Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Qupperneq 11
átti. ÞaS var dýrt að taka tré, sem talið var eign kirkjunnar á þeitn dögum. Fyrrnefnt bréf er að hand- arlagi og rithætti norskt eða danskt og að málæði dönskuskotið og talið geta verið eftir einhvern sveina biskups, og er þá enginn líklegri en Pétur Gamur ritari hans. Seinna bréfið er gert að Hól- um 1. október 1393. Biskup stað- festir bréf Orms biskups frá 7. október 1346, þar sem hann fær Þingeyraklaustri jarðirnar Hjalta- bakka og Kleifar til eignar. í hvoru tveggja bréfinu er Pétur kallaður með guðs og postolligs sætis náð biskup á Hólum. í byrjun árs 1394, 12. janúar, samþykkir Pétur biskup á Hólum próventusamning frú Ingibjargar abbadísar á Reynistað og Loðins Skeggjasonar. Hólabiskup var ábóti klaustursins á Reynistað. Atburðaríkt var fyrrnefnt ár á starfsferli Péturs biskups. Meðal annarra embættisverka var að taka á móti Vilkin biskupi, sem kom til stóls síns og söng fyrstu messu sína in exultacione sancte crusis heima í Skálholti. „Var þar veizla ger svo ágæt, að engir þvílíka veizlu séð hafa fyrr á íslandi fyr- ir mannfjölda sakir og allra handa kostnaðar. Þar var herra Pétur Hólabiskup og allt hið vildasta mannval fyrir norðan, vestan og sunnan á íslandi“. Pétur biskup hóf veizluárið visitazíu um biskups dæmi sitt og lét skrásetja þá miklu og merku máldaga, sem við hann eru kenndlr og nefndir Pétursmál- dagar. Til er visitazíubréf biskups, sem greinir frá, hversu hann hátt- aði ferð sinni um héruð. Drottinsdag næstan fyrir Maríu- messu var Pétur biskup staddur í yfirreið á klaustrinu á Möðru- völlum í Hörgárdal. Lenti þar sam- an sveinum biskups og vó þar Ormur, maður danskur að ætterni, Gissur ijósa, annan biskupssvein. Ormur þessi hafði komið út um sumarið. Varð víg þetta fyrir fram- an biskupsstofuna í klaustrinu. Þegar Ormur lýsti á hendur sér víginu, nefndi hann sig Nikulás Ormsson — kvaðst hann með því nafni skírður hafa verið, en fermd- ur með Ormsnafni. Mun þarna hafa verið á ferðinni ævintýramað- ur, en margir slíkir voru uppi á þeirri öld. Vígsmál þetta var mjög nákomið biskupi, þar sem sveinar hans áttu í hlut. Þá var klaustrið og saurgað mannsblóði. í Fornbréfasafni er sagt, að Pét- ur biskup hafi gert fyrstu yfirreið sína í ágúst og september og riðið heiman frá Hólum tii Svarfaðar- dals 30. júlí og vísiterað svo um Vaðlaþing og Þingeyjarþing um sumarið. Árið 1395 er svo talið, að Pétur biskup hafi vísiterað Húna- þing og nokkuð af Hegranesþingi. Kemur biskup við vígslumáldaga Höskuldsstaðakirkju frá 2. júlí það ár, sem styður þetta. Árið áður hefur Pétur þó riðið á nokkra staði í Húnaþingi, svo sem Víði- dalstungu, eins og máldagi þeirr- ar kirkju vottar. Telur I Fornbréfa- safni, að þar með hafi verið lokiP embæt íisverkum Péturs biskups á Íslandí, sem þó er nú algerlega ókannað mál. Árið 1396 er hann búivn til skips eins og sést á fyrr- nefndri eignarskrá Hólakirkju. Pétur hefur síðan verið talinn erlendis til 1398. Á öndverðu því ári er hans getið á íslandi á föstu. 29. marz lætur Steinmóður prest- ur Þorsteinsson ganga dóm um eignir Möðruvallaklausturs, og get- ur þar Péturs biskups á þann hátt, að hann sé nærstaddur. Hefur hann þá komið til landsins haust- ið 1397. Síðan er álitið, að biskup hafi farið utan sumarið 1398 og ekki komið til landsins eftir það. Þó segja þeir feðgar, séra Jón Halldórsson í Hítardal og Finnur biskup, í ritum sínum, að Pétur biskup hafi komið út aftur 1401. Ef það er rétt, er líklegt, að bisk- up hafi andazt hér á Iandi í svarta dauða 1402 eða 1403, en biskup er talinn andaður um það leyti, hvort sem hann hefur borið bein- in hérlendis eða erlendis. Vitað er, að Pétur biskup er á lífi þann 27. ágúst 1401 í Helsingjaborg í Sví- þjóð og kemur þar við bréf, þar sem Eiríkur konungur af Pomm- ern lýsir gjöfum Margrétar drottn- ingar Valdimarsdóttur til ýmissa klaustra og kirkna í Svíþjóð og Noregi. Einnig er Vilkin biskup í Skálholti nefndur við þennan Framhald á 502. siSu. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 49'

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.