Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Síða 2
★ ★ Þaö er ekki laust við, að það sé dálítið umstang fyrir íslendinga, sem erlendis dvelj- ast, að neyta kosningaréttar síns. í Þýzkalandi geta þeir átt þetta fjögur til sex hundruð kílómetra leið á kjörstað, eða jafnvel meira. Það er svona viðlíka og Reykvíkingum væri vísað til kjörklefa vestur á IBrjánslæk og norður á Kópa- skeri. Harðsóttara er þó þeim, sem i- Finnlandi dveljast, að leggja hið margumtalaða lóð á vogarskálina. Því verður alls ekki komið í kring innan landa- mæra hinnar finnsku bræðarþjóð ar, heldur dugar ekkert minna en að bregða sér til Stokk- hólms eða Moskvu. Og það er talsvert meira en bæjarleið. Þetta lætur hálfankannalega í eyrum. En orsökin er sú, að at- kvæðagreiðsla getur að lögum ekki farið annars staðar fram erlendis en í íslenzkum sendi- ráðum eða hjá íslenzkum ræðis- mönnum, sem tala íslenzku. Og þótt ræðismenn íslands séu víða, þá eru fæstir þeirra miklir ís- lenzkumenn, enda líklega oft- ar kaupsýslumenn en mennta- menn. ★ ★ Þetta veldur miklum erfiðleikum og gífurlegum kostn aði, sem bitnar harkalega á Uiámsmönnum, er að jafnaði hafa ekki fulla vasa fjár. Lögin eru frá þeim tíma, er íslenzkir námsmenn erlendis voru tiltölu lega fáir, og satt að segja er hálfankannalegt, að þeir menn, sem á annað borð eru taldir hæfir ræðismenn, skuli ekki líka vera hséfir kjörstjórar, hvað sem líður málakunnáttu þeirra. Undantekningarlítið munu ís- lendingar erlendis fullvel vita allt, sem máli skiptir um sjálfa athöfnina, og sé eitthvað, sem skýra þarf, munu þeir að jafn- aði kunna og skilja mál ræðis- mannsins, svo að ákvæðið, sem því er til fyrirstöðu, að minna þurfi í kostnað að leggja en nú tíðkast, er í rauninni út í blá- inn. En meðan það er á gildi, sýnist einfaldara og kostnaðar- minna að sendiráðin gerðu kjör- stjóra út af örkinni, til dæmis til Finnlands, og gæfu íslend- ingum þar kost á því að kjósa á ákveðnum stað á ákveðnum degi, að undangengnum ráðstöf unum því til tryggingar, að væntanlegir kjósendur vissu um þetta. Þetta hlyti að spara bæði fé og fyrirhöfn, og þar að auki þarf embættismaður sá, sem kallaður er sendiherra íslend- inga í Finnlandi, væntanlega að koma þangað endrum og sinn- um, hvort eð er, svo að vel ætti að geta saman farið slík emb- ættisferð og kosningaleiðangur. Þetta ætti að vera þeim mun auðveldara að samræma sem kosningar eru jafnan boðaðar með margra mánaða fyrirvara. ★ ★ En það virðist nú vex-a eitthvað annað en að íslenzkum sendisííönnum íslendinga sé um- hugað um, að íslenzkt fólk er- lendis geti neytt kosningarétt- ar síns. Þess eru dæmi, að þeir hafi beinlínis lagt sig í fram- króka um að koma í veg fyrir það, að því er bezt verður séð, og eru ekki mörg ár síðan hóp- ur námsmanna, sem kominn var um langan veg úr fjarlægum borgum, áttu í miklum útistöð- um við þvermóðskufullan sendi- fulltrúa, er ekki vildi opna sín- ar ágætu skrifstofur fyrir þess konar fólká, svo að stjórnarráð- ið hér heima skarst að síðustu í leikinn — og þó um seinan. Það virðist þó ekki mega minna vera, þegar atkvæðagreiðsla getur ekki farið fram nema á svo sem tveim stöðum í heilum þjóðlöndum, þar sem fjöldi fólks er bundinn við nám og próf, en sendimenn, sem eiga að veita fyrirgreiðslu, láti það ógert að vera til trafala og óþæginda. ★ ★ Fregnir af þessu tagi hafa að vísu ekki borizt til landsins vegna þeirra kosninga, sem nú standa yfir, og er það ævinlega ánægjulegt, þegar heimur batnandi fer. En jafn- víst er hitt, að líkt og oft áður mun álitlegum hópi íslendinga fyrirmunað að neyta kosninga- réttar síns vegna fjárútláta og tímaeyðslu, sem það hefði í för með sér. Á því verður trúLega aldrei ráðin bót að fullu, sízt 1 fjarlægum löndum. En það virðist vera óþörf tregða, að svo skuli vera til hagað í ná- lægum löndum, þar sem margt íslendinga dvelst ævinlega um stundar sakir, að ófáum mönn- um skuli gert illframkvæman- legt eða óframkvæmanlegt að njóta jafnréttis við annað fólk. Hinir áhugasömu kosningastjór- ar flokkanna, sem gráta hverja sál, er ekki kemur til skilarétt- ar, ættu að beita sér fyrir lag- færingu á þessu, nú þegar þess um næsta sundurdrætti er lok- ið. J. H. 48& X í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.