Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 22
Byggði fiós • • • Flutt af bls. 39 an mann og hjúkraði honum heima hjá mér, þangað til hann dó. — Þú hefur öldungis ekki verið iðju- laus um dagana? — Nei, ég hef fengizt við ýmislegt, það er alveg rétt. Ég hef nokkuð lengi lagt stund á sauma, en auk þess hef ég hjúkrað, stundað verzlun og búskap. En það er nú að visu ekki neitt undar-, legt, þótt sitt af hverju drifi á dagana á nærri áttatiu árum. — En hvað af öllu þessu heldur þú að þér hafi þótt skemmtilegast, þegar þú litur nú til baka? — Ja, þessu er nú vandsvarað. Ég. held að ég geti ekki gert það á annan hátt betur en með þvi að lofa þér að heyra visukorn, sem einu sinni hrökk fram úr mér, og er svona: Gleðistundir ótal átt’ég eins og bezt má sjá af þvi, að ég vildi, ef ég gæti, þær aftur mega lifa á ný. Ferðin norður . . . Flutt af bls. 42 augnayndis og stúderingar. Og krakk- arnir sem ekki höfðu komizt i sveit hlupu organdi og skælandi um allar trissur, þvert yfir götur og torg, lög- regluþjónum til skapraunar og öku- mönnum til ævarandi hrellingar. Þetta var skemmtilegt lif, miklu merkilegra en einhver dauð hús og rykfallin söfn sem aðeins þrifast á menningarhræsni og yfirborðstildri i hugsun. Og þetta var einmitt útsýnið úr herbergisgiugganum minum. Siðdegis fór ég i leiðangur um bæinn þveran og endilangan. Ég kunni vel við húsin og bæjarstæðið er fallegt i svona veðri. Sérstaklega átti trjá- gróðurinn sem viða setur svip á göt- urnar vel við mitt skóglausa hjarta. Ég kom við i Landsbankasalnum. Þar hitti ég Hjálmar og hann reykti eins og ryðgaður gufudallur. Hann var tauga- óstyrkur. Hann kynnti mig fyrir Ölafi Tryggvasyni sem þarna var staddur. Við tókum siðan langt tal saman. Við lögðumst feiknalega djúpt i ihugunum okkar um eðli og rök lifsins. Það þýðir ekkert að skýra frá þeim hér. Ég kunni vel við Ólaf. Hann var blátt áfram og eðlilegur, viðfeldinn og skemmtilegur, en eilitið dularfullur. Hjálmar bauð mér i kvöldmat. Þar át ég bjúgu.með beztu lyst. Maturinn á hótelinu var óætur og ég keypti mér hamborgara tvisvar á dag á Bautanum. Ég hafði ekki hugmyndaflug til að biðja um annað. Hjálmar sagði mér að Sigurður Hjartarson skólastjóri væri hér stadd- ur og heföi farið eldsnemma um morg- uninn til fjalla i leit að steingerving- um. Það þótti mér mikill áhugi. Siðar hittum við Sigurð og þá lá vel á honum. Þá var ég alveg að þvi kominn að lauma þvi út úr mér að nú væri allur andlegi aðallinn á Skaganum saman- kominn á Akureyri. En ég vissi ekki hvernig þessu yrði tekið svo ég sat á strák minum. Næsta dag var alský jað loft, en mjög milt og stillt veður. Ég fór snemma á fætur og gekk nú Hafnarstræti á enda. Það er skemmtileg gata með mörgum gömlum húsum. I einum húsgluggan- um sat heljarstór fressköttur og horfði á mig með fyrirlitningu. Hann var ná- kvæmlega eins og Karl Marx i framan. Ég tók mynd af spekingnum sem ég stækkaði siðan og hengdi upp i her- bergi minu þvi ég er mikill marxisti. Við Nonnahús sá ég snarbrattan og erfiðan stig sem lá upp brekkuna. Er þetta vegur dyggðarinnar? hugsaði ég. Þvi ekki að ganga hinn grýtta og þrönga stig? Og ég fetaði mig upp veg- inn til lifsins, en áður en ég vissi af var ég kominn i kirkjugarð. Allt i einu var ég umkringdur hvitum krossum og blásvöirtum legsteinum. Hér hvila þá framliðnir Akureyringar. Ég fór að lesa á nokkra legsteinana. Það var skrýtið hve margir er sváfu i þess- um gröfum báru dönsk ættarnöfn Og neðst á grafskriftum þeirra er nöfn- unum skörtuðu stóð oft: Hvil þú i friði eða: Drottinn blessi þig. Margir þess- ara nafnbera höfðu verið kaupmenn i lifenda lifi og kannski okrað og svindl- að, svikið og prettað. Þeim veitti þvi ekki af náð og miskunn. En mitt á meðal þessara höfðingja fann ég litla gröf sem lét ekki mikið yfir sér. Graf- skriftin var á þessa leið: Hér hvilir Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 6/2 1902, d. 7/8 1922 og dóttir hennar f. 7/8 1922, d. 7/8 1922. Meira var það ekki. Hennar var ekki beðið blessunar guðs, enda hafði hún kannski alið barn sitt i iausa- leik og uppskorið fyrirlitningu þeirra virðulegu góöborgara er hvildu i kringum hana. Og barn hennar sem getið var i óhelgi fylgdi móður sinni i dauðann. Til hvers kviknar lif til þess eins að deyja? Hver er tilgangur slíkr- ar þversagnar? Og faðirinn. Hver var hann? Var hann enn á lifi? Eöa hafði hann sprungið af harmi eða drukkiö sig i hel. Eða varð hann sárfeginn aö losna við stúlkuna og barnið á þennan hátt? Ef til vill var þetta barn ávöxtur einnar léttúðarfullrar skammdegis- nætur. Faðirinn slapp vel frá sliku ævintýri. En móðirin varð að gjalda fyrir synd sina með lifinu. Hvert er þá réttlætið? Hvað fólst i raun og veru aö baki þeirrar at- burðarásar sem hér átti sin dapurlegu endalok? Var þessi dimma og djúpa gröf ekki táknræn fyrir tilgangsleysi og óréttlæti lifsins? Var hún ekki ein- mitt sönnun þess að enginn guð er til, eða að minnsta kosti að hann er full- komlega ósiðrænn sé hann til? Eða virðist okkur aðeins lifið miskunnar- laust og hart af þvi að við skynjum svo litið brot af þvi sjónarspili sem atburð- ir lifsins eru og alheimurinn i heild? Ég stóð þarna andspænis erfiðari ráð- gátu en ég var fær um að leysa. En hún hefur fylgt mér alla tið siðan og hugur minn leitar oft að þessari litlu gröf á hæðunum fyrir ofan Akureyri. Nú er hún hulin mjúkum snjó. Hann var kominn á norðan þegar ég vaknaði næsta morgun og það hafði snjóað efst i Vaðlaheiði. En mér var sama. Ég var á förum. Ég hafði skemmt mér vel og upplifað ýmisiegt. Nú mátti leggjast isöld yfir Norður- land fyrir mér. Ferðin heim var tið- indalaus eins og allar heimferðir. Kirkjuþáttur . . . Framhald af 43. siðu. segir: ,,Hamingjan er i þvi fólg- in, að setja sina eigin hamingju i veð fyrir annarra heillir”. Munum þvi vel á nýju ári og framhaldandi hamingjuleit, að góð voru ráð forsetans og for- sætisráðherrans um sælukennd sálar yfir nýrri þekkingu og skapandi störfum. En hitt má ekki heldur gleymast, að fórn- arlund er lika heillabrunnur gróandi þjóðlifs. ,,Allt sé hjá yöur i kærleika gjört", hvort sem það er smávik hversdagsins, predikun prests eða leiðtoga, liknarstarf læknis og hjúkrara, framlag til Mana- gua, fyrstu skyldustörfin 1973, eða framlag listamanns til fegra lifs. Árelius Nielsson. Lausn á 42. fi fi ^■+"2 krossgátu ku$un(* K K fí U / * d í T E N A s fí Y fí R U 3 fi s n a s fí L I T / N fl A R A N R HALLVtKft$ K l\ U F Ö 4 fí L. / N I N U X G C fíU fí R N N 'ft A S f GKAN i RNAK ’fí T A N 0 K fí fí U R A K U N G R’o R fí u n fíj fí R R A MVA R S S T R 'fl R'fí U N 0 U w M 'A w / S S F R Z> R A K R o R K / /y fi * / M fí '0 N fí R fí V fl L 't-fíLJ/INGfíRP/ l- Sunnudagsblað Timans 46

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.