Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Page 8
Pétur var eins og sneyptur
rakki. „Það er nú enginn til frá-
sagnar“, tautaði hann. En Gjarta
anzaði honum ekki einu sinni. Hún
snaraðist þegjandi út í þvottahús.
Hann hrökklaðist líka út, rangl-
aði suður fyrir bæ og fór að hyggja
að kartöflugeymslunni. Hann var
>sköp hnugginn og gat ekki um
nnað hugsað en Gjörlu: Iiann
mátti ekkj láta hana ganga sér úr
greipum. En þar með var líka allt
sagt, sem segja þurfti, og það, sem
átti að gerast, það hlaut að gerast.
En því fór fjarri. að hann ósjcaði
Óla neins ills.
Það var skýjað þennan dag
njór í lofti og mesta mugga. En
ygnt var enn, og einhver undar-
leg kyrrð á öllu og líkt og land
og sjór rynnu ^saman í eitt. Það
var rétt gott skotfæri niður að
sjónum, og það var eitthvert arga-
þars í fuglum: Krákur og bláhrafn
ar sveimuðu þar gargandi yfir ein-
hverju.
Það fór hálfgerður hrollur um
Pélur, en samt gekk hann þangað
niður eftir til þess að forvitnast
um þetta. Þoð var þá svín, sem
iá í flæðarmálinu, rifið á hol —
] íklega höfðu þeir misst það út-
byrðis af einhverri slcútunni. Hon-
um létti. Hér Jiöi'ðu fundizt lík oft-
ar en einu sinni — hryllilega leik-
in lik, sem guð mátti vita, hvort
nokkurn tíma gátu fundið frið í
gröfinni. Hræfuglarnir flúðu, þeg-
ar hann kom á vettvang, þung-
lamaiegir á þungbúnum degi, og
öldurnar ultu silalega upp á sand-
inn og hörfuðu jafnskjótt. Sjórinn
var eins og hálfsofandi dýr, sem
sletti út úr sér tungunni. Þetta
sefaði hann allt, og honum fannst
eins og einhver, sem var ennþá
sterkari en hann sjálfur, stryki
honum um vangann. Hann máttl
ekkj láta hana ganga sér úr greip-
um! Það varð að gerast, sem ger-
ast átti.
Hann snaraði svíninu á bakið og
þrammaði heim. Það mátti sjóða
það í sápu. Jörðin var sendin, en
Óli fékk talsvert upp úr þessum
sandi — einkanlega kartöflur. Það
þótti reyndar heldur lítilfjörlegt
að rækta mestmegnis kartöflur —
það var svona viðlíka og eiga móð-
ir sína á sveitinni. En Óli sóttist
ekki eftir neinni upphefð. I-Iann
var þeim mun ánægðari, þegar
nann stakk krónunum i vasann.
Víutiu tunnur af kartöflum hafði
bann fengið af hvorri skákinni
þetta áeíð — fyrir utan það, sem
þeir fengu, er tóku upp hjá hon-
um, sjöundu hverja körfu að
venju. Þetta var ekki nein flutn-
ingsjörð, en þægileg jörð samt, og
engin skuld á henni, og Óli farinn
að reskjast. Þó að hann gæti auð-
vitað lifað lengi enn. Og Gjarta
var kona, sem vissi, hvað hún vildi.
Þangað varð komizt, en ekki
lengra. Hefði hún nú verið svolít-
ið lausari í pilsi, þá hef'ðu þau get-
að beöið og látið sem ekkert væri,
þangað til óli hafði bústaðaskipti.
En Gjarta vár heiðarleg kona.
Hann fleygði svínsskrokknum á
hlöðugólfið og kallaði á Gjörtu —
hún átti að koma og sjá, hvað
hann hafði fundið. Svo fór hann
með henni í þvottahúsið og settist
í velgjuna við eldstóna og horfði
á hana við vinnu sína. Hann mátti
ekki láta hana ganga sér úr greip-
um. Það fóru kippir um hendurn-
ar á honum, og hann langaði til
þess að þrífa til hennar og láta
liana æpa, en það var óþægilegur
skjálfti í maganum á honum, og
kjarkurinn dvínaði. Og nú skaut
upp í huga þessum angui’værum
vísum, sem fólk söng stundum, og
hann varð hryggari og hryggari.
Það var eins og þegar hækkar í
brunni, unz rennur út úr honum.
Munnurinn opnaðist ósjálfrátt, því
að brunnurinn var fullur, og það
rann út úr honum, og drafandi
röddu raulaði hann vísu hins von-
svikna elskhuga.
Þetta var dapurleg vísa. og hann
sá það á bakinu á Gjörtu, að hún
grét. Hann hefði getað tárazt líka,
ef hann hefði ekki skammazt sín
fyrir það. En hann var karlmaður,
og mátti ekki vola. Gufan úr
þvottapottinum var eins og mökk-
ur uppi við loftið, og það lak af
bitunum í dropatali, en úti í ask-
inum sat kráka og spáði válegum
tíðindum. Pétri datt í hug ný vísa,
ennþá átakanlegri en hin fyrri. Þar
var hinn svikni elskhugi að mikla
sorgir sinar, snúa hnífnum í hjarta
sárinu.
' Gjarta sneri sér við og seildist
eftir flíkuni, sem lágu vtg eld-
stóna. Hún hallaði sér upp að hon-
um á meðan hún lét þær í fötuna.
Pétri fannst hún vera að gæla við
sig, og nú fataðist honum öll
stjórn á sjálfum sér. Hann þreif
í kjólfald hennar og hallaði höfð-
ínu upp að maganum áh enni.
„Svona, svona, Pétur — vertu
ekki að þessum-þremli“, sagði hún
blíðlega og klappaði honum ó bak-
ið. „Þú titrar eins og nýborinn
kálfur. Okkar stund kemur, vertu
viss“.
Hann rétti úr sér og leit framan
í hana.
„Hvenær á það að vera?“ spurði
hann og greip andann á lofti.
Þau höfðu aldrei borið saman
ráð sin, og hvorugt hafði haft
neina ráðagerð á prjónunum. En
Gjarta skildi undir eins, hvað hann
var að fara.
„Sumir eru nú vanir að vera
valtir á fótunum, þegar þeir koma
heim úr kaupstaðnum“, sagði hún
undirfurðulega.
„Og hvað með það?“ spurði
hann — hann áttaði sig ekki á
þessu svona á svipstundu.
„Við getum talað um það.
Komdu nú inn og fáðu þér auka-
bita“.
Hún gekk á undan honum inn.
Á borðinu var brauðdiskur, og Pét-
ur fór að maula brauðið. Gjarta
sótti salt og brennivín og setti á
borðið. Það var byrjað að skyggja.
Yfir stútnum á flöskunni hvolfdi
lítið glas, sem gerði sama gagn og
tappi. Á börmunum höfðu harðn-
að malarleifar út úr mörgum
munnum. Pétur hellti glasið
barmafullt og bar það upp að vör-
um sér.
„Þú ert ekkert skjálfhentur",
sagði Gjarta með aðdáunarhreim í
röddinni.
„Nei, það kemur ekki fyrr en
með ellinni'1, svaraði hann hressi-
lega og hvolfdi í sig úr glasinu.
„Nú slægi niaður ekki hendinni á
móti kossi“.
„Þú með þessa kossa", sagði
Gjarta hlæjandi. „Fáðu þér aftur
í glasið — gerðu svo vel“.
„Hvenær heldurðu, að það geti
orðið?“ spurði hann japlandi.
„Ég heyrði þrisvar í krákunni
þarna úti í stóra askinum í nótt,
og það boðaði eitthvað. Mér kæmi
ekki á óvart, þó að einhver dæi
hérna á heimilinu". Hún dæsti.
Pétur hafði komizt í gott skap
við brennivínið. „Það er ekki vert,
að ég éti of mikið af osti“, sagði
liann og deplaði augunum til henn-
ar — „það fer bráðum að minnka
fjörið í þér“.
„Svei þér“, svaraði hún og skók
trébakkann framan í hann, en
hellti svo í næstu andrá í glasið
handa honum enn einu sinni.
„Jæja“, sagði hann og teygði úr
sér. „Ég kem þá hérna inn um
5*4
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ