Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1971, Page 14
Scott gerði sér betri grein fyrir þeim breytingum, sem áttu sér stað í Skotlandi um daga hans en flest- ir aðrir rithöfundar, og af því að þessar breytingar voru honum ekki að skapi, hugsaði hann mik- ið um gang sögunnar almennt. Á dögum Scotts var Skotland að breytast úr bændasamfélagi í iðn- aðarþjóðfélag. Náttúrlega var þessi breyting hægfara og aldrei alger. En hún var nægilega hröð til þess, að vakandi menn á borð við Scott gæfu henni gaum, og segja má, að hér hafi verið um að ræða þátt í þeim breytingum, sem að dómi marxista eru umskipti frá lénsskipulagi til kapítalísks þjóðfélags. Marxistum geðjast ekki að kapítalisma og bíða þess með óþreyju, að sósialskt þjóð- félag taki við. Scott geðjaðist ekki að kapítalisma og hefði gjarnan kosið, að þjóðfélag lénsskipulags- ins hefði enzt. Þetta er ein ástæðan til þess, að í ljóðum hans og 'sögum birtist ást á fortíðinni — ekki aðeins sú ást. á smáatriðum tengdum liðnum tíma, sem kemur fram hjá mörgum sagnfræðingum, er skrifa visindalegri, en jafn- framt leiðinlegri, verk en Scott. Áður en Scott hóf að rita um liðna tíma, hafði hann lesið býsn- in öll um sögu og 'hlýtt á frá- sagnir gamals fólks. Hann gat ávallt ferðazt til horfinna heima, sem voru honum að mörgu leyti kærari en samtíminn. En Scott var þessa fyllilega meðvitandi og fannst, að þetta viðhorf væri að sumu leyti miður æskilegt. Af þessum sökum er ein athugasemd Scotts um fornnorrænar bókmennt ir athyglisverð. Hana er að finna í fyrstu skáldsögu hans. Waverley, sem kom út árið 1814 Scott, grein- ir frá þeim bókum. sem söguhetj- an,. Edward Waveriey, las > æsku. Hann telur upp bækur frá ýmsum skeiðum evrópskrar hókmennta- sögu og endar upntalninguna á þennan hátt: „The earlier literature of the northern nations did not escape the study of one who read rather to awaken the imagination than to benefit the understanding. And yet, knowing much that is known -but to few, 'Edward Waverley might justly be considsred as ignorant, since he knew little of what adds dignity to man and qualifies him to support and adorn an elevated situation in society.“ Nú kann svo að virðast í fyrstu, að Scott kveði upp strangan dóm yfir fomnorrænum bóbmennt- um, að þær séu ef tU vill skemmti- legt lestrarefni, en ekki gagnleg- ar nema sem dægrastytting ín gagnrýnendur eru á einu máli um það, að Edward Waverley sé á margan hátt,/»f að því er bóklestuf varðar, eftirmynd Scotts sjálfs á unga aldri. Og hafi Scott lesið fornnorræn bóbmennta verk 1 æsku og haldið því áfram alla ævi ,þá er óhugsandi, að hann hafi í raun og veru ekki haft jákvæðari skoðanir á þeim en til- vitnunin virðist bera með sér. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi at- hugasemd Scotts sé aðeins eitt dæmi um viðhorf hans til fortíðar- innar almennt. Sé þar rétt, að Scótt hafi haft jafnmikla andúð á kapítalisma og marxistar nútímans, þá er það ekki undrunarefni, að ýmsar snjöllustu hugmyndir, sem fram hafa komið um Scott, sbuli vera að finna í ritum Ungverjans Luk- ács, hins snjalla, marxíska gagn- rýnanda, einkum í Um sögulegar skáldsögur. Af skiljanlegum ástæð um veit Lukács minna um skozka sögu en margir Skotar, en varla hefur nokkur Skoti ritað af meiri skynsemi um Sir Walter Scott, og stöndum við í þakkar- skuld við þennan snjalla gagn- rýnanda fyrir framlag hans. Lukács sýnir fram á, að Scott var í raun réttri raunsær rithöf- undur, haldinn fáum af þeim róm- antísku grillum, sem algengar voru meðal samtíðarmanna hans. Scott kunni að meta hetjudáðir og ævintýraþrá víkingatímans, en hann vissi, að þetta tímabil heyrði fortíðinni til. Hann dáðist að hetju- due þeim og hinni sönnu vináttu milli ættingja og milli landeiganda og landseta, er fyrirfannst í Skot- landi lénstímans, sem var að hverfa á braut á dögum Scotts. En Luk- ács sýnir okkur fram á það, að Scott vissi, að þessi heimur var að hverfa fyrir fullt og allt á sama hátt og víkingaöldin áður fyrr. Framþróun sögunnar yrði ekki stöðvuð, og kapítalismi og gróðahvöt myndu marka mann- kyn.sstefnu i framtíðinni. Scott á heimtingu á því að kallast mikill raunsæismaður og mikill rithöfund ur, af því að hann lýsir þessari þróun í sögum sínum og hvikar ekki frá staðreyndum, sem eru ógeðfelldar. Ef lesendur bóka Scotts langaði til að kynnast blóð- þyrstum vrkiingum eða blóðþyrst- um, skozkum Hálendingum, þá skorti hann ekki fjármálavit til að láta þeim það í té, sem þeir sóttust eftir. En í öllum beztu bókum sínum leyfir hann lesendum ebki að dást að söguhetjum úr fortíðinni án gagnrýni. Haraldur hugdjarfi getur engan veginn talizt í hópi beztu verka Scotts, en hann ætlast ekki til, að jafnvel sú hetja sé hefin yfir gagnrýni. Á hinn bóginn mun Ian Flemming hafa viljað, að lesendur dáðust skefjalaust að James Bond. Og þar sem njósnarar fyrirfinnast nú að dögum, en engir víkingar voru til á dögum Scotts, þá hefur Flemming síður afsökun fyrir skrifum sínum. Scott virðist hafa verið þeirrar skoðunar, að fólk ætti að lesa fornnorrænar bók- menntir og dást að hetjuhug þeirra persóna, sem þar eru leidd- ar fram, án þess þá að ímynda sár, að hægt sé að lifa á sama hátt í samtímanum. Þetta eru góð ráð — undanfari þess viðhorfs fræði- manna á nítjándu og íuttueustu öld, að íslendingasögur og aðrar fornnorrænar bókmenntir eigi að rannsaka með hliðsjón af þjóð- félagsháttum á miðöldum. En ef til vill er jafnvel hinn varfærnasti fræðimaður á vorum dögurn ófær um að fylgja ráðum Scotts út i yztu æsar. Vera má, að allir þeir, sem lesa norræn fornrit nú, minn- ist þess að beita varkárni. þegar þeir skrifa um þau fræðilegar bæk- ur og greinar, en ef til vill tekst engum lesanda þeirra að útiloka með öllu þá ímyndun, að hann sé sjálfur víkingur. ' Æ Ingi Sigurðsson þýddi, V T 1 M I N N - 326 SUNNUDAGSRI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.