Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Page 6
Martin Andersen Nexö:
Óli dúfa var enn skjálfhentari
en hann átti vanda til. Mjólkur-
taumarnir lágu frá skálinni á borð-
inu, fram á borðbrúnina, upp nýja
vestið hans — og.alla leið upp að
munni á honum. Það gutlaðist út
úr homspæninum, í hvert skipti
sem hann bar hann að vörunum,
rétt eins og það riði á því að
merkja leiðina, svo að hann rataði
aftur að skálinni. En þegar lak
niður á vestið, leit Gjarta reiðilega
til manns síns, og Óli flýtti sér
að þurrka framan af sér með hand-
arjaðrinum.
Óla þótti seydd mjólk mata bezt.
En í þetta skipti fórst honum við-
ureignin við soðkökurnar hálf-
klaufalega. Þær voru þéttar í sér,
soðkökurnar hjá Gjörtu, og erfitt
að ná á þeim taki, sem dugði,
og Óla gekk illa að klemma þær
á milli gómanna. Það var ýmist, að
þær skruppu undan út að kinn-
um eða hrukku aftur inn í munn-
inn, og Óli var hreint í vandræð-
um að merja þær sundur.
Enginn mælti orð frá vörum.
En það lét svo hátt í Óla, að engu
v'ar líkara en vél væri í gangi uppi
í honum. Iiann velti hausnum og
ranghvolfdi augunum, líkt og
hundur stæði á hræi og væri að
reyna að slíta það sundur.
Allt í einu skauzt soðkaka út úr
nonum og flau.g fram á borðið, þar
sem liún féll eins og sprengja nið-
ur í skálina. Óli varð byrstur á
svipinn, en vinnumaðurinn skellti
upp úr og Gjarta líka. Og þá gat
Óli ekkj að sér gert: Hann fór að
hlæja eins og þau hin.
„Hún sneri þá aftur lieim til
föðurhúsanna", sagði hann og
horfði langeygður niður í skálina
— „hver fjandinn varð nú af þér,
sneypan þín?“
Hann krakaði niður í skálina
með spæninum og kannaði djúpið
með kyndugu látbragði. Vinnu-
maðurinn veltist um af hlátri.
„Þú hefðir átt að bíta duglega í
han.a, svo að þú þekktir hana aft-
ur“, sagði Gjarta. Hún var að hæð-
ast að því, að hann var tannlaus.
„Það var nú líka hugsunin, þó
að svona færi“, sagði Óli. „En það
er nú mestur krafturinn í hinum
endanum á mér, ef hún hefði kom-
izt svo langt. Það fara þær nú
samt ekki í einni striklotu".
„Bölvaður dóni ertu, maður, að
tala svona við matborðið“, sagði
Gjarta og hristi höfuðið. En hún
hlé eigi að síður.
Óli valkókaði yfir skálinni og
dró spóninn fram og aftur. En svo
rykkti hann sér snögglega upp í
sætinu, rak tóman spóninn upp í
sig og sleikti hann nokkrum sinn-
um, þerraði hann síðan með þum-
alfingrinum og fleygði honum of-
an tborðskúffuna.
„Þið getið haldið áfram að éta“,
sagði hann um ieið og hann stóð
upp. „En nú verð ég að komast
af stað“.
Vinnumaðurinn hélt áfram að
spæna upp í sig mjólkina úr skál-
inni, en Gjarta lagði spón sinn á
borðið og fór að stjana við mann
sinn.
Óli var lágur vexti og pervisinn,
en nokkuð kvikur í hreyfingum.
Höfuðið var nauðsköllótt, hakan
sléttrökuð og kinnarnar, en helj-
armikill skeggkragi, sem náði
eyrna á milli, undir kjálkabörðun-
um. Menn héldu svo vel á sér hita
með svoleiðis skegg, Hann var í
uppháum buxum með beintölum
og vesti, sem hneppt var upp í
háls, og 2Ú hjálpaði Gjarta honum
í viðhafnarfrakkann. Það var blár
soldátafrakki og kraginn í meira
lági teygður að aftan, líkt og hann
hefði lengi hangið á snaga.
„Geturðu ekki staðið kyrr“,
sagði Gjarta um leið og
hún tróð skegginu niður
undir hálsmálið á vestinu.
En Óli átti bágt með að standa
kyrr, því að það var kominn í
hann ferðahugur. Gjarta lét það
þó ekki á sig fá. Hún vætti
svuntuhornið uppi í sér og strauk
framan úr honum, þar sem lienni
sýndist eins og hann væri kámug-
ur.
„Sjáum til“, sagði hún, þegar
hún hafði þrifið hann. „Nú glans-
arðu eins og nýfægður túskilding-
ur“.
„Þið ættuð að geta látið fara
sæmilega á með ykkur“, sagði
hann glottandi og leit á þau til
skiptis, konu sína og vinnumann-
inn. „Gjörtu ábyrgist ég, ef farið
er rétt að henni. Það er með hana
eins og köttinn: Það verður að
strjúka henni eins og hárin
liggja“. Og svo kleip hann í mag-
ann á henni.
„0, haltu þér saman, lurkurinn
þinn, og reyndu að koma þér af
stað“, sagði Gjarta, nokkuð við-
skotaill.
„Þetta er hún ekki gefin fyrir“,
sagði Óli og pataði út í loftið.
„Nei, reyndu ekki svona lagað við
hana, því að þá hleypur fjandinn
í hana. En þú verður heniíi hjálp-
legur, Pétur minn“, bætti hann
við, alvarlegri í bragði — „sækir
vatn og svoleiðis“.
„Það skal ég gera“, sagði vinnu-
maðurinn um leið og hann stóð
upp. Hann ætlaði að beizla hest-
ana.
Óli dúfa horfði á eftir honum.
Gjarta var komin með kápuna,
sem hann átti að hafa yfir sér á
leiðinni.
„Myndarmaður, hann Pétur“,
sagði Óli. „Hefðum við átt gjaf-
vaxta dóttur, skyldi ég svo sannar-
lega hafa gefið honum hana. Þau
hefðu mátt taka við búinu strax í
fyrramálið“.
Gjarta ræskti sig ólundarlega.
Henni var sízt af öllu í huga að af-
sala sér húsmóðurtigninni. En Óli
skeytti ekki um það. Hann kyssti
hana í snatri og skálmaði út.
Hann var orðinn heitur til augn-
anna, því að hann hlakkaði eins og
barn til ferðarinnar, baðaði út
höndunum og sönglaði fyrir munni
sér. Allir tilburðir hans minntu
á stórt barn, sem á eitthvað
skemmtilegt í vændum. Og það
var eins og Gjarta veitti þessu at-
hygli. Ég held, að hann sé geng-
inn í barndóm, tautaði hún við
sjálfa sig, um leið og hún þreif
mjólkurskálina af borðinu.
Vinnumaðurinn var að spenna
Borgundarhólmshestana fyrir æk-
ið, og Óli hljóp í kring um vagn-
inri, sem virtist ískyggilega hlað-
inn. Tungubroddurinn var á
5$ i?
ItffllN-N — SUNNUDAGSBLAÐ