Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 16
Gleymið ekki að hafa
samband við Þjóð-
minjasafnið eða
Sunnudagsblaðið.
'ií'i .1
HaiwMiafci
'W'y Sntðið á búningnum seg
ir Hl um útlendan upp-
runa sinn, enda er myndin
tekin i Kaupmannahöfn. Eigl
að síður mun konan íslenzk.
1 11 Þessi piltur er aftur á
* ■k^ múti Austfirðingur eða
i tengslum við Austurland.
Björn Ólafsson á Vopnafirði
hefur tekið myndina.
drenginn var farið til Parísar og
Itard, lækni við daufdumbraskóla
í París, falið uppeldi hans. Itard
aðhylltist kenningar Rousseaus og
hélt þvi fram, að allar hugmyndir
mynduðust við þá reynslu. sem
aflað væri með skilningarvitunum.
Þar sem drengurinn var mjög
sljór, byrjaði Itard að æfa skiin-
ingarvit hans á skipulegan hátt. Á
fimm árum tókst honum að kenna
drengnum svo mikið, að hann gat
gengið um á meðal fólks án þess
að vekja á sér sérstaka athygli.
Honum tókst þó ekki að kenna
honum meira en honum var áskap-
að að geta numið. Hann varð aldrei
betur talandi en barn á þriðja ári,
og greindin sambærileg við það.
Itard varð víst aldrei Ijóst, að
drengurinn var fáviti, en engu að
síður var þetta • ein af fyrstu til-
raununum til uppeldis vangefins
einstaklings, sem fræðileg lýsing
er til á. Lærisveinn Itards, Seguin,
sem starfaði í París, hélt þeim hug-
myndum fram, að andlegur van-
þroski væri læknanlegur með því
að þjálfa skilningarvitin. Kenning
ar hans reyndust að vísu ekki rétt-
ar. en sá árangur, sem hann náði
með uppeldi og kennslu, varð til
þess, að farið var að gefa þessum
málefnum verulegan gaum.
— Hvar og hvenær var fyrsta
fávitahælið stofnað?
— Fyrsta hælið fyrir vangefið
fólk var stofnað í Austurríki árið
1828 af kennara, sem hét Guggen-
mos. Það var hæli handa fólki, sem
haldið var sérstökum sjúkdómi,
sem kallaður er kretinismus, og
var nokkuð algengur í sumum hér-
uðum í Ölpunum, en þessum sjúk-
dómi fylgir andlegur vanþroski.
Árið 1840 stofnaði svissneski lækn
irinn Guggenbiihl hæli á Abend-
burg í Bernarkantónu í Sviss, og
upp úr því fór að koma skriður
á þessi mál í Evrópu.
— Voru Norðurlandabúar held-
ur aftarlega á merinni í þessu
efni?
— Nei, hreint ekki. Danir voru
einmitt með þeim fyrstu. Þar var
stofnuninni Gamle Bakkehus kom-
ið á fót árið 1854. Aftur á móti
vorum við, íslendingar, einni öld
á eftir nágrönnum okkar.
— Þar sem við erum nú aftur
komnir með hugann heim til ís-
lands, langar mig að víkja betur
að starfi þínu hér á hælinu. Mér
dettur ekki í hug að efast um, að
þú sért hér réttur maður á rétt-
um stað, en er nú ekki samt sitt
af hverju erfitt í þínum verka-
hring hérna?
Framhald á 70. síðu.
Piitur við vefnað.
64
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ