Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 14
iyn leið og ég minntist á hval- skurðinn. — Kom það aldrei fyrir á Ströndum, að hvalir hlypu á land eða væru reknir það, og veiddir þannig? — Þetta hefur komið fyrir, en ekkj hef ég nema einu sinni á ævinni verið viðstaddur slíkan at- burð. Og satt að segja vil ég helzt ekkert um hann tala, svo hrylli- legur þótti mér hann. Dauðastun- ur hvaia eru einkenniiega sárar og skerandi og ekki tekur betra við, þegar á þá er horft. Titringurinn, sem þeir fá á undan fjörbrotun- um, er svo óhugnanlegur, að því verður vart með orðum lýst. í það eina skipti, sem ég hef tekið þátt í hvalaslátrun, bauðst ég til þess að fara frá og hita kaffi handa félögum mínum — bara til þess að þurfa ekki að horfa og hlusta á það, sem fram fór. 0° held ég þó, að ég megi segja. að bað hafi ekki verið vani minn að finna upp tylliástæður til þess að koma mér undan verkum. En ég hét því þá — og hef staðið við það fram að þessu — að ég skyldi aldrei á ævi minni framar leggja hönd að slíku morði. Áður en ég skilst alveg við ár- ið 1913, verð ég að segja frá ein- um atburði, sem gerðist þá um vorið, og átti eftir að hafa heilla- ríkar afleiðingar. Það var þegar lestrarfélagið var stofnað. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að sá félagsskapur hafi not.ið hylli hvers einasta manns og orðið sameigin- legt óskabarn allrar sveitarinnar. Upphafsmenn lestrarfélagsins voru þeir Guðmundur Þ. Guð- mundsson, sem þá var nýbyrjaður á kennaranámi, og Gísli Guð- mundsson á Gjögri, hinn mesti fróðleiksmaður og bókaormur. Höfðu þeir árið áður sent út um sveitina undirskriftalista og hvatn- ingarbréf til manna um að bregð- ast nú vel og drengilega við. Þeir þurftu ekki heldur að kvarta und- an áhugaleysi sveitunganna. Fyrsta samkoman, sem lestrar- félagið gekkst fyrir, var haldin í júnílok árið 1913 í fögru veðri og ' við mikinn fögnuð þátttakenda. ! Það var vor í lofti og vorhugur í ! fólkinu. Lengi síðan var það föst venja, að lestrarfélagið héldi eina meiriháttar skemmtun á ári, oft- ast undir haustið. Ég hef oft hugs- að með þakklæti til þessa ágæta fólks, sem vann að þessu eingöngu til þess að skemmta öðrum og án þess að bera nokkuð úr býtum annað en ánægjuna af því að hafa gert lífið í sveitinni menningar- legra og bjartara. — Þú hlýtur að geta sagt frá einhverjum svaðilförum, Eiríkur. Ég trúi því varla, að hægt sé að búa á Ströndum áratugum saman, án þess að komast einhverntíma í hann kranpan á sjó eða landi. — Það er hættulegt að tala um mannraunir í svona spjalli. Flest fólk álítur slíkar sögur ýkjur eða uppspuna. En fyrst þú fórst að falast eftir slíku, er bezt ég segi frá einni ferð, sem ég fór ásamt tveim öðrum mönnum í febrúar árið 1914. Þó finnst mér sú ferð ekki eftirminnileg vegna þeirra harðræða, sem við lentum í, held- ur af allt öðrum áatæðum. Það höfðu borizt fréttir, um að mjög mikið væri af tófu á Norðurströnd- um, einkum í landareignum fjög- urra eyðibýla, sem þar eru. Heita þau Barðsvík, Smiðjuvík, Bjarnar- nes og Látravík. Bærinn í Smiðju- vík stóð þá enn uppi, svo vel mátti haldast við í ho^um. Varð það nú að samkomulagi á milli mín og tveggja manna annarra að fara þangað norður eftir til refaveiða, þegar tungls færi að njóta í febrú- ar. Að sönnu heltist annar maður- inn fljótlega úr lestinni, en hinn var þeim mun ákveðnari, og tók- um við nú að búa okkur af kappi undir ferðina. Tíðin hafði verið einmunagóð að undanfömu, sífelldar hlákur og jörð,víða auð, svo vel leit út með gangfærið. Við bjuggum okkur vel út með brauð og smjör, feitan, reyktan sauðamagál og fleira góð- gæti, en hangikjöt nenntum við ekki að bera alla þessa leið. Að sjálfsögðu höfðum við einnig mik- ið af fötum með okkur. Við gerð- um ráð fyrir að þurfa að vera allt að viku í óbyggðum og miðuðum matarforða og annan fararútbún- að okkar við það. Ferðin byrjaði vel. Við fórum á báti að heiman í leiðiskalda, og hugðum gott til fararinnar. Bátinn settum við upp á Skaufaseli, sem er norðaustanvert við Bjarnarfjörð og hvolfdum honum þar. Gengum síðan sem leið lá í Skjaldabjarnar- vík, stönzuðum þar, samkvæmt venju, en héldum svo áfram til Reykjarfjarðar, þar sem við gist- um. Daginn eftir var sama góða veðrið, en farið að kólna. Við gengum yfir hálsinn í Viðarskála- vík við Þaralátursfjörð og kölluð- um þar eftir báti og vorum strax sóttir. í Þaralátursfirði bjuggu þá Jakob Jensson og Guðný Benedikts- dóttir frá Reykjarfirði. Hjá þeim átti heima Vigfús nokkur Benja- mínsson, ættaður úr Steingríms- firði. Fúsi hafði verið ráðinn fylgd- armaður okkar, enda var hann allra manna kunnugastur á Út- ströndum, en þar er víða vandrat- að og hættulegt, ef út af er brugð ið, því á stórum svæðum eru sam- hangandi björg, 150—350 metra há, og kemst meira að segja ekki tófa niður í fjöru nema á mjög fáum stöðum. Þó vonuðum við, að ef til vill væri tófur að hitta und- ir björgunum, því víða eru skriður talsverðar frá sjónum og upp und- ir bergið. Það tók Fúsa að vonum nokkurn tíma að tygja sig til farar, en þeg- ar hann var ferðbúinn, héldum við úr hlaði og gengum sem leið liggur kringum Núpinn og inn í Furufjörð sem er rúmlega tveggja klukkutíma gangur. Ekki stönzuð- um við í Furufirði, því við vildum hafa sömu fjöruna áfram fyrir næsta núp, sem að réttu lagi heit- ir Bolungarvíkurbjarg. Já, það er rétt, að ég geti þess að núpurinn, sem ég nefndi á undan, heitir Furufjarðar- eða Þaralátursfjarð- arnúpur, og er kallaður þessum nöfnum sitt á hvað, en það er, held ég, einsdæmi á Ströndum, að sami staðurinn eða fjallið beri þannig tvö nöfn jafngild. Við komum í rökkri í Bolungar- vík, og þar var okkur vel tekið að venju. Vel leizt mönnum á fyrir- ætlun okkar, og sögðu mikið af tófum út frá, svo að ekki myndi okkur skorta verkefni. En Fúsa nörruðu þeir frá okkur og sögðu hann hafa verið búinn að lofa að fara með þeim vestur á ísafjörð. Við svöruðum því til, að loforð hans við okkur væri miklu eldra, en ekki beit sú röksemd á þá Bol- víkinga. Aftur á móti buðu þeir okkur annan mann til fylgdar. Sögðu þeir hann ennþá kunnugrl og öruggari' og þar að auki af- bragðsskyttu: Kæmi nú ekki ann- að til mála en hann yrði fylgdar- maður okkar, og skyldi hann hafa jafnan hlut á móti okkur, ef ein- hver yrði veiðin. Eftir langt ,— og að því er mér fannst mjög skemmtilegt málastapp, hlutu þeir að ráða. Fúsi varð eftir, en hinn 494 T f M I N N — SUNNUÖAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.