Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Side 17
Skinin bein og brotin vopn Skyggnzt inn í hugarh.eim fólks fyrir 1400-2000 árum Heimsveldi rísa á legg o.g líða undir lok. Öll dýrð er fallvölt, og þeir striðsfánar, sem með mestu drembilæti eru dregnir að húni, eru fyrr en varir höggnir niður o*g troðnir fótum. Hingað til er það næturgalinn, sem hefur hrósað sigri eftir allar styrjaldir — liam- ingjunni sé lof. En kannski brevtir mengunin því. Fyrir tvö þúsund árum voru það Rómverjar, sem hæst hreyktu sér. Þeir töldu sig borna til þess að ríkja yfir heiminum, og þegar þeir sendu hersveitir sínar inn í lönd barba-ranna, héldu þeir sig ekki að- eins vera að auka veldi sitt og dýrð, heldur einnig veita vesölum og siðlausum þjóðflokkum hlut- deild í mikilli blessun — menn- ingu sinni, stjórnvizku og þjóðfé- lagsháttum, sem væru öllum betri á jarðríki. Menn í hinu háþróaða stórveldi litu siðu, lífsháttu og hug- myndir annarra smáum augum. Rétt eins og gerist enn í dag, þótt nöfnin, sem þjóðirnar bera, séu önnur en fyrrum. Það vakti mestu furðu róm- versku drottnaranna, og auðvitað megna reiði, hve þjóðir þær, sem bjuggu við jaðra Rómaveldis, voru tregar til að játast undir róm- verska forsjá og veita blessun róm- verskrar menningar viðtöku. Þeir botnuðu hvorki upp né niður í svo heimskulegri þrákelkni, fremur en til dæmis Bandaríkjamenn á okk- ar dögum virðast geta áttað sig á þeim undrum, að þeir eiga ekkí almennum vinsældum að fagna í Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku. Og Rómverjar létu náttúrlega ekki bjóða sér það, að forsjá þeirra væri hafnað. Það voru frumstæðar, vanþróaðar þjóðir, sem bjuggu við útjaðra ríkisins, og drottnurum í Róm, herforingjum þeirra og emb- ættismönnum, sýnist það Jétt verk og löðurmannlegt að kenna þeim betri siði. En þar skjátlaðist þeim. Það var sem sé ekki e;n- sýnt, að hinn voldugi her Rómverfa igæti allitaf ög ævinlega biofið undir sig fátækar og frumstæðar þjóðir. Þar sem frelsishvötin var rí'kust og viljinn til sjálfstæðs i)fs sterkastur, reyndist hin rómverska hernaðarlist ónóg. Þar gerist sama sagan og í Víetnam á okkar dog- um. Rómverjar urðu meira að segja að reisa landamæravirki, svo að þeir ættu ekki á hættu, að hin- ar ósiðnðu grannþjóðir hrifsuðu af þeim eitthvað af því landi er beir höfðu þegar lagt undir sig. Þegar friðsamlegra var, gripu Rómverjar til annarra ráða. Það voru ráð, sem koma okkur kunn- uglega fyrir sjónir og vitna enn um það, hve fátt hefur breyt.zt 1 háttum stórvelda, sem eru að reyna að verða enn meiri stórveldi. Þeir reyndu að kaupa sér vináttu barb- aranna. Höfðingjum þeirra voru sendar dýrar gjafir og kapp lagt á að sýna þeim sem mestan sóma, auðvitað í þeirri von, að þeir blíðkuðust við það og gæfu færi á sér og landi sínu. Um þetta vitna dýrindis munir rómverskir, sem fundizt hafa í norðurþýzkum og dönskum höfðingjagröfum fil dæmis. Vafalaust hefur Rómverj- TÍMINN — SUNNUDAGSBLA® 65

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.