Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Síða 6
'ur frá Grund, systur Vigfúsar á
Gullberastööum. Hún er ekkja
Jónatans frá Hæli. Sjálfur þekki
|ég hana lítið, en allir, sem þekkja
hana, bera henni gott orð“.
6. Blindur á báðum augum
Kjartan Helgason frá Birt-
ingaholti var prestur í Hvammi
í Dölum, frjálslyndur kenni-
maður, áhugamaður um flest,
sem til mannbóta gat horft, og
mikill ættjarðarvinur. Á þess-
um árum óðu uppi hraklegar
lýsingar á íslandi í Vestur-
heimsblöðum, líklega eins kon
ar sjálfsvörn manna, sem und-
ir niðri voru haldnir sektar-
kennd vegna brottflutnings
síns. fslenzku prestarnir
vestra voru ekki barnanna
beztir í þá daga, löstuðu flest
hérlendis og næsta ómildir í
dómum um guðskristni á ætt-
arlandinu. Eitt haustið var
séra Kjartan samnátta séra
Friðriki Bergmann. Hann
skrifaði Brynjólfi 6. nóvember
1899:
„f Ólafsdal var ég samnátta séra
Friðriki Bergmann, en lítið tóm
var til að spjalla við hann. En það
lítið það var, þá féll mér það ekk-
ert vel í geð. Hann gerði lítið úr
öllu, sem hann hafði séð hér —
eða réttara sagt: Hann hafði ekki
séð neitt gott á allri ferð sinni um
endilangt landið — engar framfar-
ir í neina átt: Húsakynnin væru
jafnbágborin, túnin jafnþýfð, veg-
irnir jafnófærir eins og þeir voru
fyrir fimmtán árum, þegar hann
fór. Enga kirkju sá hann, sem
hægt væri að messa í, og svo fram-
vegis.
Að ferðast heilt sumar á íslandi
svona starblindur á báðum aug-
um fyrir öllu góðu — það finnst
mér bera vott um eitthvað annað
en brennandi kærleika. Menn álíta
hér almennt, eins og Þjóðólfsgrein
arhöfundurinn, að séra Friðrik sé
bara agent Kanadastjórnar, og ég
á fullt fangi með verja hann fyr-
ir þeim óhróðri, enda hefði mér
sjálfsagt gengið það betur, ef ég
hefði ekki heyrt hann sjálfan tala“.
7. Hitinn og fjörið
Upp úr aldamótunum kvað
hér allmikið að trúboði manna,
sem annað tveggja þótti prest-
arnir orðnir mildir um of í
kenningu sinni eða voru í
þjónustu einhverra sértrúar-
safnaða. Séra Kjartan fór ekki
varhluta af þessu, og gekk svo
Iangt, að fólk í sóknum hans,
er áðhylltist Hjálpræðisher-
inn, reisti sérstakt samkomu-
hús. 12. maí 1901 skrifaði séra
Kjartan:
„Sáluhjálparherinn eflist á
Fellsströndinni, enda hefur nú Boj
sen sjálfur setið þar um tíma í
vor til að styrkja þá í trúnni. Ég
tók þeirri hreyfingu ekkert illa
fyrst, en alltaf fellur mér ver og
ver við skoðanir og aðfarir hers-
ins hér, eftir því sem ég kynnist
þeim betur, svo það er nú orðið
nokkuð hart á togunum milli okk-
ar. Ég vona, að þessi hermennska
PRESTURINN f HVAMMI,
séra Kjartan Helgason, hafSi fram-
farlr og menningu aS stefnumiSI.
Hann hafSi hugann víSa og var bæSi
langsýnn og ódeigur, þótt aS stór-
ræSum væri stefnt.
verði til góðs á endanum — og
er viss um það. En langt finnst
mér það eiga í land ennþá. Vitið
og mannúðina finnst mér vanta
svo tilfinnanlega, en ekki vantar
hitann og fjörið. Verstur þykir
mér gorgeirinn hjá þessu fólki —
og dómgirnin.
„Sumir boða Krist af þrætu-
girni“, sem Páll postuli. „En hvað
um það? Kristur boðast samt á all-
ar lundir, hvort sem það heldur
er af yfirdrepskap eða með hrein-
skilni, og af því gleðst ég“. Þessi
orð þykir mér vænt um, og ég
reyni að taka þau til fyrirmyndar
í viðureigninni við herinn“.
8. Innrás á Fellsströnd
Þessi alda reis hátt og hneig
ekki fyrr en eftir mörg ár.
Þrautsegja sérstrúarfólksins
þar vestra var mikil og trú
þess vafalaust einlæg. 15. apríl
1904 skrifaði séra Kjartan:
„í næstu viku á ég von á, að
Hjálpræðisherinn úr Reykjavík flói
vestur yfir Fellsströnd til að
styrkja sóknarfólk sitt í trúnni.
Ég býst við að mæta þeim við
kirkjuna fyrsta sunnudag í sumri.
Og nýlega hefur Sigurbjörn Á.
Gíslason boðað mér komu sína (í
júní). Þetta fólk ætlar að fara að
leggja sig eftir okkur Dalabúum.
Það vantar ekki annað en að Öst-
lund komi líka.
Ekki hef ég trú á því, að þess-
ir menn bæti fólkið, en ég hlakka
samt til að kynnast Sigurbirni“.
9. „Falleg skepna"
Þegar grasafræði Stefáns
Stefánssonar kom út, opnaðist
mörgum nýr heimur. Með
henni fékk almenningur þau
gögn í hendur, að það gat sjálft
lært að þekkja jurtir, og þess
voru dæmi, að áhugasamir
prestar færu út fyrir garð með
eitthvað af söfnuðinum eftir
messu til þess að skoða plönt-
ur. Séra Kjartan liafði yndi af
grasafræði, og clztu dælur
hans, Unnur og Elín, voru enn
kornungar, er þær fóru að
koma sér upp jurtasafni með
aðstoð föður síns. Sjálfur hélt
hann uppi spurnum um
fágætar jurtir á ferðum sín-
um. 8. október 1902 skrifaði
hann:
„Hjartanlega þakka ég þér fyrir
bréf með síðasta pósti og þann
glókollótta, sem innan í var. Það
er falleg skepna og mesta prýði
í safninu, sem krakkarnir eru nú
að byrja að koma sér upp. Hann
var alveg óskemmdur og prýðisvel
pressaður. Safnið okkar er lítið
ennþá, því safnendurnir eru frem-
ur klaufalegir enn sem komið er.
Ég man ekki, hvort ég minntist
á það við þig í sumar, að ég frétti
þá á suðurleiðinni til jurtar á
Klungurbrekku á Skógarströnd,
sem kölluð væri þyrnirós. Nú hef
ég fengið grein af jurtinni og sé,
að það er rosa pimpinellifolia. Líka
hef ég frétt til hennar á Vals-
hamri í Geiradal, en veit ekki um
sönnur á því. Hún er máski al-
gengari en menn halda.
Skyldi ekki bæjarnafnið Klung-
414
T f M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ