Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 5
Kauptúnið Höfn i Hornafirði á siðustu árum. Sér til Hoffells og Heinabergsjökuls. Dilksnes er rétt innan við kauptúnið á nesjunum handan og til hægri við kirkjuna. foreldra sinna og kvaðst hafa ráð þeirra að engu um að gifta sig nauðuga. Kvað hún þau gjarnan mega synja sér að njóta ásta Eymundar, en öðrum manni yrði hún ekki lifandi gef- in. Eitthvað virðist skap Stefáns hafa mildast. er hann sá, hvað Eymundur og Halldóra voru einbeitt. Tók hann Eymund brátt tali og réði honum til að sigla til Danmerkur og afla sér þar einhverrar nýtrar menntunar. Sigldi Eymundur þá til Danmerkur vorið 1865 og hóf þar járnsmiðanám. Eymundur hafði gefið Halldóru heit- mey sinni hring að skilnaði, og geymdi hún hringinn mjög vandlega. Vinnumaður var i Árnanesi um þessar mundir, er hét Kjartan Jónsson og varð siðar bóndi á Brattagerði i Nesjum. Virðist Kjartan hafa verið ráðinn trúnaðarmaður þeirra Eymundar og Halldóru. Er liða tók á meðgöngutima Halldóru ól hún með sér kviða um, að barnsfæðingin mundi kosta sig lifiö. Bað hún þá Kjartan vinnumanna að taka gullhringinn og geyma og afhenda hann Eymundi til sannindamerkis um tryggð sina til hans. ef dauða sinn bæri að bráðlega. Kjartan tók gullhringinn og stakk honum i vestisvasa sinn og hugðist geyma hann þar. En vestisvasinn reyndist ekki örugg geymsla. Stuttu siðar fannst gullhringur i bæjardyrum og var lýst eftir eiganda að honum. Gaf þá Kjartan sig fram og kvaðst vera eigandi hringsins og var honum afhentur hann. Hinn 28. desember 1865 fæddist þeim Eymundi og Halldóru dóttir. Var hún vatni ausin og nefnd Sigriður, vafa- laust eftir móður Eymundar. Varð hún siðar vel þekkt húsfreyja i Lækjarnesi i Hornafiröi.ErEymundur hafði dvalið 'eitt ár við járnsmiðanám i Danmörku, tók hann próf i iðngrein sinni. Meistari sá, er Eymundur vann hjá i Danmörku kom brátt auga á óvenjulegan hagleik og fjölhæfar gáfur hjá þessum unga Is- lendingi. Bauð hann Eymundi að dveljast hjá sér að kostnaðarlausu eitt ár enn og fullnuma sig i iðngrein sinni. Ennfremur átti meistarinn unga og glæsilega dóttur, er hann bauð Eymundi fyrir konu. Áður en Eymundur gæfi meistara sinum ákveðið svar, vildi hann fá sannar fregnir um allt heiman af Islandi. Skrifaði hann nú Stefáni Eirikssyni og tjáði honum allt um hagi sina og ósk- aði ákveðins svars um það, hvort hann mætti hugsa frekari til ráðahags við Halldóru. Fékk hann þá jákvætt svar frá Stefáni og kom aftur heim frá Danmörku árið 1866. Hinn 6. október það ár giftust þau Halldóra og Ey- mundúr og var brúðkaup þeirra haldið við mikla rausn á heimili brúðarinnar að Árnanesi. Um þessar mundir bjuggu i Dilks- nesi öldruð hjón, Páll Magnússon og Álfheiður Jónsdóttir. Sonur þeirra, Hallur var kvæntur Herdisi Bergsdótt- ir frá Árnanesi. Einhver snuðra varð á samlyndi eldri og yngri hjónanna i Dilksnesi, sem leiddi til þess, að Páll og Álfheiður leituðu athvarfs hjá Stefáni i Árnanesi og gáfu honum allar eigur sinar og einnig jörðina Dilksnes, gegn þvi skilyrði, að Stefán sæi þeim fyrir lifsframfæri upp frá þvi. Er Stefán Eiriksson var orðinn eig- andi að jörðinni Dilksnesi, gaf hann Halldóru dóttur sinni jörðina i heiman- mund og hófu þau Eymundur og Hall- dóra þar búskap þegar á næsta ári, en Hallur og Herdis hurfu burtu af jörð- inni og hófu búskap á Skálafelli i Suðursveit. I Dilksnesi bjuggu þau Halldóra og Eymundur frá árinu 1867 til 1902, eða i 35 ár. Var hjónaband þeirra mjög far- sælt og innilegt. En þrátt fyrir innri hamingju urðu þau fyrir margvislegu mótlæti. Börn þeirra urðu 16 og hefur það verið ærið dagsverk að fæða þau og ala upp með slikum myndarbrag, sem raun varð á. 1 kvæði, sem Eymundur yrkir á afmælisdegi sinum árið 1888 er þessu timabili ævi hans vel lýst i eftirfarandi stökum: Þótt auður heims ei hafi mér hlotnazt lifs á svæði daglegt brauð gaf drottinn hér, daglegt skjól og klæði. Sifellt fyrir sjónum mér svifa timar glaðir með svanna einum svo ég er sextán barna faðir. Sunnudagsblaö Tímans 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.