinu, ef allt er með felldu.
En þá gæti það líka verið hugs
anlegt fyrirkomulag, að þeir
kennarar, sem tekst kennslan
betur en í meðallagi. fengju
ábót á laun sín í hlutfalli við
árangurinn. Þá kæmj af sjálfu
sér, að langskólamennirnir f
kennarastéttinni yrðu betur
launaðir, svo fremi sem há-
skólapróf gera þá hæfari kenn-
ara, eins og telja verður senni
legt. En þjóðhagslega skipti
væntanlega mestu, að kennarar,
sem á annað borð láta sig ein-
hverju varða kaup sitt, reyndu
af fremsta megni að eiga við
nemendur sína það samstarf, er
beztan árangur gefur. Ég efa
að vísu ekki, að margir, mjög
margir, gera það af samvizku
semi sinni og trúmennsku einni
saman, án þess að til launanna
sé horft. En hér og þar kunna
þeir að leynast, sem þarfnast
einhvers þess meðals, sem ork-
ar eggjandi á alúðina.
J. H.
5*
T í M I N N — SUNMJÐAGSBLAÐ