Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 10
braut. í hugleiðingum sinum um þetta kerfi, lét Kepler i ljós ýmis sjónarmið, sem voru alveg ný i sögu stjörnufræð- innar. Hann reyndi að finna samhengi og samsvörun i brautartima reiki- stjarnanna, og fjariægð frá sól. Hann kemst loks að þeirri niðurstöðu, að hreyfilögmál reikistjarnanna sé ein- mitt bundið i þessu, og frá sólinni leggi einhverja orku, sem sé kjarni þessa lögmáls. Við athuganir á stjörnufræðiskrám Kopernikusar um tima og fjarlægðir, urðu þessar hugmyndir sifellt ágeng- ari. Þetta kom einmitt vel heim við há- spekiviðhorf hans. Og þessar hug- myndir urðu einmitt grundvöllur þró- unar i stjarnfræðivisindum. Einhver sá fyrsti, sem Kepler sendi rit sitt, var stjörnufræðingurinn Tyge Brahe. Vegna sundurlyndis við dönsku konungsfjölskylduna hafði hann þá verið hrakinn frá rannsóknarstöð sinni á eyjunni Hveðn og hélt sig i Hamborg Kepler hafði ritað Brahe bréf með bókinni, og i svari sinu segir hinn frægi stjörnufræðingur, að hann langi til að veita Kepler einhverja aðstoð við hinarerfiðu rannsóknir, „einkum væri mér kærkomið, aö þér heimsæktuð mig og rædduð við mig um þessa háfleygu hluti”, segir hann. Brahe var mesti og rökvisasti at- hugandi i sögu stjörnufræðinnar til þess tima, en hann viðurkenndi ekki kenningu Kopernikusar, Kepler var einnig ljóst, að þessi kenning var enn aðeins hugsaðar útlinur, þvi að Koper- nikus hafði sjálfur gert fáar sljarn- fræðiathuganir henni til stuðnings. Hana yrði aðeins unnt að sanna og skýra betur með athugunum. Þetta skildi Kepler, og það knúði hann til þess að halla sér að Brahe. Hann von- aði að fá aðgang að hinum miklu at- huganaskýrslum Brahe og finna þar svör við mikilvægum spurningum. Siðustu árin á Graz voru Kepler þungur reynslutimi. Þá missti hann m.a. tvö fyrstu börn sin. En þá leitaði hann fróunar i starfinu. í des. 1599 skrifar hann Herwart: „Þótt hin hættulega aðstaða okkar valdi okkur miklum truflunum, þá hef ég þegar skipað rannsóknum minum i heil- steypt kerfi og gert megindrætti bókar, sem ég kalla: „Hinir sam- ræmdu heimar”. Þessa bók taldi hann jafnan meginverk sitt, og henni lauk ekki fyrr en tuttugu árum siðar. Meðan Kepler hugsaði um heims- samræmið, hlaut hann ný áföll. Klofn- ingurinn á kristninni varð æ meiri og dýpri. Haustið 1598 var öllum mótmæl- endakennurum i Graz skipað að fara úr borginni að viðlagðri dauðarefs- ingu. Kepler fékk að visu frest, en 34 hann fór þegar að leita fyrir sér um nýtt starf. Vonir hans beindust að Tyge Brahe. Brahe var þá orðinn „keisaralegur stærðfræðingur” hjá Rudolf II i Prag. Þótt hann liti bók Keplers með nokk- urri gagnrýni, var honum vel ljós kunnátta hans og snilligáfur. Svo fór, að Brahe fékk Kepier ráðinn sem að- stoðarmann sinn hjá Rudolf keisara. Kepler kom til Prag i febrðar árið 1600. Brahe sendi vagn eftir honum og þeir hittust 5. febrúar. Brahe hafði þá lokið meginverki ævi sinnar og var orðinn 53 ára. Kepler var þá aðeins 28 ára og i öndverðu sinu æviverki, óþolinmóður mjög og áfjáður i að geta staðreynt kenningar sinar með athug- unum Brahe. Þetta var viðburðarikur mánuður i evrópskri visindasögu. Tólf dögum eftir fund þeirra Keplers og Brahe lézt italski heimspekingurinn Gioano Bruno. Hann hafði útfært á ýmsan hátt kerfi Kopernikusar og náði viðtækari viður- kenningu en mörgum valdhöfum þeirra tima likaði. Rómverska kirkjan leit á Bruno sem villupostula — alveg eins og Kopernikus, og hann var leidd- ur á bálið i Róm. Hann varð einn hinna mörgu pislarvotta frjálsrar hugsunar á þeim timum. Aðeins tveimur árum eftir komu Keplers til Prag lézt Brahe, og Kepler var gerður að eftirmanni hans skömmu siðar. Þar með fékk hann það hlutverk aö halda áfram athugunum Brahe og annast rannsóknartæki hans. Hann átti einnig að halda áfram úr- vinnslu hans, og Pragtiminn hefur löngum verið talinn hásumar visinda- ævi Keplers. Fjölskyldulif hans var þá hamingjusamt, og hann hafði góða og vel launaða stöðu, þótt launin væru stundum greidd óreglulega. Fyrsta meginverkefnið, sem Kepler beitti sér að á þessum blómatima visindastarf hans, var athugun á reiki- stjörnunni Mars. Þetta reyndist siðar mjög hagkvæmt siðari rannsóknum hans. Athuganir Brahe á Mars og duttlungar þessarar reikistjörnu, urðu meginvandamáli Keplers. Eftir þvi sem Kepler kannaði betur skýrslur Brahe, varð honum ljósara, að skoða varð mörg viðfangsefnin á miklu breiðari stjarnfræðilegum grundvelli, en hann hafði gert. En það heillaöi Kepler einmitt, og áður en varði var hann kominn i hina miklu og löngu styrjöld sina við Mars. Þeirri styrjöld lýsir hann i aðfararorðum Astronomia nova, en það er hið mikla visindaverk hans um Mars-rannsókn- irnar og kom út 1609. Þetta er hátind- urinn i visindastarfi Keplers og þar er gerð ýtarleg grein fyrir hinu fyrsta lögmáli, sem hann sýndi fram á um göngu reikistjörnunnar og jafnframt um brautarlögun reikistjarna, en upp- götvun þeirra lögmála gerði nafn hans ódauðlegt. Ritverk þetta er tileinkað Rudolfi keisara og i inngangi er á skáldlegan hátt brugðið upp myndum af hinni langvinnu baráttu visindamannsins fyrir þvi að koma Mars og öðrum reikistjörnunum i stærðfræðilegt göngukerfi. I þessu visindariti gefast svör við ýmsum þeim spurningum, sem Kepler bar fram i fyrsta riti sinu, en nýjar og enn kvassari spurningar koma lika fram. Til að mynda: Hvaða hlutfall gildir milli hringbrautartima reiki- stjarnanna og fjarlægðar frá sól? Hvað er það, sem hreyfir þær, og hvernig er þessari hreyfingu háttað? Fyrst i stað hélt Kepler, eins og Koper nikus — að brautir reikistjarna væru reglulegar og hringlaga. A þeim tima var ekkert stjarnfræðilegt hugtak eins staðfast og algilt sem hringurinn. En nú komst Kepler að þvi, að Mars var ófáanlegur til þess að lúta lögmáli hringsins á göngu sinni. Þó leið langur timi þangað til Kepler tókst að rjúfa vald hringsins. Einhver mesti árangur, sem Kepler náði, var að sýna og sanna það, sem siðar var kallað „annað lögmál” Kepl- ers. Það er um breytingar á hraða reikistjarnanna. Það lögmál er á þá lund, að hreyfing reikistjörnu sé með þeim hætti, að bein lina frá miðju sólar til miðju reikistjörnu marki á jafn- löngum tima jafnstóra fleti. Eftir þennan sigur einbeitti Kepler sér að þvi að rannsaka brautarlögun reikistjarnanna. 1 þeirri könnun hvarflaði sporbaugurinn að honum hvað eftir annað, þótt hann vildi lengi vel ekki fella sig við hann. En þegar hann merkti með punktum á blað eins nákvæmlega og honum var unnt stöðu Mars á ýmsum timum Mars-ársins, komst hann ekki hjá þvi að sjá, að brautin var sporaskja. Það var vorið 1605 sem Kepler taldi sig sannfærast um þessa staðreynd, og hann ræðir i fyrsta skipti um hana i bréfi til Fabriciusar 11. okt. það ár: „Nú er niðurstaðan ljós. Braut reikistjörn- unnar er sporöskjulöguð”. Loks hafði Kepler orðið að láta undan siga og fall- ast á það, sem Mars hafði verði að reyna að sannfæra hann um: Braut reikistjörnu er sporöskjulöguð, og sól- in er jafnan i brennipunkti spor- öskjunnar. Þetta er hið svonefnda fyrsta lögmál Keplers. Okkur finnst það bæði áhugavert og merkilegt að komast að raun um, hve Sunnudagsblað Tímans i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.