Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 04.07.1971, Page 15
Hriflu, sem verið hafði aðstoðar- maður minn við þessar rannsó'kn- ir um þriggja ára skeið, áður en hann hóf búskap. Þess er rétt að geta í þessu sam- bandi, að Agnar Tryggvason, for- stjóri útflutningsdeildar búvöru hjá SÍS, hefur sýnt mikinn áhuga á framkvæmd gærumatsins á Sval- barðseyri, og haustið 1970 var fyr- ir forgöngu hans hafizt handa um svipað gærumat við sláturhúsið í Borgarnesi, og Sigtryggur Vagns son fenginn þangað til þess að koma því mati á stað. — Hver eru tengsl ykkar við ullarframleiðsluna í landinu? — Ég var skipaður ullarmats- formaður árið 1960 og hef verið það síðan. í því starfi hef ég kynnzt ullarframleiðslunni 1 land- inu mjög náið, og þau kynni sann- færðu mig fljótt um það, að mik- illa umbóta var þörf á mörgum sviðum ullarframleiðslunnar. Það má jafnvel segja, að tilraunir með ræktun á alhvíta fénu séu bein af- leiðing af afskiptum mínum af ull- armatinu. Sá þáttur snertir fyrst og fremst eðlisgæði ullarinnar. Hinn aðalþátturinn í ullargæðun- um er meðferðin á henni. Á því sviði hef ég líka unnið nokkuð að tilraunum, en þær voru fólgnar í því að prófa, hvernig vetrarrún- ingur á fé reyndist. Á því hefur borið mikið undan- farinn áratug eða lengur — og far- ið heldur vaxandi — að fé væri látið ganga í ullinni nokkuð fram eftir sumri, og jafnvel fram á haust, einkum í þeim sveitum, þar sem vorsmalamennskur eru erfið- ar. Þessu hefur fylgt vaxandi magn af mjög flókinni og oft lé- legri ull. En að vísu er seinn rún- ingur ekki eina orsök þess, að ull þófnar á fé. Með bættri fóðrun að vetrinum, kemur vetrarfildingur í fleira fé en áður, og ull á því hættir frek- ar við því að þófna að vorinu. — Þetta hefur verið orsökin til þess, að farið var að klippa fé að vetrinum? — Ástæðurnar til þess, að vetr- arklippingin var reynd, voru tvær. í fyrsta lagi var hægt að fá mun betri ull með því að rýja í marz eða apríl, heldur en ef það var geymt fram á sumar. í öðru lagi hafði það sýnt sig, að gemlingar, sem voru hafðir með lambi og voru vel fóðraðir að vetrinum, áttu oft hina mestu óburði. Lömbin undan þeim voru iðulega ekki nema milli eitt og tvö kílógrömm að þyngd nýfædd. Erlendar rannsóknir höfðu sýnt, að svona óburðir gátu komið úr ám, sem voru í miklum hita um meðgöngutímann. Mér datt í hug, að vel fóðruðu gemlingunum væri of heitt í reyfinu, svona inni 1 hús- um, og byrjaði tilraunirnar með því að klippa lembda gemlinga. Árangurinn lét ekki á sér standa. Lömbin undan vetrarklipptu geml- ingunum voru mun þyngri nýfædd heldur en lömbin undan þeim gemlingum, sem gengu í ullinni fram yfir burð. Þessar tilraunir fóru fyrst fram á tilraunabúum, en seinna voru gerðar allumfangsmiklar tilraunir hjá bændum nokkuð víða á land- inu. Þær tilraunir voru gerðar á fé á ýmsum aldri, og í ljós kom, að fæðingarþungi lambanna undan vetraTklipptu ánum varð þó nokkru meiri en hinna. Mestur var munurinn á gemlingslömbum, þar munaði um það bil hálfu kíló- grammi. Hjá tvævetlum munaði nokkru minna, en síðan smáminnk aði munurinn, og var nær því horfinn hjá fimm vetra ám og það- an af eldri. — En unnu lömbin ekki þenn- an mismun upp, þegar þau stækk- uðu? — Nei. Munurinn hélzt, og fór meira að segja vaxandi, þannig að sláturlömb undan vetrarklipptum mæðrum voru til muna vænni að haustinu. — Var það nokkuð fleira nýtt, sem þið urðuð áskynja við þessar tilraunir? — Já, að vísu. Eitt af þvi, sem kom á óvart, og enn hefur ekki fengizt skýring á, var það, að vetr- arklipptar ær og gemlingar ganga rúmlega sólarhring lengur með en ær í ullu. — Hefur þú ekki kynnt þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra? — Jú. í síðast liðnum maímán- uði hélt ég erindi um þessar til- raunir á ráðstefnu, sem Jialdin var hér í Reykjavík á vegum sauðfjár- ræktarnefndar Búfjárræktarsam- bands Evrópu. Þar vildi svo skemmtilega til, að Norðmaður, sem íslendingum er að góðu kunn- ur, Jon Jonson Nedkvitne frá Voss í Vestur-Noregi, hélt erindi um vetrarklippingar þar í landi. Hann liafði fengið niðurstöð- ur, sem voru nákvæmlega hliðstæð- ar þ«im, sem ég hafði fengið. — Hefur þessi nýjung, vetrar- klippingin, náð mikilli útbreiðslu hér á landi? — Við höfum talið rétt að fara varlega í að tivetja menn til þoss að klippa fé sitt að vetrinum, nema þeir geti uppfyllt að minm.ta kosti þrjú skilyrði. — Hver eru þau? — í fyrsta lagi verða menn að hafa góð fjárhús. í öðru lagi / þurfa þeir að eiga nóg hey og í þriðja lagi verða menn að geta fóðrað fé sitt fram í græn grös, hvernig sem viðrar. Allmargir bændur, sem uppfyllt hafa öll þessi skilyrði, hafa rúið að vetrinum með mjög góðum árangri. En þeir bændur eru líka til, því miður, sem hlaupið hafa í það af nýjungagirni að rýja að vetr- num, án þess að hafa ástæður til þess, og hafa gert sér með því stórskaða, einkum vegna þess, að umhirða fjárins hefur ekki verið nógu góð. Þingeyingar hafa tekið upp sér- stakt lag í þessum efnum. Þeir alrýja yngra féð að vetrinum, en klippa eldri ærnar aðeins að fram- an. Með þessU móti ná þeir megin- hluta ullarinnar af fénu á tíma, sem hentar þeim mjög vel. Með góðrj fóðrun er ullarvöxturinn á yngra fénu orðinn það mikill á vorin, að það þolir hvaða veður sem er, og ullin á afturhluta eldri ánna er þeim líka næg vörn, á hverju sem gengur. Með þessu móti hafa margir bændur í Þing- eyjarsýslu losað sig alveg við sum- arrúning. Þessu fylgir margháttað hagræði. Féð losnar við ónæði, þegar það er komið í sumarhag- ana, og bændurnir, sem þennan hátt hafa á, þurfa ekki lengur að eyða dýrmætum þurrkdögum á slætti í rúning. — Er ekki sitthvað fleira á döf- inni hjá þér í rannsóknarmálun- um? — Jú. Undanfarin ár hef ég til dæmis verið með tilraunir á Hól- um í Hjaltadal með ræktun á drop- óttu fé. Þar hef ég líka verið að rækta arfhreint, grátt fé, og reynt að fá sem dekkstan lit á því, þannig að gæran gæti orðið not- hæf, þótt féð væri arfhreint. Þes> um tilraunum er enn ekki lokið. Þó er komið skýrt fram, að drop- ótti liturinn er tiltölulega auðveh;- ur í ræktun — en mér hefur gen;;- T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 591

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.