Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 3
Torfi Þorsteinsson: Fyrsti hluti
Minningamolar um Ey-
mund Jónsson í Dilksnesi
Eymundur Jónsson og Halldóra Stefánsdóttir i Dilksnesi.
Á siðasta áratug 19. aldarinnar eru
að verða merkileg straumhvörf i lifi og
háttum tslendinga. Fram að þeim
tima hefur á ýmsu oltið um afkomu
kynstofnsins og stundum hefur barátt-
an fyrir tilveru hans ætlað að verða
þjóninni ofraun. I lok aldarinnar
verður hér meira harðæri en um langt
árabil á undan, svo að nærri mátti
segja, að yfir land og þjóð gengi isald-
artimabil. Upp úr þessu erfiða árferði
er eins og þjóðin sé að vakna af alda-
löngum svefni og sumir eru farnir að
draga i efa, að i þessu harðbýla landi
sé nokkurs að vænta af framtíðjnni,
fyrir aldna og óborna. Aðrir vildu taka
upp breytta búnaðarhætti og bjóða of-
riki aldarinnar byrginn. Um þessar
mundir eru stórir hópar fólks frá ýms-
um löndum Evrópu að flykkjast vestur
til Ameriku i leit að gulli og grænum
skógum þvi að hart var i búi hjá fleiri
þjóðum en Islendingum. Þessir þjóð-
flutningar fóru ekki fram hjá fslandi,
enda hófst hér sterkur áróður fyrir
brottflutningi vestur um haf. Bréf frá
þvi fólki, er vestur fór og áróður vest-
urfaraagentanna örvuðu lika ævin-
týraþrá i brjóstum þeirra, er eftir sátu
heima.
Þetta umrót fór ekki fram hjá Aust-
ur-Skaftíellingum. Siðustu ár aldarinn
ar var fólk þaðan öðru hverju að sog-
ast með i útflutningsröstina og árið
1902 tók sig upp allstór hópur bænda-
fólks, einkum úr Nesja- og Mýrahreppi
i leit að lifshamingju fyrir vestan haf.
1 hópi þeirra, sem þetta ár yfirgáfu
ættir og óööl, var rúmlega sextugur
bóndi, Eymundur Jónsson frá Dilks-
nesi i Hornafirði, ásamt konu sinni,
HalldórsStefánsdóttur og fimm sonum
þeirra, nærri fullorðnum mönnum.
Til er ljóðabréf, sem Eymundur
hefur ort i umróti þessa aldarfars, og
lýsir það nokkuð viðhorfum hans til
þessara mála og skulu hér tilfærðar
nokkrar visur úr þessu ljóðabréfi:
Ef svona gengur allt og eitt
og ei má linna sliku
héðan vil ég halda greitt
og hitta Ameriku.
Hér er dauði, hér er kif,
hér er nauð á höndum.
Þar er brauð og þar er lif,
þar ótrauðir stöndum.
Ég skal hvetja mey og mann
og með þeim fara glaður
i landið það, sem Leifur fann
landnáms fyrsti maður.
Hans er frægð að feta i spor
flýja eld og klaka.
Hvern, sem hefur þrek og þor,
þann mun ekki saka.
Eflaust eru viðhorf þau, sem fram
koma i stökum þessum, hin sömu og
sjónarmið flestra þeirra, sem héðan
fluttu um þessar mundir og dvöl
Eymundar i Ameriku i stórum drátt-
um svipuð sögu annarra útflytjenda.
Um vesturför Eymundar Jónssonar
og fjölskyldu hans og dvöl hans fyrir
vestan haf, hafa varðveitzt nokkrar
heimildir i sendibréfum, sem
Eymundur skrifaöi ættingjum heima á
tslandi og svo i munnmælum niðja
hans, sem muna sumt af þessum at-
burðum. Verður hér freistast til að
segja þá sögu i stórum dráttum. En
áður en það verður gert skal hér gerð
nokkur grein fyrir Eymundi Jónssyni
og uppruna hans:
- Eymundur Jónsson var var fæddur
22. desember árið 1840 að Hofskoti i
öræfum. Skirnarnafn hans var Mey-
vant, en honum mun hafa þótt nafnið
óþjált i munni, þvi að árið 1878 fékk
hann nafni sinu breytt með lögum og
nefndist Eymundur upp frá þvi.
Foreldrar Eymundar voru hjónin
Jón Höskuldsson, er kallaður var
Landeyingur og Sigriður Jónsdóttir,
bónda i Keldudal, Nikulássonar.
Jón Landeyingur fæddist 17.
september árið 1790 að Voðmúlastaða-
hjáleigu i Landeyjum. Smiður er hann
talinn i Vestmannaeyjum i manntalinu
1816, en árið 1825 er hann talinn bóndi á
Engigarði, siðar Görðum i Mýrdal.
Hinn 24. mai, árið 1818 giftust þau
Jón og Sigriður og var þá systrabrúð-
kaup, þvi að samtimis gekk Ragnhild-
ur systir Sigriðar að eiga Einar Jó-
hannsson i Breiðuhlið i Mýrdal.
Arið 1837 flytja þauJón og Sigriður
að Hofskoti i öræfum og búa þar til
ársins 1852, er þau slitu samvistir.
Sunnudagsblað Tímans
27