Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 3
Það er um fengitímann, sem voðinn er vís, ef tveim törfum lendlr samann. Það rennur á þá berserksgangur, og þeir berjast upp á líf og dauða. Sá óstyrkari hnígur að velli, ef hann flýr ekki í tæka tíð. Oftast nægir stærstu törfunum að sýna hornin. „Brýnið hnífana, áður en þið farlð inn," kvað hafa staðið á spjaidi við danspall á þekktum skemmtistað i Svíþjóð. Kett- ir hvessa klærnar, og elgtarfar nudda hornin við trjástofna. Á haustin heyja þeir mikla bardaga, svo að glymur í skóg- inum. Sum dýr beita einkennilegum bar- dagaaðferðum. Kengúrur sparka með afturfótunum og löðrunga hvor aðra. Skæðasta vopnið er þó halinn. Með honum getur kengúra dauðrotað mann í fyrsta höggi. Sauðnaut eru sterk dýr. Tarfarnlr ganga aftur á bak sem næst tuttugu metra og renna síðan saman, svipað og hrútar. Þá bergmálar í fjöllunum. Sá, sem fyrr dettur á hné, lætur f minni pokann. Broddgöltur er smávaxinn. Samt getur hann orðið herskár á vorin. Hárin reisa sig, þegar tvö karldýr girnast sama kvendýrið, þau reka upp eins konar heróp og reyna eftir getu að bíta hvort annað. m Jafnvel sakleyslslegustu fuglar eins og lyngrjúpa geta barizt af grimmd. Þess eru dæmi, að einn karrinn hafl drekkt öðrum. Refir fljúgast á út af grenlægjunum seinni part vetrar, og ýlfur þess, sem bitinn hefur verið, getur stundum heyrzt langar leiðir. Höggormum lendir saman, þegar þeir skríða úr híði sínu, einkum ef aðvifandi karldýr fer inn á þær lend- ur, sem annar þykist hafa helgað sér. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 411

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.