Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 4
íslenzklr hestar og knapar á hestamannamóti. Ljósmynd: Si gurffur G. Norðdahl.). Norömaöur kennir Jót- um að meta kosti ís- lenzka hestakynsins Fyrir fimm eða sex árum fluttist unigur Norðmaður bú- ferlum til Danmerkur. Hann hér Frits Haug. Að nokkrum misserum liðnum tók hann á leigu tamningastöð í Tebbeve- strup við Randers, og litlu síðar stofnaði hann þar fyrirtæki, sem nefnist Jydsk Islandsheste Center. Þar era iiú urn fimm- tíu hestar, sem hann hefuir 'keypt hérlendis. Hann ber mikið lof á ís- lenzka hesta og staðhæfir, að engir hestar sóu jafnskemmti- legir. Kaupi menn hesta handa börnum sínum, sé siiúfsagt að kaupa islenzkan smihest, en þá líði ekki heldur á löngu, áður en faðirinn og móðirin komist að raun um, að þau geta einnig haft ánægju af því að bregða sér á bak, svo fremi sem þau kunna með hest að fara. Frits Haug hefur leita/.t við að sannfæra Jóta um þetta. Og honum hefuir orðið talsvert ágengt. Margir Jótar eiga skipti við hann. Sumir fá hesta leigða, aðrir festa kaup á hestum. Frits Haug er samt illa við, ef hann er kallaður hrossa- kaupmaður. Það er starfsheiti, sem ekki lætur vel í eyrum. Syndir gamalla skúrka hafa varpað á það skugga. Frits Haug selur ekki heldur hesta sína hverjum sem hafa vill- Hann vill vita það með nokk- urri vissu, að sá, sem kaupir hjá honum hest, fari þolanlega með hann. Svo mikla trú hefur Frits Hauig á vitsmunum íslenzkra hesta, að hann telur líklegt, að þeir geti orðið blindu fólki gagnlegir og ánægjulegir félag- ar. Hann er nú að temja fyrsta hestinn, sem hann ætlar blind- um bóndasyni. Mér tekist það áreiðanlega, segir hann, og þessi tilraun mín verður von- andi upphaf þess, að blint fólk fær hesta. sem það getur treyst. 52 TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.