Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Side 6
hér á landl eru mjög gagnlegar,
og að því er ég veit hefur hann
einn hér í Árnessýslu tekið og
reynt að ala upp hreindýrskálfa.
Þó að fyrsta tilraun hans um þetla
heppnaðist honum ekki, sýnir þó
sjálf tilraunin óþreytanlegan
áhuga hans að vinna gagn, þar
sem tilraun hans mundi, ef vel
hefði tekizt, hafa oröið upphaf
gagnlegs atvinnuvegar á íslandi,
sem með tímanum hetði ef tii v'll
veitt þúsundum manna framfæri.
Að öðru leyti er hann þekktur
sem vandaður og valinkunnur
dánumaður, og vil ég því mjög
mæla með umsókn ha.is til öflugs
stuðnings yðar hávelbormheita.
Skrifstofa Árnessýsiu 12. ágúst
1823
Undirgefnast
Th. Sveinbjörnsson.
Yðar hávelborinheit herra stipt-
amtmaður V. Hoppe.
Þessi umsókn Ófeigs bar þann
árangur. að honum voru veittir
fimmtán ríkisbankadalir sem verð
laun fyrir smíðar sínar og aðrar
framkvæmdir. Hefur sýslumaður
tilkynnt Ófeigi þetta með bréfi
þann 14. ágúst 1826 svohljóðandi:
„Með bréfi 15. júní í ár hefur
Suðuramtið tilkynnt mér til auglýs
ingar fyrir yður, að rentukammer-
ið hafi eftir bréfi sínu af 13. s.m.
í ár gefið yður 15 rbd. í seðlum,
handverki yðar til frama, hverra
peninga þér hafið að vænta hjá
landfógetanum. — Th. Svein-
björnsson.“
í sambandi við þessa verðlauna-
veitingu má geta þess, að Ófeigur
hefur síðan verið sæmdur silfur-
peningi, medalíu, að líkindum frá
Landbústjórnarfélaginu danska,
með áletruninni „ærulaun iðni og
hygginda.“ Þegar dánarbú Ófeigs
var skrifað upp, er medalían virt
til peninga, sem síðar verður að
vikið .
Árið 1834 mun Ófeigur hata
látið af búskap í Heiðarbæ. Tóku
þá jörðina tveir bændur, þeir Vig-
fús, sonur hans, kvæntur Önnu
Gísladóttur frá Villingavatni, og
mágur hans, Jón Kristjánsson (síð-
ar bóndi í Skógarkoti),_ er kvænt-
ist Guðrúnu, dóttur Ófe'^s. Þeir
mágarnir bjuggu saman f Heiðar
bæ um nokkur ár. Þegai Ófeigur
lét af búskap gerðist hann ásamt
konu sinni hútiKaður í Heiðarbæ
um tveggja ára skeið og stundaði
««.
þá smíðarnar eingöngu. Við mann-
tal í Heiðarbæ 1835 eru heimilin
talin þrjú og þetta fólk á þeim.
1. Jón Kristjánsson, 24 ára, kvænt-
ur húsbóndi.
Guðrún Ófeigsdóttir, 27 ára
kona hans.
Hildur Ófeigsdóttir, 37 ára
ógift vinnukona.
Sigríður Grímsdóttir, 10 ára,
tökubarn.
2. Vigfús Ófeigsson, 32 ára,
kvæntur húsbóndi.
Anna Gísladóttir, 28 ára. kona
hans.
Jón Jónsson, 19 ára, vinnumað-
ur.
3. Tómthús:
Ófeigur Jónsson, 66 ára, kvænt-
ur, lifir af smíðum.
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. 62
ára, kona hans.
Þorkell Þórðarson, 8 ára, töku-
barn.
Þann 29. nóvember 1835 andað-
ist Guðrún Ófeigsdóttir, kona Jóns
Kristjánssonar „af barnsförum“,
27 ára gömui, og lézt barnið með
henni. Höfðu þau Jón og Guðrún þá
aðeins verið hálft annað ár í
hjónabandi. Ætla má, að dóttur
missir með þessum hætti hefi ver-
ið þeim gömlu hjónunum, Ófeigi
og Þorbjörgu, nokkurt áfall. Ár-
ið áður en þetta gerðist hafði Ingi-
björg dóttir þeirra gifzt Vigfúsi
Magnússyni í Þormóðsdal, og
bjuggu þau nú að Suður-Reykjum
í Mosfellssveit. Það varð því að
ráði, að þau Ófeigur og Þorbjörg
tóku sig upp frá Heiðarbæ sumar-
ið 1836 og fluttust til dóttur sinn-
ar og tengdasonar að Suður-Reykj-
um.
Um svipað leyti og Ófeigur lét
af búskap hefur hann skipt hluta
eigna sinna og afhent börnum sín
um. Má af þeirri skiptaskýrslu sjá,
að hann hefur verið maður vel
efnum búinn, og einnig það, að
hann hefur viljað hafa hreina
reikninga við böm sin og ganga
frá þeim sjálfur áður en hann
var allur. Verður nú þessi skipta-
skýrsla birt hér að nokkru leyti
og niðurlagið af bréfi Ófeigs um
fjárskiptin, er lögð voru fram eft-
ir hann Iátinn:
„Lóðseðill Vernharðs Ófeigs-
sonar, vöruverð 248 rbd. 28 skild.
Lóðseðill Vigfúsar Ófeigssonar
249 rbd. 28 skild. Iéðseðill Ingi
bjargar Ófeigsdóttur 128 rbd. Til
eldri Guðrúnar Ófeigsdóttur 128
rbd. Til Hildar Ófeigsdóttur 128
rbd. Til yngri Guðrúnar Ófeigs-
dóttur 139 rbd. 84 skild. Hljóp
þessi fjárhæð til samans eða eins
og Ófeigur sjálfur orðar það. „Til
ailra yfir höfuS“ 1021 rbd. 34
skild. —
„Allt hér að framan skrtíað
hvört eitt barnanna af mér tekið
að öðru óreiknuðu, bæði fatnaði,
reiðtygjum öllum og fénaði, er þau
hjá mér uppólust eftir hvörs þeirra
heppni og þau sem ógift við mig
skildi, afhenti ég þeim 10 rbd.
vöru verðs óreiknað eður óskrifað
á móti veizlukosti þeirra, sem gtít
fóru frá mér. utan Vernharði. Og
þar við foreldrar þeirra héldum
ekki rítir fjórða part af eignm
okkar á móti því, er bövnin okkar
meðtóku, þurfa þau þess vegna
ekki að vona til arfs eftir okkur
fyrr en bæði erum við skilin. En
falli svo, 'að ég deyi á undan
henni, hef ég beðið báða hrepp-
stjórana, signor Magnús Bjarna-
son, frænda minn á Kollafirði, og
signor J.B .Stephensen á Korp-
úlfsstöðum, að taka hana að sér
til umsjónar og ráðstöfunar eftir
því, sem þeim kemur saman um
og sýnist haganlegast og þénugast
hvað ég bið guð þeim bezt að launa,
ef til þess kemur.
Ófeigur Jónsson“.
Ófeigur dvaldist ásamt konu
sinni á Suður-Reykjum um sjö ár
eða til dauðadags. Hann virðist
hafa haldið heilsu og vinnuþreki
nofckru fram til þess síðasta og
varið öllum stundum sívinnandi
að smíðum. Ilann smíðaði enn
sem fyrr mikið af rokkum, og
voru fjórir fullsmíðaðir eftir hann
látinn. Hann stundaði sem fyrr
jöfnum höndum tré- og máim-
smíðar, og söðlasmíði fókkst hann
við fram á síðasta ár. Til er reikn
ingur eftir Ófeig yfir útistandandi
smíðalaun í ágúst mánuði 1841.
Gefur hann góða hugmynd um
verk hans, vinnubrögð og verðlag
á þeim. Verður hann því birtur
hór til fróðleiks:
Á Jörfa á Kjalarnesi rokkverð
3 rbd. 48 skild.
Hjá Sveini á Helgafelli rokk-
verð 3 rbd. 48 skild.
Hjá Ólafi í Reykjakoti spesiu-
barnstokk 2 rbd. 32 skild.
Hjá Jóni Guðmundssyni Reykj-
um af rokkverði og treyju 3 rbd.
48 skild.
Iljá Narfa á Mosfelli af rokk-
verði 10 fiska. 1 rbd.
T f 1W T N M
e,iTVMimíC«:i)í i n