Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Side 8
tók til að hlaða upp dálítinn hluta af hólmanum. Notaði hann til þess grjót, er hann velti niður úr fjöll- unum og ók á vetrum út í hólm- ann. Síðan þakti hann grjótið með tvöföldu lagi af hneusum, er hann stakk í landi og flutti fram á pramma. Maður að nafni Guðmundur var auknefndur bíldur. Hann hafði dvalizt alllengi í Danmörku og riumið þar bíldhöggvaraiðn. Hann hafði á manndómsárum sínum, meðal annars telgt og smíðað sex æðarfugla, þrenn hjón í fullri stærð. Tveir fuglarnir voru holir að innan, þannig að þeir flutu al- veg í líkingu við lifandi fugla. Það eru líkiir til, að Sigurjón á Laxa- mýri liafi stutt hann við smíði þessara fugla. Fuglarnir voru mál- aðir nákvæmlega eins og eðlilegir fuglar, og má vera, að þeir hafi verið prófaðir á Laxamýri og víða annars staðar, en ekki haf ég heyrt þess getið, að þeir hafi komið af stað æðarvarpi nema í þessum hólma. Faðir minn fékk þessa fugla hjá Guðmundi, gömlum og þá kominn af fótum fram. Nóg um þetta. En faðir minn kom þarna á stað æðarvarpi, sem varð konu hans og börnum til mik- ils yndisauka og nokkurrar gagn- semi. Nú var það einn góðar veð- urdag, skömmu eftir komu Bene- dikts til mín. að við lögðum leið okkar hér niður Byttutanga með járnreku og torfljá, tókum þar bát- inn minn og rerum fyrir skerin, allt inn að Kolli. Fórum við á bátnum til þess að vera ekki háð- ir fjÖrunni. Við kipptum bátnum upp í Kolli og tókum til að hlaða garð þvert yfir hann milli klapp- anna, eina tuttugu faðma frá vest- ustu nösinni. Ég stakk upp hnaus- ana, en Benedikt hlóð tvíhlaðinn garð, líklega milli t£u og tuttugu faðma langan. Var þar hlið á miðju með grind í. Að því búnu rákum við niður staura fyrir hræður, sem ég batt seinna á staurana. Þá gerðum við skjólgarða, ýmist úr grjóti eða hnaus, og mynduðum hreiður. Bárum við heysalla í hin væntanlegu hreiður. Þótt merkilegt megi virðast, urpu strax þetta fyrsta vor milli tíu og tuttugu æðarkollur í þess- um parti, þar sem aldrei hafði ver- ið vitað til, að nokkur fugl yrpi, utan einn tjaldur og ein teista i bjarginu að sunnan. Urðu það okk- ur og börnum okkar skemmtiferð- ir að vitja um i Kolli siðar. Ég held, að verk okkar Benedikts hafi tekið okkur þrjá daga, og rerum við á kvöldin út í Byrgjafjöru. Og síðar hafa barnabarnabörnin okkar af því ánægju að vitja um í Kolli. Það syrti um þessa gleðisól rnína, þegar Kollur var kominn mitt í þessa Heljarslóðarorrustu um grásleppuhrognin, eins og lík- lega stöðvar margra annarra varp- eigenda hér á Sléttunni. Reyndar hefur virzt nú síðustu vorin, að hún hafi ekki haft svo mikil áhrif á varpið í Kolli, sérstaklega ef þess hefur verið gætt að leggja ekki þar, sem skeljar og kórall eru í botni. En það kom yfir mig eins og reiðarslag nú á síðastliðnu vori, er mér var sagt, að það væri mink- ur kominn í Koll. Og hann sýndi sig á sama hátt og annars staðar í varplöndum: Drap sex æðarkoll- ur og lagði snyrtilega í haug. Ég hugsaði honum þegjandi þörfina og lagði nrig fram um að hugleiða ráð til þess, að hann og allt hans kyn bölvi þeirri stund, er hann asnaðist fram í Koll minn. Kemur hér lýsing á einni veiði- brellunni, er mér hefur komið í hug. Ég hef heyrt sagt, og þykist vita, að það sé hægt, að fá örfínan næl- ontvinna, sem er skuggalaus og gegnglær og sem næst ósýnilegur. Mætti benda til dæmis á silunga- girni. Það myndi þurfa að fá netja- hnýtingavélar til þess að hnýta slöngur, sjö til átta metra langa stúfa, og fellt ætti netið að vera 4—5 metrar á lengd og hálfur annar á breidd. Fellingin hugsaði ég mér, að yrði gerð þannig að riða með tilsvarandi riðastærð, að möskvinn verði rétt íerkantaður, þegar netið er þanið. Þessi þinur gæti verið úr næloni, sem væri álíka og eins fjórða punds streng- ur eða jafnvel grennri. Binda þarf lykkju af þininum í hvert horn á netinu. Það myndi þurfa að láta til dæmis meindýraeyðinn segja til um möskvastærðina, þannig að dýrið kæmi hausnum vel í gegn- um möskvann, og jafnvel svo stór sem hann mætti vera til þess dýr- ið kæmi ekki skrokknum í gegn. Þá myndi ég, til dæmis í Kolli, reka niður girðingarstaura úr járni (ég veit til, að flutt hefur verið inn mikið að „prófíljárni") og með þvl nrillibili, sem netið er langt og eina sex staura þvert yfir rifið og netstúf milli þeirra allra. Netið yrði lagt þannig, að maður fær sér sterka nælonsnúru og bindur 1 neðri lykkjuna á þininum á ann- an endann á línunni og lætur hana liggja í hring lauslega við staur- inn. Bindur svo hinn endann á línunni í staurinn neðst. Netið þarf að binda við staurana með kefla- tvinna, svo sem að neðan fimmtíu til sextíu sentimetra frá horni því, er liggur á jörðinni í báða enda, og í hin hornin eftir því,- sem það nær upp eftir staurnum. Þá gerir maður ráð fyrir, að dýrið gangi ofan á þeim hluta netsins, er ligg- ur á jörðinni, unz það rekur sig á netið. Þá slitnar strax tvinninn og netið liggur laust, og sá hluti þess sem lá upp eftir staur- unum ofan við haldmöskvann, kastast yfir hrygg dýrsins. Þar með er dýrið lokað inni í netinu. Netið er í lausu lofti, og dýrið getur ekki annað en velzt um á jörðinni, og línan, sem áður var talað um, hindrar, að það fari lengra en hún nær. Menn tala um, að minkurinn hafi afarbeittar tenn ur, en það hlýtur þó alltaf að vera millibil á milli þeirra, og aldrei getur hann nagað haldmöskvann af hálsi sínum. Hvað vel sem menn hugsa nýi- ungar sem þessa, hugsa menn þær aldrei til botns. En reynslan bætir því oft við, er á vantar í þeim efnum. Líklegt þykir mér, að það væri gott ráð að láta smásteinvöl- ur í hornin á einu slíku neti, þeg- ar maður veit um mink í holu, til dænris á vetrum. Þá væri tiltæki- legt að láta eitt svona net yfir hol- una. En alltaf væri það nauðsyn að hafa streng í einu horninu í eitthvað fast, til dæmis stein. Sama er að segja um minka I grenjum á vorin. Mætti þá hafa máíuleg net fyrir fullorðin dýr fyrst, en smáriðnari seinna fyrir yrðlingana. Eins mætti ganga frá þessu í vatni, þar sem liklegt er að minkar fari út í það. Þyrfti þá að reka staur- ana niður í vatnsbotninn. Ef snúizt yrði að þessu ráði, myndi ég óska þess, að mér yrðu sendir einir hundrað netbutar í vor. Þessi hneigð okkar feðganna, að koma upp æðarvarpi, skirskotar til sifjabandanna og hinna huldu heima kærleikans. Móðir mín bjó til svæfla handa okkur Jóhanni úr fyrsta dúnhnoðranum sínum, er hún fékk úr hólmanum. Sesselja mín gaf öllum börnunum okkar 416 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.