Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 7
BrúSkaupsdagur i norsku byggðarlagl, þar sem þjóðbúningar tlðkast enn m hr m i »• i • : 1 allra landa sinna, og fórst ólafi þar að vísu betur. En verr mun nú sá árós vera fallinn til slíks kappleiks en þá vegna óhreininda, sem veitt mun vera í ána frá borg- inni, og má þó vera, a'ð hún haldi enn sumum fornum einkennum. Þannig er hún enn einkennilega dökk á að líta, réttnefnd svartá, og gat nafni minn þess til, að heitið Nið hafi verið dregið af því. Samanber orðin niðdimmur og niðamyrkur. Þann 28. ágúst, eftir að hafa gist tvær nætur í timburhóteli Nið- aróss, tókum við okkur enn nokkra ferð á hendur, og nú norð- ur í Veradal. Var leiðin þangað um þriggja tíma akstur eða lík- lega um 150 kílómetra, og lá hún mest með sjó fram. Byrjuðum við á, þegar norður kom, að útvega okkur gististað á Veradalseyri, sem er þorp nærri sjó, og héldum síðan gangandi til Stildastaða, sem eru um fjórum kílómetrum innar í dalnum. Veðrið var heitt, og lagði ég mig til svefns á grasi- vöxnum hóli, mjög nærri því, sem hinn frægi Stiklastaðabardagi fór fram seint í ágúst 1030. Ekki man eftir því, að mig dreymdi þarna neitt, en um leið og ég vaknaði, sem var einungis af móki eða stuttum blundi, gerði ég mér ljós- ara en áður, úr hvaða átt og hvað- an konungsherinn sótti þarna fram, og var okkur síðar tjáð, að þar hafi ég haft rétt fyrir mér. Þegar við vorum á leiðinni til Stiklastaða frá Veradalseyri, vænt- um við þess vist, að kirkian þar yrði það hús, sem mest bæri á. En það var lengi, að okkur tókst ekki að koma auga á hana, því að svo er hún þarna á lítt áber- andi stað, og benti umsjónarmað- ur hennar okkur á það síðar, hví- líkt vitni þetta væru um sannleiks- gildi fornsögunnar. í Heims- kringlu segir frá því, að her kon- ungs hafi í fyrstu staðið nokkru ofar en her bænda, og þaðan hafi hann hafið snarpa sókn, sem vegna mikils liðsmunar fjaraði út, þegar niður á jafnsléttu var komið. Var TIMINN - SUNNUDAGSBLAU 319

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.