Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 6
Af þeim nú eru þrjú með Krist þrauta fjarri standi Þrettán heimsins hafa visf hraust og vel lifandi. Eins og sjá má af stökum þessum hafa þrjú af börnum þeirra hjóna dáið i bernzku, og stúlka er Margrét hét hefur dáið litlu siðar. Og árið 1869 deyr Guðrún dóttir þeirra, þá gift kona og þriggja barna móðir. Hafði hún um nokkurt skeið dvalið i Ameriku ásamt eiginmanni sinum, er Jóhann Halldórsson hét og var upprunninn úr Reykjavik. Var Guðrún á leið heim til foreldra sinna frá Ameriku, þá orðin helsjúk, en lézt á Djúpavogi. Sótti Eymundur likið til Djúpavogs og flutti á kviktrjám suður að Dilksnesi. Mörgum árum áður en Guðrún lézt bar undarlega sýn fyrir Eymund. Guðmundur J. Hoffell segir sögu Eymundar á þessa leið i bókinni „Skaftfellskar þjóðsögur og sýnir”: ,,Ég var við smiðar uppi á Papósi hjá verzluninni þar. Þetta var um haust og orðiö skuggsýnt, þegar ég kom vestur i Nesjalöndin. A mörkum Hóla og Dilkneslands eru klettar, sem Skaröshólar heita. Þegar ég var kom- inn vestur fyrir hólana, sá ég nokkurn hóp manna koma riðandi þar að neð- an. Mér þótti það undarlegt, þvi að ég áttiþarekki von á mönnum. Hélt þessi hópur áfram stefnunni sniðhallt fyrir framan mig. Sá ég það á einum hestin- um var likkista. Var hún að öllu eins og likkistur voru vanar að vera, nema hún var ómáluð. Fór hópurinn og sér- staklega hesurinn, sem likkistan var á, nálægt mér, svo að ég sá greinilega árhringina i trénu á lokfjöl þeirri.er að mér snéri. Hópurinn hélt áfram og hvarf undir hóla, sem eru þar ofar og vestar i landinu. Þar sem likfylgdin fór yfir voru blautar keldur á leiðinni. En þar varö enginn stanz. Hópurinn hélt áfram, jafna ferð þar sem annars staðar, alveg beina linu. Hesturinn, sem ég reið á, hvessti eyrun eins og að hann heyrði eitthvað, eða yrði einhvers var. Ég heyrði ekkert er hópurinn reið framhjá mér og ég varð ekkert hrædd- ur. En þegarégkom inn i ljósbirtuna, leið yfir mig”. Þannig sagðist Eymundi frá. Veturinn 1896 kom Guðrún dóttir Eymunds, eins og áður segir, frá Ameriku og lézt á Djúpavogi á heim- leið. Eymundur og einhverjir fleiri fóru austur á Djúpavog með hesta og flutti likið landveg til Hornafjarðar. A Djúpavogi smiðaði Eymundur kistu utan um likið og var hún að lögun eins og likkistur þá gerðust, en ómáluð. Var farið með likið yfir Nesjalöndin, sömu leið og Eymundur sá sýnina 16 árum áður. Fáar skráðar heimildir eru til um dvöl Eymundar i Dilksnesi, nema nokkur kvæði eftir hann, sem einkum lýsa veðurfari, árstiðaskiptum og svo ýmsum atvikum úr fjölskyldulifinu. En samkvæmt óyggjandi heimildum frá samtiðarfólki, hefur hann snemma verið talinn mikið afbragð annarra manna vegna fjölhæfra gáfna og sem þúsund þjala smiður. f bæjarvisum séra Jóns Jónssonar um bændur i Nesjahreppi árið 1879 er þessi visa tileinkuð bóndanum i Dilks- nesi: Smiður góður, garði fróður ræður i Dilksnesi Eymundur, yggur kesju fjölhæfur. Danmerkuför Eymundar hefur ef- laust átt sinn þátt i að auka viðsýni hans og leysa úr læðingi orku, sem annars hefði siður fengið að njóta sin. Félagslif sýslubúa hefur þá ekki verið margbrotið, en fyrir framtak ymissa forustumanna eru þá ýmsar félags- málahreyfingar að fæðast, sem eiga eftir að hafa gagnger menningaráhrif á sýslubúa. Og Eymundur Jónsson verður einn af framherjum þessara menningarmála. Arið 1870 er Gránufélagið stofnað af bændum i Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum. Framkvæmdastjóri þess var dugmikill framfaramaður Tryggvi Gunnarsson. Brátt eignuðust Austur- Skaftfellingar hluti i Gránufélaginu og voru skip þess fengin til að sigla með vörur á Hornafjörö. Eymundur var þaulvanur sjósóknarmaður og gagn- kunnugur innsiglingu á Hornafjörð. Arið 1876 kemur fyrsta skip Gránu- félagsins á Hornafjörð. Eymundur i Dilksnesi vann manna mest að þvi að fá skip þetta til að sigla þangað og gerðist leiðsögumaður þess. Sigldi hann skipinu inn að Stapakletti og lagði þvi milli Stapakletts og Óslands. Hefur hann áður vafalaust verið búinn aö mæla dýpi á innsiglingunni og athuga straumlag og straumhraða i ósnum. Upp frá þvi var Eymundur leiðsögumaður skipa, er sigldu inn á Hornafjörð um langt árabil. Arið 1879 er Hornafjörður fyrir at- beina Stefáns alþingismanns i Arnesi löggiltur verzlunarstaður með lögum frá Alþingi. Fer þá þegar að vakna áhugi manna i sýslunni fyrir að fá verzlunarskip til að sigla inn á Horna- fjörð. Hinn 12. febrúar árið 1895 er að Bjarnarnesi i Hornafirði haldinn full- trúafundur bænda i Austur-Skafta- fellssýslu og þar ákveðið að stofna kaupfélag, er annast skyldi vörukaup fyrir sýslubúa. Var Þorleifi Jónssyni i Hólum falið að annast vörukaup fyrir félagið. Fór hann i þeim erindum á fund Ottós Wathnes kaupmanns á Seyðisfirði og varð árangur þeirrar ferðar sá, að skipið „Vágen” var feng- ið til að sigla með vörur til hins ný- stofnaða kaupfélags á Hornafirði. Kom Vágen til Hornafjarðar siðustu daga aprilmánaðar, eftir allmikla hrakninga gegnum hafis á Austfjarða- höfnum. Eymundur i Dilksnesi kom á móti skipinu út fyrir Hornafjarðarós og týrði þvi inn um ósinn á liggindi og lagði þvi i lægi við vesturfjöruna. Eymundur Jónsson var i fyrstu stjórn þessa kaupfélags, sem reyndar var ekki annað en pöntunarfélag og hann tók að sér að annast einn alla vöru- dreifingu i hinar einstöku deildir félagsins, og sennilega hefur hann þá einnig veitt móttöku innlendum vörum svo sem ull og fleiru frá viðskipta- mönnum. Vorið 1897 flytur Ottó Tulini- us verzlun sina frá Papósi til Hafnar i Hornafiröi. Hinn 7. september það ár kom gufuskipið Alfa með vörur til verzlunar Tuliniusar á Hornafirði. Enginn lögskipaður hafnsögumaður var þá á Hornafirði, en Eymundur i Dilksnesi venjulega fenginn til að leið- beina skipum út og inn um ósinn vegna kunnugleika. t þetta sinn tókst ekki að ná i Eymund i tæka tið og sigldi skipið án leiðsögumanns inn ósinn i harðasta innfalli. Tókst þá svo illa til, að skipið strandaði á eyri innan við skipaleg- una. Kom Eymundur allmikið við sögu, er reynt var að losa skipið og fyrir hugkvæmni hans tókst að ná skipinu af strandstaðnum. Eymundur hafði engin laun af opinberu fé fyrir leiðbeiningarstarf i þágu skipa við Hornafjarðarós, en skipin sjálf greiddu honum einhverja þóknun. Ekki mun hann heldúr hafa fengið mikil ómakslaun fyrir störf sin i þágu vörudreifingar kaupfélagsins. P’ramhald i næsta blaöi 4? 30 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.