Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Blaðsíða 20
honum. Hún gæiii að, hvort hann væri ekki á leið að framkvæma svo gott og göfugt verk, að nafn híns æðsta heigaðut meðal fjöld- ans. Á nóttuir. sá hún stundum brenna ljós á skarj bak við lukta hlera. Þangað flaug hún og gætti að, hvort væri ekki unnið þar góð- verk í kyrrþey. En, því miður. At- hafnir flestra voru í sjálfu sér hvorki góðar né illar, en enginn tók sér það fyrir hendur, sem gæti talizt göfugt og • guði þóknanlegt- Mánuðir liðu, og sálin kom aldrei auga á neitt. sem henni þótti svo fágætt, fagurt og gott, að mætti færa það hinum frómhjörtuðu að gjöf. Nótt eina tautaði sálin með sjálfri sér: „Veröldin er snauðari en nokkru sinni fyrr. Fólkið er sljótt. og hugsanir þess eru einsk- is virði. Athafnir þess eru einskis Virði. Hvar finn ég það, sem er einhvers virði? Ég er dæmd til að fiögra án afláts og ná aldrei í áfangastað." En þá sá hún loga týru í myrkrinu, og glætan kom úr glugga á stóru husi. Ræningjar höfðu ráðizt inn á ríkmenni, er bjó i húsi þessu. Einn ræningjanna hélt á kvndli og lýsti hinum. og annar stóð andspænis auðmanninum. mundaði oddhvöss- um rýtíngi og þrumaði í sífellu: „Dirfist þú að hreyfa þig. eru dag- ar þínir taldir. Ég rek þig sam- stundis I gegn.“ Og rænincíarnir brutu upp skápa og dragkistur og hirtu allt dýrmæti. Hinn ríki var Júði. og hann horfði stillilega á hnífsblaðið. Augu hans voru enn Þá skær. 02 í hvítu skegginu l>ærð- ist ekkj hár. Hann skipti engu, þótt hirzlurnar tæmdust. ..Drott- inn tekur giafir sínar aftur.“ t fæðingu er maðurinn snauður, og sýnu fátækari sofnar hann í dauð- anunv Þetta voru hugrenningar Júðans, þegar hann horfði á ræn- ingiana opna síðustu dragkistuna og hrifsa úr henni þungar gull- pvngjur og gilda silfursióði. Hann mælti ekki orð frá vörum. Nú rótuðu ræningjarnir í síðasta geymsluliólfinu. og fundu þeir loksins litla skjóðu. Þá gleymdi Júðinn hótunum þess. er mundaði rýtingnum. og gömul augu hans skutu gneistum. Hann réttj út hægrl hönd sína og ætlaði að hrópa: „Látið þetta kyrrt liggja/* En hrópið dó út á vörum hans, hnífsskaftið nam við tærða brjósthúð öldimgsins. og blóð- ið spýttist und'Wi kutanum yfir litlu skjóðuna. Hann hné á gólfið, en ræningjarnir réðust að skjóð- unni allir í senn. Hún geymdi þá dýrasta djásn Júans. Þeir urðu fyrir sárum vonbrigð- um. Blóði gamlingjans var spillt að erindlausu. í skjóðunni var hvorki silfur né gull, enginn skartgripur né heldur nokkuð annað, sem talið er dýrindl í mannheimi. í skjóð- unni var einungis handfylli af mold, mold frá landinu helga, sem lögð skyldi í gröf auðmanns- ins. Þessi lúka af mold var hið eina, er Júðinn vildi forða undan ránsmönnum, Hann fórnaði lífi sínu fyrir eina handfylli moldar frá landinu helga. Og sálin tók blóði drifna skjóð- una og knúði dyra á paradís. Hinir frómhjörtuðu þáðu skjóðuna að gjöf. Það var fyrsta gjöfin. ÖNNUR GJÖFIN. „Sálartetur,“ kallaði varðengill- inn. um leið og hann lokaði liliðum himnaríkis eftir sálinni, „mundu vel, að enn áttu að færa hinum frómhjörtuðu tvær gjafir." Guð mun hjálpa mér.“ svaraði sálin. og ókvíðin flögraði hún niður aftur. En brátt glataði hún nær allri von um að finna aðra gjöf. Það leið óratími. Hún sá ekkert. sem var fágætt, fagurt og gott. og sál- in var döpur í bragði. „Mannlíf- inu má líkja við fljót. sem á upp- tök sín í drottni. Því lengra, sem það líður. þeim mun gruggugra verður það. Hvar get ég nú fundið gjafir að færa hinum frómhjört- uðu?“ Og sálin hugsaði sem svo, að vogarskálarnar mundu vafalít- ið vega salt. þótt. drottinn legðj á þær allt hið góða og allt hið illa. er siá má í mannheimi. En skyndilega var sálin hrifin úr þessum hugleiðingum. Loftið skaif af lúðraþyt. og sálin leit til jarðar, — það var fyrir langa löngu — og hún kom auga á smá- bæ. ef til vill þýzkan smábæ. Og hún sá ráðhúsið og ráðhústorgið, og á torginu var múgur og marg- menni. Andlit gægðust fram úr hverium glugga. sumir höfðu hreiðrað um sig á húsþökunum, og allir fylgdust með því. sem henti á torginu Hjá ráðhúströppunum stóð grændúkað borð, og við borðið sátu bæiarráðsmennirnir, skartklæddir með skinnhúfur, prýddar fjöðrum og dýrum steinum. Fyrir miðju borðinu sat bæjarstjórinn. Á hlið borðinu stóð Gyðingastúlka, Qg eigi allfjarri héldu tiu karlmeiiú ólmum fola, sem fnæsti og froðu- felldi. Bæjarstjórinn reis nú á fæfc- ur og kvað upp dóm yfir stúlkunni. Hann beindi orðum sínum til fólks- ins á torginu. „Þessi Gyðingur, þessi kven- maður hefur drýgt svívirðilegan glæp. sem drottinn mun vart geta fyrirgefið, þótt gæddur sé hann mikilli miskunnsemi. Síðasta helgi- dag laumaðist þessi stúlka út úr gyðingahverfinu og ráfaði um bæj- arstrætin. Hún horfði i kringum sig blygðunarlaus og saurgaði helgigöngu vora. Hún saurgaði helgimyndirnar, sem vér bárum með söng og hljóðfæraslættj um bæjarstrætin. Hún hlýddi á söng vorra saklausu barna, hún, þessl Gyðingur. Og hver veit. og liver veit — nema djöfullinn sjálfur hafi brugðið sér í líki Gyðinga- stúlku, og hver veit nema djöfullinn sjálfur standi Itér mitt á meðal vor og lát- ist vera dóttir hins viðurstyggilega rabbína. Ilvers vegna brá djöfull- inn sér í líki fallegrar stúlku? Því hún er fögur, þessi stúlka, hún er svo fögur, að fegurð hennar á sér aðeins einn föður, djöfulinn sjálf- an. Hvers vegna. spyrjum vér. Djöfullinn vildi án efa svipta sál- ir vorar þeim guðdómsanda, sem hrífur oss á helgigöngu, og djöfl- inurn tókst það, því er verr og miður. Riddari nokkur af göfugum ættum lirópaði á göngunni: „Sjáið hana, stúlkuna þarna, hvað hún er fögur!“ Og hermennirnir, sem skálmuðu fyrir göngunni. gátu ekki látið stúlkuna lengur afskipta- lausa. Þeir lögðu hendur á djöful inn. og þeir megnuðu að yflrbuga djöfulinn, af þvi að þeir voru synd- lausir úr helgigöngunni og djöfull- inn sat ekki veitt þeim vifinám. Og nú dæmi ég djöfulinn, sem stend- ur hér á torginu f líki ungrar Gyðingastúlku. Dómurinn hljóðar svo: Á hárinu skal hún bundin við tagl þessa fola, sem ólmast hér á torginu, og síðan dregin líkt og mannsbani eftir strætunum. þar sem hún fór í bág við lögin. og blóðið mun skola hellurnar, þar sem þær saurguðust á göngu henn- ar.“ Lýðurinn laust upp fagnaðarópi, en bæjarráðsmennirnir þögguðu niður hrópin og spurðu síðan stúlkuna, hvort húp ætti sér ein- hverja ósk. Hún svaraði stillilega: 5Ö0 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.