Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1971, Page 20
Spámenn, sem aldreí
þreytast á aí boða
fólki heimsendi m
ur fundið upp hárgreiðslu, sem er
reglulega smart. Á ég að leggja á
borðið. Hva-að er nú?
Míranda hafði gleymt sér og
starði orðlaus á Karólu.
— Ekkert, sagði hún dreym-
andi. — Ég ætla að fara að finna
Pollý.
Poiiý var í baðherberginu.
— Hvað finnst þér um hárið á
mér, mamma?
— Það fer ágætlega, sagði Mír-
anda.
— Það er alveg hræðilegt í
hnakkanum, sagði Pollý.
— Alls ekki, þetta er ágætt hjá
þér.
Pollý horfði á hana áhyggjufull.
— Þú segir þetta bara, þú
mundir segja það, hvernig sem
hárið á mér væri.
— Nei. al!; ekki.
Það var komin áhyggjuhrukka á
enni Míröndu.
— Mér þætti fróðlegt að vita í
hverju ég get verið í samkvæm-
inu.
— Ó, þú átt við. samkvæmið
með drengjunum.
— Hvern fjandann ætti ég ann-
ars að meina?
— Hva-? sagði Míranda. — Hvað
sagðirðu?
Henni fannst sem hún svífa í
lausu lofti. Hún lokaði augunum
og haliaði sér upp að veggnum.
— Þú hiustar ekki, sagði Pollý.
— Það hlustar enginn á mig. I-Iún
henti hárburstanum á borðið og
strunsaði fram h.já Míröndu að
dyrunum.
— Pollý, sagði Míranda, —
bíddu, Poliv. líttu á mig.
Pollý sneri sér stirðlega við,
svipur hennai- gaf til k.vnna, að á
þoiinmæði hennar hefði verið
reynt til hins ýtrasta, og auk
þess hefði hún verið særð og henni
misboðið á hinn freklegasta hátt.
— Nú, hvað viltu mér? spurði
hún.
Míranda andaði djúpt, hún
horfði í augu Pollýar og það var
sem hún væri að horfast í augu við
bláókunnuea manneskju.
— Ekkert. vina. svaraði hún og
dró að sér framrétta hendina.
Ég verð að leggja mig út
af stundarkorn, hugsaði hún. ég
verð að gera það. Pollý er aðeins
þrettán ára —.
Hún lét fallast þungt ofan á
rúmið. Ó bara að hún gæti sofið
— sofið næstu árin.
Þórunn Elfa íslenzkaði.
Það er ekki nein nýlunda, að
menn búizt við heimsendi þá og
þegar. Eins lengi og sögur herma
hafa ætíð komið fram spámenn,
sem boðuðu það, að heimurinn
myndi farast á einhverju tíma-
skeiði, er þeir nefndu, og þeir>
sem vissastir þóttust í sinni sök
hafa jafnvel nefnt dag og stundu.
í Bandaríkjunum er trúfélag,
sem nefnist Hið sanna ljós Krists
kirkju. Það á sér einkum fylgis-
menn í Karólínufylkjunum hinu
nyrðra og syðra. Leiðtogar þess
höfðu sagt fyrir, að heimsendir
myndi verða árið 1970 og dóms-
dagur upp renna.
Varla verður á móti því mælt,
að þessi spá hefur brugðizt, því að
enn virðist allt með kyrrum kjör-
um, þótt komið sé fram á annan
ársfjórðung 1971. Eins og gefur
að skilja hefur sú staðreynd vald-
ið ekki litlu fjaðrafoki í hinum
karólínska ljóssöfnuði, sem allur
var sannfærður um lokadægur
veraldarinnar. Eftir langar og
strangar umræður hafa safnaðar-
leiðtogarnir komizt að þeirri nið-
urstöðu, að sjálfur upphafsmaður
trúarhreyfingarinnar. Cunning-
ham Boyle að nafni. eigi sök á
skekkju trúarlærdómanna. Cunn-
ingham Boyle var uppi á nítjándu
öld og spáði raunar heimsendi og
dómsdegi árið 1870. Það brást eins
og kunnugt er, en var þá svo skýrt,
að hann hefði villzt á öldum.
Það er eitt af því. sem veldur
fólki í Ijóssöfnuðinum vandræð-
um. að margir sögðu upp vinnu
sinni í fyrra, svo að þeir gætu
helffað sig trúariðkunum og bæna-
gerð og búið sig á verðugan hátf
undir það, sem koma átti. Nú er
allmikið um atvinnuleysi í Banda-
ríkjunum, og fer vaxandi, og
þessu trúrækna fólki hefur gengið
illa að fá vinnu á ný.
Atburðir af þessu tagi gerast
oftar en menn munu ætla. Nálega
hvert einasta ár rís einhvers stað-
ar upp spámaður, sem boðar dóms
dag og endalykt veraldar, og það
er eins og spámönnunum gangi illa
að temja sér meiri varfærni,
liversu oft sem spádómar slíkra
manna bregðast.
Ekki eru nema þrjú ár síðan
hin dularfulla Orthon-regla spáði
dómsdegi. Áhangendur hennar í
Kaupmannahöfn leituðu athvarfs í
loftvarnarbyrgjum utan við borg-
ina um jólin 1967. Þegar þeir
skriðu loks upp úr byrgjunum eft-
ir jólin, kom það heldur betur
flatt upp á þá, að jörðin valt um
ás sinn sem áður og hafði hreint
ekki orðið fyrir kjarnorkuárás
þeirri, utan út geimnuin, er þeir
töldu vofa yfir.
Það var fimmtíu manns, sem
hírzt hafði í byrgjunum alllangan
tíma. Hafði fólkið með sér firnin
öll af niðursoðnum matvælum og
gerilsneyddri mjólk, og þykkar
blýplötur hafði það keypt til þess
að þekja með byrgin og umhverfi
þeirra. Þetta blý átti sem sé að
koma í veg fyrir. að geislun næði
niður í byrgin. En þessi blýkaup,
sem ekki voru smálítil, urðu því
einmitt til happs, því að blýverð
steig til muna meðan það beið
liinnar leyndardómsfullu kjarn-
orkuárásar fjandsamlegra ábú-
enda annarra hnatta.
Fyrir tíu árum voru margir ind-
verskir stjörnuspekingar sann-
færðir um, að jörðin myndi um-
turnast hinn 4. febrúar 1962. Þetta
höfðu stjörnuspádómar fært þeim
heim sannin um. Þeir töldu, að
meginklasi Himinlægjufjalla
myndi sökkva niður í undirdjúpin
og meira en þriðjungur jarðarbúa
farast í þeim hamförum, er þá
yrðu — jarðskjálftum og fárviðr-
428
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO