Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Page 16
VerplS á Dröngum — hér var svo sannarlega setlnn bekkurinn á vorln. fyrir. En hvað um það. Hann var góður félagi, kátur og vingjarnleg- ur, svo við vorum eftir allt saman harðánægðir með félagsskapinn. Við höfðum séð mjög mikið af tófuslóðum og biðum kvöldsins með eftirvæntingu. Þó olli það nokkrum áhyggjum, að víndstaðan var mjög óhagstæð og útlit fyrir versnandi veður, þótt ennþá birti upp á milli éljanna. Við bjuggum um okkur í litlu herbergi, sem var líklega um það bil tveir metrar á hvorn veg. Þiljað var það allt um kring, en illa einangrað. svo alls staðar var dragsúgur. Við böfðum náð í spónarusl og dreift því á freðið gólfið. Á því ætluðum við að liggja, ef til þess kæmi, að við gætum lagt okkur eitthvað. Fyrir herbergiskytrunni var lítil, ólæst hurð, og opnaðist hún inn. Við fundum okkur kassa til þess að Sitja á, og sat ég við hurðina 'og hélt henni að stöfum með herðun- um. í Ijósaskiptunum skall á ofsarok af austrl með svo mikilli fann- komu, að ekki sá út úr augum. Við reyndum allt hvað við gátum að hlúa að dyrum, en víða leyndust smugur, sem vindurinn og snjór- inn áttu auðvelt með að finna, þótt okkur hefði sýnzt allt heilt og þétt. Kerti höfðum við og olíulampa líka, en það Iogaði illa vegna drag- súgs. Þá tókum við upp spil og ætluðum að stytta okkur stundir við þau, en brátt varð okkur svo kalt á höndunum, að við urðum að hætta. Settum við þá upp vettlinga okkar og tókum tal saman. Veðrið •var alltaf að versna. Það hrikti og marraði í bænum. Allt í einu heyrðum við ekki betur, en sroellt væri saman skíð- um frammi í bæjardyrunum. Við höfðum sett rammlega loku fyrir bæjarhurðina að innanverðu, svo þarna gat enginn maður verið kominn, án þess honum væri hleypt inn, og enda engra manna von á þessum slóðum, sízt um þetta leyti árs. í sama bili heyrð- um við þungt fótatak inn eftir göngunum og að kompunni okkar eða stiganum, sem lá upp á loft- ið, rétt framan við herbergisdyrn- ar. Þegar ég fann þannig gengið aftan að mér, varð mér það ósjálf- rátt fyrir að þrýsta herðunum að hurðinni, um leið og ég sagði upp- hátt við félaga mína: „Hvað er þetta?“ Við heyrðum allir, að geng ið var upp stigann og brakaði í höftunum við hvert spor. í sama bili hófst samtal uppi á loftinu, og var engu líkara en baðstofan uppi yfir okkur væri allt í einu orðin full af fólki. Voru þar bæði karla- og kvennaraddir, svo og barna. Enginn okkar gat greint orðaskil og undruðumst við það mjög, þar sem fólkið virtist svo hávært. Oft var komið niður stigann og gengið fram í bæinn og oft var líka geng- ið að hurðinni okkar og staðnæmzt þar eins og verið væri að hlusta eftir okkur. En svo alltaf gengið upp á loftið aft.ur. Samtalið uppi hélzt óslitið og virtust okkur radd- ir fólksins fremur glaðlegar. Ég hef aldrei á ævi minni hlust- að á samræður af annarri eins forvitni. né haft sterkari löngun til þess að vita og heyra, um hvað væri verið að tala, og hið sama mátti víst segja um félaga mína. En það kom fyrir ekki, hversu mjög sem við reyndum að hlusta. Og öllum fannst okkur, sem þetta mvndi allt þagna, ef við létum til okkar hevra. Þetta stóð vfir í hálf- an þriðia klukkutíma Þá var það vinur okkar, sá er ætlað hafði að skjóta í mark fyrr um kvöldið, r ■ ■■■■■ — Þeir, sem hugsa sér ið halda Sunnudags Mnðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta hvort eitthvað vantar ; hiá þeim og ráða bói á því. 496 T 1 M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.