Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 13
fara flj6tt yfir sögu: Ég kvæntist
Konan mín hafði þá alveg nýlega
lokið námi í læknisfræði, en auk
hinnar almenmu menntunar sinnar
í faginu. hafði hún sérstakan
áhuga á afbrigðilega gefnu fóTki.
Þar sem við nú vissum það bæðl,
að áhugamál okkar féllu svo ákjós-
anlega saman, á'kváðum við að
drífa okkur til útlanda til þess að
afla okkur meiri menntunar á
þessu sviði. Við fórum til Sviss
skömmu eftir að við höfðum geng-
ið í hjónaband, og þar sbundaði ég
nám í meðferð afbrigðilegra barna.
— Varstu lengi þar?
— Það urðu þrjú ár, sem ég var
í Sviss, en í heimleiðinni stað-
næmdist ég í Danmörku og var
eitt ár við nám þar. Að þessu
loknu kom ég heim til íslands.
Það var haustið 1955.
— Hvað tók svo við, þegar heim
kom?
— Fyrsta janúar 1956, með öðr-
um orðum örfáum mánuðum eftir
heimkomuna, hóf ég störf við
Kópavogshælið, sem þá hafði starf-
að í rúm þrjú ár, og hér hef ég
verið síðan.
— Starfsemin hér hefur auðvit-
að verið smá i sniðum fyrst?
— Já. Kópavogshælið tók til
starfa 13. desember 1952. Þann
dag komu fyrstu tveir vistmenn-
irnir, og þá var fyrsta deildin hér
tilbúin. Nokkrum vikum síðar, eft-
ir áramót þann vetur, voru pilt
arnir á Kleppjárnsreykjum fluttir
á Kópavogshæli, sem einungis var
fyrir pilta fyrst í stað.
— Hvenær fóruð þið að taka
vistfólk af báðum kynjum,
— Tvær fyrstu kvennadeildirn-
ar tóku til starfa 16. júlí 1958. Um
næstu áramót voru deildirnar orðn
ar fjórar og vistmenn 72, 31 stúlka
og 41 piltur. Árið eftir bættist svo
ein kvennadeild við. Vorið 1962
fluttust starfsstúlkur. sem búið
höfðu í eldri húsunum hér, í nýtt
s-tarfsmannahús og þá var hægt að
stækka hælið um eina deild. Var
vistfólk þá við árslok 99 manns og
vistmannadeildirnar orðnar sex.
— Þetta hefur þokazt svona í
áttina hjá ykkur?
— Ojá. Víst hefur það alltaf
sigið í áttina. Árið 1963 var haf-
inn undirbúningur að byggingu
nýrra hælisdeilda. Ákveðið var að
byggja þrjár fimmtán manna
deildir ætlaðar karlmönnum.
Tvær fyrstu deildirnar voru tekn-
ar í notkun 24. septvmber 196H, og
voru þá vistmennirnir í lok þess
árs orðnir 140, það er að segja
87 piltar og 53 stúlkur.
— Hvað eru vistmennirrir
margir núna?
— Nú eru hér 153 vistmenn. 96
piltar og 57 stúlkur.
— Á hvaða aldri er þetta fóik?
— Tæpur þriðjungur vist.manna
er innan við tvítugt. Og það vil ég
taka fram, áður en við höldum
lengra, að þetta er mun fleira vist-
fólk en núverandi húsnæði er gert
fyrir. Ástæðan til þess ,að við höf
um tekið hingað fleira fólk en hús-
rýmið raunverulega þolir, er ein-
faldlega sú. hve óskaplegur skort-
ur er á hælisrými fyrir svona sjúkl-
inga. Og þó hefur efcki verið hægt
að sinna umsóknum, sem taldar
hefðu verið hrein neyðartilfelli í
nágrannalöndum okkar.
— Eru ekki uppi áform um að
stækka hælið?
— Núna eru í byggingu tvær
barnadeildir, sem eiga að rúma
tólf börn hvor. Þessar byggingar
eru fokheldar núna, og ég vona, að
þær verði langt komnar að ári
liðnu.
— Og hvaðau koma peningarn-
ir til þessara framkvæmda?
— Alltí sem byggt hefur verið
hér síðan árið 1959, hefur venð
gert fyrir framlög úr styrktarsjóði
vangefinna, sem var, eins og kunn-
ugt er, stofnaður að tilhlutan
Styrktarfélags vangefinna.
— Hvaðan hefur styrktarsjóður
vangefinna fjármuni sína?
— Vorið 1958 samþykkti al-
þingi lög um aðstoð við vangefið
fólk. Þá var samþykkt að leggja
sérstakt gjald á öl og gosdrykki,
svokallað tappagjald, og skyldi það
Björn Gestsson.
(Ljósmyndir: Tíminn GE)
fé, sem þannig safnaðist. notað t'i
þess að reisa fyrir það .stofnanir
handa vangefnu fólki. Þessi sjóð-
ur er í vörzlu félagsmálaráðuneyt-
isins, og það ráðstafar fénu að
fengnum tillögum Styrktarfélags
vangefinna. Síðan sjóðurinn var
stofnaður hefur gjaldið tvisvar ver
ið hækkað, það var árið 1962 og
1966.
Áður en farið var að veita úr
sjóðnum, telst mér svo til að um
það bil eitt hundrað hælisrúm hafi
verið til á landinu öllu og auk þess
sextán rúma deild, sem var í smíð-
um hér í Kópavogi.
rÍIUINN
SUNNUDAGSBLAÐ
61