Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 17
ævintýri á svipuðum slóðum. Honum fannst sem einhver slæðingur væri að flækjast fyrir sér svo hann komst ekkert áfram. Hann stigur þá út úr bifreiðinni og grandskoðar hana i krók og kring en finnur ekkert athugavert. En þegar hann settist aftur inn i bilinn fann hann hvergi stýrið! Hefur hann ekki orðið samur siðan. En það kom ekkert grunsamlegt fyrir okkur þarna á halsinum og þótti mér það hálvegis miður en var þó feginn, er hættan var liðin hjá. Á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd gnæfir kirkja sem reist var i minningu Hallgrims Péturssonar. Hallgrimur þessihefur verið átrúnaðargoð þjóöar- innar i nær þrjár aldir vegna sálma nokkurra er hann orti um pinu og dauða Jesú Krists. Satt er það, að vel er kveðið og andriki og orðsnilld ein- stök. En það er langt i frá að listrænir verðleikar þessa verks hafi sett Hallgrimi á þann stall sem hann trónir nú á.bað er fyrst og fremst efni og boð- skapur sálma hans er hefur skipað honum i meistaratölu hjá valdhöfum og almenningi og þó einkum og sér i lagi kirkjunnar mönnum. Ef hann hefði ort veraldleg ljóð af sama list- fengi og Passiusálmana, hefði hann aldrei verið gerður aðþjóðardýrlingi.Og innihald Passiusálmanna er dapurleg og lágsigld siðfræði og úreltar guð- fræðihugmyndir. Fjölmargir lista- menn er standa Hallgrimi jafnfætis eða jafnvel framar hafa aldrei fengið viðurkenningu til jafns við hann ein- faldlega vegna þess aö ekki eru unnt að nota verk þeirra i áróðursskyni fyrir sérstakri lifsskoöun eða hug- myndafræði. Nú hefur risið upp sam- komuhús rétt við hlaðvarpann á bæ séra Hallgrims. Þar drekka ungir Akurnesingar og sveitamenn i grennd- inni frá sér vitið um helgar. Og þegar skröllunum lýkur er bitizt og slegizt, hrækt og bölvað . barizt og hatast og Saurbæjarkirkja horfir glottandi á upprennandi æskulýð landsins æla undir veggjum og hrjóta i lautum á sömu jörð og séra Hallgrimur hafði undir fótum er hann orti sálma sina drottni til dýrðar. Varla hefur hinn fróma guðsmann rennt grun i að þrem öldum siðar yrðu hinir einu raunveru- legu guðir þjóðar hans vinguðinn Bakkus og auðguðinn Mammon. Ég hafði gaman af að koma i Norð- urárdal. bað er fallegt i góðu veðri, en nú var hellirigning og þoka svo dalur- inn var miður sin og i döpru skapi. Ég dvaldi einu sinni heilt sumar við Hreðavatn. Það var bezta sumar sem komiðhefur i Borgarfirði. bá skein sól hvern dag og hitinn var eins og i út- löndum. Þá var gaman að lifa. Mér fannst dálitið einkennilegt að fara Holtavörðuheiði. Hún er ekki aðeins eyðileg heldur einnig framúrskarandi flatneskjuleg og kollindoðruleg. Það hefur áreiðanlega ekki verið á þessari heiði þar sem Steingrimur heyrði svanasönginn fræga. Skyldu menn hafa orðið úti hér? Það hefur verið háðulegur og litt hetjulegur dauðdagi að gefast upp i jafn heimsku og ömur- legu landslagi. Ekki er Hrútafjörður meira augna- yndi. Hann er eins og langt mjótt strik og beggja vegna eru andlausir og geö- stirðir hálsar. Hvernig fara menn aö þvi að lifa á svona stað? Hvað hugsa þeir? Um hvað tala þeir? Þó hefur þessi langi og ómerkilegi fjörður verið gerður ódauðlegur i islenzkum bók- menntum. Hér bjó nefnilega elskan hans Þórbergs. Það var stoppað við Staðaskála svo farþegar gætu glatt munn sinn og maga, en ég klöngraðist upp á hól nokkurn við veginn með landakort og tslenzkan aðal i höndun- um, skimaði i allar átti áttir og kikti á kortin og i bókina annað veifið til að átta mig á staðháttum. Beint á móti veitingaskálanum vestan megin fjarð- ar var Fjarðarhorn. Þar rökræddi Þórbergur við Kristinu húsfreyju um guð og alheimsviðátturnar. Elskan hans hlýddi á. En honum tókst ekki betur upp i visdómi sinum en svo að hún fékk á honum skömm og fyrirlitn- ingu. Heimspeki getur verið hættuleg þegar menn reyna að vinna hylli ungra meyja með dökkt hár og sindrandi augu. Og þarna var Borðeyri þar sem ofvitinn drakk sig fullan og söng af mikilli tilfinningu til að gera andann reiðubúinn. ,,En þegar andinn var reiðubúinn var holdið orðið lekandi máttlaust”. Þessi eyri er eins og pinu- litiö sker i firðinum og þar dotta ofur- litil hús og geispa af lifsleiða. Beint á móti Borðeyri eru Þóroddstaðir. baðan lagði Þórbergur á vit hins ókunna á blóðlötustu truntu er hann haföi á bak komið. Á bænum er nú veðurstöð og þaðan berast veðurskeyti i júli á þessa leið: Norðan 5, rigning og súld, hiti 5 gráður. Arum saman hafði mig drey.mt um þennan fjörð, sem i vitund minni var hulinn ævintýraleg- um ljóma og rómantiskri fegurð. Og nú stóð ég þarna eins og fábjáni á upp- háum malarhrauk og glápti á stað- reynd veruleikans. Var þetta i raun og veru Hrútafjörður? Hafði hann þá tekið geigvænlegum stakkaskiptum siðan 1912? Eða hafði Þórbergur ein- faldlega gert sér litið fyrir og smiðað sér nýjan fjörð til eigin brúks i Islenzk- um aðli? Hve skáld geta verið svivirði- legir loddarar. Ég hrökk upp af þessum hugsunum við drynjandi baul i flautunni. Rútan var á förum. Ég hrökklaðist öfugur niður hólinn, stakk kortunum og bók- inni i vasann og skundaði i sæti mitt. Farþegarnir sneru sér við og litu á mig með vorkunnsömu brosi. Ég hafði ekki gefið mér tima til að fá mér svo mikið sem pylsu i skálanum og nu fór maginn að gerast hávær og kvartaði sáran Ég varð að umbera þær harmatölui alla leið til Blönduóss. bar var hádegis- matur etinn á hótelinu. Mér var það raunar ráðgáta hvaða tilgangi það þjónaði að byggja hótel á jafn óskemmtilegum stað við hrollkaldan Húnaflóann sem gretti sig framan i mann. Það var eina útsýnið. En ég hef alltaf verið spenntur fyrir dölunum i Húnavatnssýslu. Ég hafði lika gaman af að fara Langadai. Þar er talsvert kjarr sem bendir til þess að þó nokkru hlýrra sé þar á sumrin en úti við fló- ann. 1 miðjum dalnum höfðu vega gerðarmenn umturnað þjóðveginum á löngum kafla. Við uröum þvi að fara einhverja vegleysu fyrir neðan veginn. Billinn hallaðist iskyggilega mikið og ég starði beint framan i ófrýnilega ásjónu Blöndu sem virtist óskemmti lega djúp og tilbúin að svelgja rútuna meö öllu innihaldi. Ég flýtti mér að rifja upp rökin fyrir framhaldslifinu En billinn rétti sig við og ég gerðist aftur sanntrúaður efnishyggjumaður t Æsustaðaskriðum innst i Langadal er talið reimt og mættu einmana ferðamenn, er þar áttu leið um i myrkri, stundum manni er hélt á höfð- inu undir hendinni. Þaö hefur verið þjóðlegur draugur. En nú var bjartur dagur og við urðum einskis vör. t Bólstaðahlið hafa Húnvetningar reist félagsheimili og kalla það Húna- ver. Ber nafnið hugmyndaflugi þeirra fagurt vitni. Þarna eru haldin hin ægi- legustu böll með ferlegum fyllirium svo lögreglan á Blönduósi veit ekki sitt rjúkandi ráð. En það hlýtur að vera al- veg einstök lifsreynzla að drekka sig fullan á jafn fögrum stað. Siðan var haldið upp Stóra-Vatns- skarð. Þá blasti við Svartárdalur, langur og mjór og spennandi. Ég hef sjúklegan áhuga á djúpum og dimm- um dölum og löngum og mjóum fjörð- um Mætti vel segja mér að Freudistar telji það útslátt frá kynferðislegum komplexum. Þegar til Varmahliðar kom hafði stytt upp og það sem eftir var leiðarinnar var bjart yfir þó ekki sæi til sólar að ráði. Þó að Skaga- fjörður sé flatur fannst mér hann bæði fallegur og skemmtilegur. Og Skag- firöingar hafa haft listfengi til aö skýra fjöll sin nöfnum eins og Glóða feykir og Tindastóll. Ég sneri mig Sunnudagsblað Tímans 41

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.