Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Side 6
alvöru að húsagerð, sem hæfði
stórbýli. Hann reisti þá mjög stóra
' hlöðu, sem unnt er að aka í gegn-
um, og 1949—1950 byggði hann
stórt tveggja hæða íbúðarhús úr
steinsteypu í beina stefnu austur
af hlöðunni, en þó með nokkru
bili á milli. Það fyllti hann svo
upp með reisulegu geymsluhúsi
árið eftir. Og allt bjargaðist þetta
fjárhagslega, enda skorti ekki á
áhuga, umhyggju og aðstoð hús-
freyjunnar — og sama máli gegndi
um börnin, — þau létu ekki sitt
eftir liggja, þá er þau fóru að geta
tekið þátt í bústörfunum. Er svo
skemmst frá því að segja, að Þor-
steinn aflaði sér allra nauðsynlegra
jarðyrkjutækja — og sumra ærið
stórvirkra, enda unnu synir hans
um skeið á jarðýtum að vorinu, og
nú er á Skálpastöðum sextíu hekt-
ara tún, en fjörutíu hektarar eru
að fullu búnir undir ræktun, —
og ræktunin er þannig, að lítt
hefur þar borið á kali. Um 1960
var búið á Skálpastöðum yfir
tuttugu kýr og þrjú hundruð fjár,
auk nokkurs stóðs. Þá gerðist það
öðru sinni, að skæð fjárpest, í
þetta skipti garnaveiki, kom upp
í fénu, sem var bæði vænt og fall-
egt, því að þeir Skálpastaðafeðgar
hafa allir yndi af búfé sínu og
fara vel með hverja skepnu. Þá
var Þorsteinn bóndi dapur, þegar
hann sagði mér frá þessu suður í
Reykjavík. Ég spurði hann, hvort
' ekki væru til lyf nú orðið við þess-
ari pest. Hann svaraði:
„Jú, það mun svo eiga aö heita,
en hvað verða margar skepnur
búnar að pínast til dauða, þegar
búið er að útrýma þessu fári? Ég
get ekki hugsað mér að láta bless-
aðar skepnurnar kveljast. Við er-
um sammála um það, feðgarnir,
að farga kindunum öllum saman
eg koma okkur ekki upp fé í
staðinn.“
Við þetta stóð. En hvað var svo
tekið til bragðs? Þeir brugðu á það
ráð, feðgarnir, að koma sér upp
fjóskorni handa hundrað nautgrip-
um. Og allt upp í hundrað og átta
hafa gripirnir komizt, sem verið
liafa á eldi í nýja fjósinu, sem
byggt var í beina stefnu við Þau
hús, sem fyrir voru.
Allmörg undanfarin ár hafa þeir
búið félagsbúi á Skálpastöðum,
Þorsteinn og tveir synir hans, en
um seinustu áramót hættu gömlu
hjónin búskap, fengu jörð og bú
sonunum tveimur, Þorsteini og
Guðmundi, sem báðir eru menn
kvæntir, Þorsteinn Ásdísi Þor-
steinsdóttur frá Úlfsstöðum í
Hálsasveit, Guðmundur Helgu
Bjarnadóttur, Sigurðssonar, í
Hrauntúni í sömu sveit. Hefur Þor-
steinn yngri byggt sér snoturt
íbúðarhús, en nóg rúm er í því
gamla handa fjölskyldu Guðmund-
ar, þó að Þorsteinn og Þórunn hafi
tekið þann kost að þrauka þar,
sem þeirn hafa vaxið blóm í spor-
um síðustu fjóra áratugi — í stað
þess að hola sér einhvers staðar
niður úti við Brákarpoll eða suð-
ur í þeirri stóru Babýlon. Önnur
börn þeirra hjóna eru þrjú: Guð-
björg, gift myndarmanni á Eylandi
í Svíþjóð, Guðrún Kristín, gift Val-
geiri bónda Jónssyni á Þverspyrnu
í Hrunamannahreppi, og Vigfús,
læknir í Reykjavík, kvæntur Auði
Sigurðardóttur. . . Öll hafa þau,
systkinin á Skálpastöðum, hlotið
þá fræðslu, sem þau hafa kosið
sjálf. Báðar dæturnar og Þorsteinn
yngri hafa stundað framhaldsnám
hér heima og erlendis, og að loknu
stúdentsprófi á Laugarvatni fór
Guðmundur, sem var mikill náms-
maður, í háskóla í Hamborg og
lagði stund á eðlisfræði og stærð-
fræði, en kom heim á næsta vori
og hafði þá tekið ákvörðun, sem
ýmsir urðu hissa á. Ég gat þess,
að Þorsteinn Guðmundsson hefði
verið dapur, þegar hann sagði mér
frá fjárpestinni, en þó að hann
hafi oftast verið með gleðibragði,
þegar fundum okkar hefur borið
saman, hygg ég, að ég hafi ekki
séð hann glaðári en þá er hann
sagði mér frá ákvörðun Guðmund-
ar, sonar síns. Ég spurði hann
glettinn, hvort jörðin mundi ekki
reynast of lítil fyrir þá bræður
báða. Hann brosti, ýtti lítið eitt f
mig og mælti:
„Það má mikið rækta ennþá á
Skálpastöðum“.
Við hjónin kynntumst Skálpa-
staðafjölskyldunni fyrr en öðru
sveitafólki hér í Borgarfirði. Ég
hafði spurnir af Þorsteini að vest-
an, og ég kunni nokkur skil á
fólki Þórunnar húsfreyju, hafði
meðal annars heimsótt, mér til
mikillar ánægju, hinn þá háaldr-
aða föðurbróður hennar, Guðmund
á Þorfinnsstöðum, sem var ein-
stakur maður að áhuga og lífs-
fjöri, enda um hálfa öld mikill
trúnaðar- og forystumaður sveit-
unga sinna. Því spurði ég Þórð
Pálmason, kaupfélagsstjóra, um
Skálpastaðaheimilið. Hann sagði,
að þangað yrði ég að koma — og
rökstuddi þetta rækilega. Svo lét
ég þá af því verða — og síðan
hafa kynni okkar hjóna af Skálpa
staðaheimilinu orðið mikil og góð,
og höfum við oft dvalið Þar einn
eða fleiri daga, ýmist annað okk-
ar eða bæði. Jók það á kynnin, að
sonur okkar varð skólabróðir og
herbergisfélagi Guðmundar Þor-
steinssonar á Laugarvatni. Svo
þori ég þá að fullyrða, að vart
hafi ég nokkru sinni kynnzt hjón-
um jafn samhuga og þeim Þor-
steini og Þórunnj um allt, sem
megi verða börnum þeirra, heim-
ili og sveit til sóma, og umtals-
fróm eru þau svo, að fágætt má
teljast ,hvort sem þeim líkar betur
eða verr. Þau eru og bæði bráð-
greind, bæði síáhugasöm og starfs-
fús. Á Skálpastöðum er valið bóka-
safn, og Þórunn er engu síður
ljóðelsk en Þorsteinn. Báðum mun
yndi' að fella við og við hugsanir
sínar í stuðla, hafa ort ekki aðeins
stakar ferskeytlur, heldur og sam-
felld kvæði, Þó að slíku hafi þau
síður en svo flíkað. Þórunn er og
ekki einungis hagmælt, heldur og
listfeng á línur og liti, og bæði
eru þau jafneinlægir unnendur
dýra og gróðrar — og mörg eru
þau líka orðin, Reykjavíkurbörnin,
sem hjá þeim hafa verið og notið
þar góðs atlætis og heillavænlegra
áhrifa.
Svo sem að líkum lætur hafa
Þorsteini verið falin mörg trúnað-
arstörf í sveitinni og héraðinu,
hann er til dæmis hreppstjórj og
sýslunefndarmaður, en aldrei hef
ég orðið þess vís, að liann væri
ginnkeyptur fyrir neinum manna-
forráðum eða vegtyllum, en þrátt
fyrir ærnar annir mun hann hafa
rækt trúnaðarstörf sín af þeirri
skyldurækni og hreinskiptni, sem
honum virðist í blóð borin, hvei-ju
sem hann kemur nærri. Um öll
þau mál, er stétt hans varða, er
hann mikill áhugamaður — og
framtíð og blómgun íslenzks land-
búnaðar og menningar í sveitum
landsins eru honum mjög hjart-
fólgin.
Þegar ég hafði rekizt á það af
tilviljun í íslenzkum samtíðar-
mönnum, að Þorsteinn yrði sjötug-
ur 31. maí, tókum við okkur
upp, hjónakornin, og ókum í hlað
á Skálpastöðum. Fagnandi var okk
486
llHllNN
SUNNUDAGSBLAÐ