Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Page 2
 frk Ef treysta má fræðum okk ar fornum, áttu sanntrúaðir for feður okkar sér þá dýrasta ósk og von fyrir þúsund árum, að þeir kæmust á ævinlega vist með Óðni í Valhöll. Sá var tal inn háttur vistmanna hans, að þeir sátu að sumbli kvöld hvert, en gengu að morgni út að berj ast. Sakaði ekki, hver þar féll, því að allir risu úr valnum jafn heilir, undir það að horna- skvaldrið hófst á ný. Þar missti enginn neins í. Þess konar sælu fengu þó þeir einir notið, er vopnbitnir höfðu orðið í þeim heimi, þar sem dauðinn er ó- afturkallanlegur. Með gildum rökum gátu menn samt treyst því, að allmikið mannval yrði á bekkjum í Valhöll, því að talsverð brögð voru að víga ferlum og mannhefndir tíðar (þótt það virðist í fljótu bragði skjóta skökku við, að menn skyldu endilega vilja kála þeim, er gert höfðu á hluta þeirra, úr því það jafngilti aðgöngumiða að sæluvistinni). •ifk Nú á enginn sverð fram ar, og þaðan af síður atgeir eða krókaspjót. Við erum orðnir fágað fólk, niðjar víkinganna, og brúkum bara kjaft í senn um okkar, oftast með þeirri for sjá, að það komi okkur ekki í koll. Þetta stafar þó ekki af því, að okkur hrjósi hugur við að leggja líf og limi í hættu. Hugprýði kynstofnsins er enn söm við sig. Ný öld hefur bara gefið okkur nýja guði og nýja dýrð. Við herjum hvorki á Vinda né Skota né liggjum í mannskæðum ættarerjum. Aft ur á móti ökum við bílum af því geigleysi, að talsvert mann fall fylgir, auk á að gizka tvö hundruð milljóna króna tilkostn aðar í sködduðum eða ónýtum ökutækjum á ári hverju. Hvert bæjarfélag landsins, er ein- hverja sjálfsvirðingu hefur, lumar á dálitlu sýnishomi því líkra gripa — ef ekki á almanna færi, þá að minnsta kosti á ein- hverjum afviknum stað. ☆☆ Til uppörvunar þessari hugprýði, sem iðkuð er á göt um og þjóðvegum landsins, sýn ir sjónvarpið okkar alltaf annað veifið, hvernig þvílíkur garp- skapur er stundaður í útlandinu, þar sem allt er til fyrirmyndar. Viðlíka títt og nýtt tungl kvikn ar er brugðið upp lærdómsrík um myndum: Bílar geysast áfram á tvö eða þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund, fara í loftköstum fram af mis hæðum og leggjast nálega á hliðina í beygjum. Þetta er afskaplega tilkomumikið, í senn snilli og hetjudáð og raunar eins konar guðsþjónusta, sem sízt af öllu má spotta eða fara um gálausum orðum. Því þaraa birtist nútímaafbrigði hinnar gömlu og góðu trúar, sem ge-'ði skeggjaða víkingana svo ó- trauða með sverðið. Þessir pilt- ar, sem við sjáum á sjónvarps feldinum, sitjandi svona líka kampakátir við stýri, hljóta að vera haldnir logandi löngun til þess að hreppa eilífa gistingu hjá einhverjum himna-Fordi í hundrað strokka dýrðarríki, og forsenda þeirrar dásemdar er líklega að drepa sig á hjóla tík. Svoleiðis trú þarf auðvitað á trúboði að halda eins og önn ur mikils háttar trúarbrögð: Veltið bílum og gerið allar þjóð ir að mínum lærisveinum. Öðrum guði mun nú ekki dyggilegar þjónað hér en þeim hinum mikla Ford fyrir hand- an, sem heimtar sem hemjulaus astan akstur. Þá mætu íþrótt iðka menn hér alla daga af sannri trú og dyggð, og mesta kappi og staðfestu. Núna um páskana enduðu til dæmis tveir fræknir kappar langa þeysi ferð í loðnubing suður með sjó, og höfðu áður ekið á hundr að og fjörutíu kílómetra hraða gegnum þéttbýlið milli Reykja víkur og Keflavíkur, stundum vitandi vits og fyrir hreysti sak ir og hugrekkis á öfugum veg arkanti, svo að aðrir vegfarend ur mættu skynja, að þar voru ekki neinir aukvisar að bregða sér bæjarleið. Það tilheyrir að sjálfsögðu einnig þessum mann flokki að aka á hvað sem fyrir er: Djöflast yfir hvern skógar runna, sem í námunda er, ef vikið er út af vegi í sveit, rista sundur brekkur og grundir og tæta allt niður í svörð, er und an getur látið. Umfram allt verð ur að sigra hvern hól og hverja strýtu á þann hátt, að þess sjá ist glögg og ótvíræð merki. Kögunarhóll og Meyjarsæti eru búin að fá á baukinn hjá þess um framtakssömu snarförum, sem setja metnað sinn í að eira engu. Má merkilegt heita, að enginn skuli hafa freistað þess að aka upp á Lögberg og dregst varla öllu lengur, að einhverjir loðnubingshetjur leggi þar til atlögu. J. H. 4 ir T t M I N N SUNNUDAG8BLAÐ /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.