Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 14
— Hvað skyldu vera mörg hæl-
isrúm á öllu landinu núna?
— Mér telst svo til. að þau séu
rétt um tvö hundruð og sextíu.
Rétt er þó að geta þess, að bæði
nú og áður eru fleiri vistaðir á
þessum stofnunum en húsrýmið er
ætlað fyrir.
— Það er sem sagt alltaf ásetið
og meira en það?
— Já, mikil ósköp. Framkvæmd
irnar fullnægja ekki þörfinni, enn
sem komið er. íslendingar eru nú
orðnir tvö hundruð þúsund, eins
og öllum er kunnugt, og senni-
lega er ekki of hátt áætlað, að
þjóðinni fjölgi um hálft fjórða til
fjögur þúsund á ári næstu árin.
Sé það rétt, sem mér sýnist, að
okkur vanti um það bil 140 hælis-
rúm til viðbótar núna, táknar
þetta það, að við þyrftum að taka
í notkun fimmtán hælisrúm annað
hvert ár til þess að mæta aukn-
um fólksfjölda.
— Það er nú þegar orðið Jjoft
af samtali okkar, Björn, að hér
komast færri að en þurfa, en þó
mun þurfa talsverðan mannafla til
þess að sinna öllum þessum sjúkl-
ingum. Hversu fjölmennt starfslið
hafið þið hér?
— Við hðfium fjárveitingu
handa sjötíu og fimm manna starfs
liði, og eru þá allir meðtaldir, frá
yfirlækni til gangastúlkna. Hér
eru tveir læknar, ein yfirhjúkrun-
arkona og önnur, sem leysir hana
af. Kennarar eru hér þrír, tveir
almennir kennarar, sem reyndar
kenna einkurn handavinnu. og svo
einn tónlistarkennari. Tónlist hef-
ur miklu hlutverki að gegna á
svona stað. Auk þessa fólks eru
svo sérmenntaðar gæzlusystur og
almennt starfslið.
— Þú minntist þarna á sér-
menntaðar gæzlusystur. Hvar hafa
þær fengið menntun sína?
— Þær hafa nú fyrst og fremst
fengið hana hér. Þetta herbergi
hérna til hægri er kennslustofan
þeirra. Hér kenna læknarnir þeim
um sjúkdóma og meðferð lyfja, og
ég kenni uppeldis- og sálarfræði.
— Hvað eru margir nemendur
hjá ykkur núna?
— Þeir eru fjórtán og kennslu-
stundirnar tvær.
— Eru ungar stúlkur fljótar að
ná valdi á því að umgangast sjúk-
linga af þessu tagi?
— Já, það l'emur mjög fljótt.
Auðvitað eru öll störf þannig, að
Kennari aS sýna nemendum, hvernlg belta á söginni.
það tekur fólk ofurlítinn tíma að
komast inn í þau. Þannig er það
á öllum vinniustöðium og líka hér.
Það tekur til dæmLs nokkurn tíma
hérna að læra að þekkja alla sjúk-
lingana með nöfnum. En ef þú átt
við það, hvort nemarnir okkar þjá-
ist af hræðslu eða óhugnaði, þá get
ég fullvissað þig um, að slíkt er
fjarri öllu lagi. Jafnvel þótt slíkt
geri eitthvað ofurlítið vart við sig
allra fyrst, þá fer það undir eins
af. Og þegar fólk sér, hve þörfin
fyrir það er brýn, þá verður áhug-
inn á verkinu öllu öðru yfir-
sterkari.
— Hvernig er með heimsóknir
til þessa fólks hér?
— Heimsóknir eru leyfðar. og
þær eru meira að segja æslúlegar.
— Á virkum dögum eru engir fast-
ir heimsóknartímar, en á helgum
dögum koma svo margir, að ekki
verður hjá því komizt að setja tím
anum einhverjar skorður. Þá hefst
heimsóknartími um hádegi og
stendur til klukkan fimm síðdegis,
en endist þó oft nokkru lengur.
— Ég sé hér nokkurs konar
skólatöflu, og eru þar á lauslega
límdir renningar — önnur ræman
svört, en hin rauð. Þær mynda í
sameiningu mannsnafnið Halli. Er-
uð þið að kenna sjúklingunum lest-
ur?
— Það er nú ekki hægt að kalla
það því nafni. Hingað er fólk ekki
sent, nema það sé veikara en svo,
að hugsanlegt sé að kenna því að
lesa. Þó eru sumir svo á vegi stadd
ir, að þeir geta lært að þekkja
nafnið sitt, ef þeir sjá það á prenti,
þótt þeir séu ólæsir með öilu. Aft-
ur á móti geta margir lært ýmis-
lega handavinnu.
—■ Já, þarna stendur vefstóll. Er
hann notaður af 'sjúklingum?
— Já. Það sem í stólnum er
núna, er unnið af vistfólki hér, og
teppið, þarna uppi á veggnum, það
er líka unnið af sjúMingum hérna.
Það er líka talsvert gert að því
að búa til burstang kústahausa.
— Seljið þið ef til vill slíkar
vörur hé.r?
—■ Nei, ekki er það nú. Að
mestu leyti fara þessir hlutir til
notkunar hér á hælinu, en ef eitt
hvað verður afgangs, tekur skrif-
stofa ríkisspítalanna það af okkur
og kemur því í verð.
— Það er þanirig ekki hægt að
segja, að fólk sé iðjulaust hér?
— Nei, það er nú öðru nær.
Margir sjúklingarnir eru hinir
62
T í M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ