Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 9
stöðu við bibliuna. Maestlin, sem var varkár og friðsamur maður, taldi sig þvi ekki áhanganda kenningarinnar um hina nýju heimsmynd, þótt hann viki oft að þeirri kenningu og gerði nemendum sinum ljósa og trúverðuga grein fyrir henni. Allt bendir til, að hann hafi kynnt hugmyndir Koper- nikusar sem snjalla stærðfræði en ekki sannaða heimsmynd. Margir visinda- menn tóku einmitt þann kostinn til þess að forðast óþægindi. Maestlin var óvenjulega snjall kenn- ari, og undir leiðsögn hans festu fræði Kopernikusar rætur i hug hins unga guðfræðinema sem visindi, sem tóku hug hans fanginn, og hann sannfærðist um réttmæti þessarar heimsmyndar. Hann lagði æ meiri stund á stærðfræði og stjörnufræði og hann hafði góða að- stöðu til þess að sökkva sér niður i náttúrufræði, þótt hann sinnti mörgu öðru, tæki til að mynda virkan þátt i leikstarfsemi nemenda. Stærðfræðigáfur og frjálst hug- myndaflug Keplers leyndi sér ekki, og árið 1594 gerðist atburður, sem hafði vitæk áhrif bæði á Kepler og visindin. Stærðfræði- og stjörnufræðikennari prestaskólans i Graz i Austurriki lézt, og forstöðumenn skólans báðu háskól- ann i T'dbingen að benda á hæfan kenn- ara i hans stað. Háskólaráðið benti þá 5 stúdentinn Johannes Kepler, þvi að hann hafði þá þegar sýnt yfirburði sina i þessum fræðigreinum. Frjálshyggja hans i trúarefnum var þá alkunn við skólann, og vera má að prófessornum þar hafi þótt þægilegt að losna við hann með þessum hætti. Kepler tekur þvi við hinu nýja kennarastarfi i Graz i marz 1594. Tveimur árum eftir komu sina þangað, gefur Kepler út fyrsta rit sitt „Mysterium Cosmographicum”. 1 þessu smáriti er að finna fyrsta kim þess rannsóknarstarfs og ályktana, sem gerði kenningu Kopernikusar að öðru og meira en stærðfræðilegri ágizkun i augum heimsins. bar má sjá fyrsta visi að sönnunum fyrir ýmsum þáttum i kenningu Kopernikusar og siðara visindastarfi Keplers, ekki i skýlausum svörum heldur spurninga, sem hann ber fram. Ritið varð Kepler sjálfum að miklu gagni. Hann dró að sér athygli lærðra manna með þvi. Margir urðu hug- fangnir af nýjum og sjálfstæðum hug- myndum hans og glöggri framsetn- ingu og rökstuðningi. Eftirtektarvert er það, sem sjálfur Galilei skrifar um Kepler i ágúst 1597: ,,Ég hlýt sérstaklega að óska sjálfum mér til hamingju með að hafa slikan mann til leiðsögu i leit að sannleikan- 13. nóv. 1971 komst bandariski gervihnötturinn Mariner 9. á braut um Mart. Þá geisuðu miklir rykstormar þar, en brátt birti, og margar og skýrar nærmyndir fengust og sýndu ævintýralegt landslag. — Þessi mynd sýnir breiða og djúpa gjá með gljúfragreinum i Tithonius Lacus um 500 km sunnan miðbaugs. Sllka lands- lagsmyndun hafa menn ekki séð annars staðar en á Mars. Myndin var tekin 9. janúar 1972 úr 1977 km. fjarlægð, og hún nær yfir landsvæði, sem er 376 sinnum 490 km að flatarmáli. um og vita hann slikan sannleiks- mann. bvi miður eru svo einlægir sannleiksleitendur sjaldgæfir. Hér er þó hvorki staður né stund til þess að fárast um umkomuleysi aldarinn- ar. Ég hlýt fremur að gleðjast og fagna svo snjöllum ályktunum i þjón- ústu sannleikans”. Og siðar i sama bréfi segir Galilei: ,,Ég les rit yðar með sérstökum fögnuði vegna þess, að ég hef sjálfur sannfærzt um sanngildi kenninga Kopernikusar og mér hefur auðnaztað skilja og skýra marga hluti i náttúrunni með sjónauka hans, þótt þeir komi ekki heim við venjulegar hugmyndir. Ég hef margt skrifað um þessa hluti og lagt fram margar bein- ar og óbeinarsannaniren ekki drifzt að birta neinar þær niðurstöður enn af ótta við svipuð örlög og Kopernikus lærimeistari okkar hlaut. Hann er mjög dáður af fáum, en fjöldinn for- dæmir hann og afflytur. Heimskingj- arnir eru svo margir. Væru yðar likar fleiri, mundi ég hætta á að birta minar ályktanir. En þar sem þvi er ekki aö heilsa, læt ég kyrrt liggja”. Heimsmynd Kopernikusar gerði mönnum fært að reikna út hlutfalls- lega fjarlægð reikistjarnanna frá sól. En mundu þessir útreikningar opin- bera einhver önnur starfræðileg lög- mál? Hvernig stendur á þvi, að þessi fjarlægðarhlutföll eru þessi, og hvert er hlutfallið milli brautartimans og fjarlægðar frá sól? Hvers vegna fara reikistjörnurnar þvi hægar, sem þær eru fjær sólu og hvert er hreyfiafl þeirra? betta voru spurningar, sem Kepler bar fram og vildi finna svör við. Samkvæmt kenningu Kopernikusar gengu reikistjörnurnar eftir hring- t Sunnudagsblað Timans 33

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.