Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Blaðsíða 14
dómur, því >ig kunni illa iðjuleys- inu. Spurði ég hann, hvort það væri víst, aii ég mætti alls ekkert vinna. Og þá mildaði þessi góði maður dóm sinn með því að segja, að ég mætti að minnsta kosti alls ekkert reyna á mig, þannig að ég þreyttist. Þessu gat ég lofað, því ég vissi, að ég var að fara heim í foreldrahús, þar sem mér yrði hlíft svo sem kostur væri á. Og sjálfsagt hef ég hlýtt fyrirmælum Guðmundar Björnssonar nokkuð vel. Þrem árum síðar var hann á ferð á Austurlandi. Kom hann þá heim til mín, skoðaði mig vand- lega og gaf síðan þann úrskurð, að nú mætti ég vinna eins og mér sýndist. Þetta var sú bezta frétt, sem ég gat fengið, enda varð ég nú harla glöð. Ég fór nú að taka til hendinni heima fyrir, og auk þess að taka þátt í félagsmálum í sveitinni. Um líkt leyti var stofnað ungmennafé- lag í Breiðdal. í það gekk ég og starfaði þar í mörg ár, ýmist í stjórn þess eða utan hennar. Árið 1911 var stofnað í sveit- inni félag, sem hét Góðgerðafélag- ið Eining. Skyldi hlutverk þess vera að styrkja fátæka sjúklinga, einkum þá, sem dvöldust á Vífils- stöðum. Þetta varð strax ákaflega vinsælt — og varð því brátt fjöl- mennt félag og tiltölulega öflugt. Það starfaði í þrjátíu ár. — Hver eða hverjir áttu frum- kvæði að þessu þjóðþrifatiltæki? — Ég var ein þriggja kvenna, sem boðuðu til stofnfundarins, og ég sat lengst af í stjórn félagsins, oftast formaður. — Hvernig öfluðuð þið tekna til starfsemi ykkar? — Félagið hélt árlega skemmti- samkomu til fjáröflunar, oftast snemma sumars. Þá voru ekki böll um hverja helgi eins og nú, enda voru samkomur okkar jafn- an mjög fjölsóttar, ekki aðeins úr Breiðdal, heldur einnig úr nálæg- um sveitum. Við reyndum líka að vanda til skemmtiatriða eftir föng- um með ræðum og söng. Varð það nokkuð föst venja, einkum þegar fram liðu stundir. Ég man eftir því eitt árið, að ég var að koma norðan úr Iandi, og varð þá sam- ferða séra Sigurði Einarssyni, sem sifiast var í Holti undir Eyjafjöll- um. Ég vissi, að hann ætlaði að dveljast á Fljótsdalshéraði um tíma, og því datt mér í hug að biðja hann aí koma og flytja fyr- irlestur á Einingarsamkomu. Þetta var hann fús til að gera, og það þarf víst ekki að taka fram, að ræða hans vakti óskipta hrifningu tilheyrenda. Sigurður var alltaf málsnjall, og ekki sízt á þessum árum. Kaflann um góðgerðarfélagið okkar vil ég svo enda með því, að þótt upphæðirnar, sem við söfnuðum, væru ekki allt- ar ýkjaháar, sé miðað við nútimann, þá komu þær oft 1 góðar þarfið, þegar engar tryggingar voru til í landinu. Það hugsuðu margir sjúklingar hlýtt til okkar fyrir það, sem til þeirra hraut, þótt það væri kannski að- eins jólaglaðningur, sem sendur var suður að Vífilsstöðum. Nú — og það kostaði ekki nema fimmtíu aura að ganga í félagið, og þess vegna gátu allir verið með, enda voru flestallir með — og margt smátt gerir eitt stórt. — Við höfum nú dvalizt lengi við það, sem á daga þína dreif á æskuárunum. Áttir þú heima á Gilsá á meðan öllu þessu fór fram? — Ég átti heima þar, þangað til ég var nítján ára. Þá fluttist ég með foreldrum mínum að næsta bæ, Gilsárstekk, þar sem systir mín bjó. — Varstu lengi að Gilsárstekk? — Ég var þar heimilisföst í tíu ár, sem sé til 29 ára aldurs. Þar með er að vísu talinn tíminn, sem ég var hjá Birni Stefánssyni frænda mínum, og svo legan í Reykjavík. Og auðvitað voru veik- indi mín ein aðalorsök þess, hve seint ég hleypti heimdraganum. — Hvað tókst þú þér fyrir hendur, þegar þú fórst fra Gilsár- stekk? — Ég fór að Eiðum og gerðist ráðskona hjá Metúsalem Stefáns- syni skólastjóra, frænda mínum. Þá var konuefni hans við nám er- lendis, og hafði systir hans staðið fyrir búi lians í tvö eða þrjú ár, en var nú á förum til Ameríku. Nú var enn eitt ár, þangað til kær- asta Metúsalems var væntanleg heim, og var ég ráðin til þess að vera hjá honum þangað til. — Þú hefur þá aðeins verið þar eitt ár? — Já. Ég var þar krossmessu- árið 1914—1915, en nógu rúmlega til þess, að ég var við tvær skóla- uppsagnir. — Hvernig líkaði þér vistin hjá frænda? — Ég kunni ákaflega vel við mig á'Eiöum, og mér hefur alltaf fundizt fallegt þar. Ég kynntist þar líka mörgu ágætu fólki, og sá og heyrði margt, sem mér var nýtt. — Líkaði þér vel við Metúsal- em? — Hann var ágætismaður, prúð- ur og dagfarsgóður. Söngmaður var hann góður, enda var mikið iðkaður söngur í skólanum þenn- an vetur. — Fórstu svo aftur heim, að lokinni verunni á Eiðum? — Já. Ég fór aftur heim í Gils- árstekk, en nú var sú breyting á orðin, að ég var búin að kynnast mannsefninu mínu. — Hver var maður þinn? — Hann liét Lárus Kristbjörn Jónsson og var frá Fagradal í Vopnafirði, fóstursonur frænda síns, Sveins í Fagradal, og Ingi- leifar, konu hans. Lárus hafði ver- ið í búnaðarskólanum á Eiðum veturinn sem ég var þar, og tek- ið burtfararpróf um vorið. Þá skildi leiðir okkar að sinni. Hann fór heim í sinn Fagradal, en ég heim í minn Breiðdal. Vorið 1916 kom liann svo austur í Breiðdal, og við gengum í hjónaband 14. júlí. Vorum við þá búin að fá ábúð á parti úr Höskuldsstöðum, og þangað var ég komin með for- eldra mína, áður en Lárus kom. Heimilið var þegar í upphafi tals- vert fjölmennt, því foreldrar mín- ir fylgdu mér, og með Lárusi voru móðir hans og systir. Móðir hans hét Sigríður Sveinsdóttir, og dvald ist hún hjá okkur allt þar til er hún andaðist árið 1924. Systir Lár- usar, Þorbjörg, fór einnig með okkur í Höskuldsstaði. Hafði hún áður lært klæðskeraiðn og var bú- in að stunda hana í nokkur ár, þegar hér var komið sögu. Er hún enn á lífi, 76 ára, og hefur stund- að iðn sína meira og minna alla tíð, seinast hér í Reykjavík nú liin síðari ár. — Bjugguð þið lengi á Hösk- uldsstöðum? — Fjögur ár. — Hvert fóruð þið þaðan? — Við fórum að Gilsá, þar sem ég lief átt heima síðan. Faðir minn átti tæplega helminginn í Gilsá, en hinn hlutinn hafði verið byggð- ur til tíu ára, og voru fjögur ár eftir af byggingartímanum, þegar 422 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.