Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 8
Hvita svæðiö, sem Mars-könnuöir kannast við og kalla N'ix Olympica reyndist vera geysistórt eldfjall um 500 km i þvermál við fjallsrætur. Það er þvi tvisvar sinnum stærra en stærsta eldfjall á jörðinni, IVIauna Loa á Hawai-eyjum. Aðal- gigurinn er 65 knt i þvermál. Myndin er tekin úr Mariner !). i lok janúar 1972. hinn mikli forgöngumaður hans. Kopernikus. Þegar i barnæsku komst Kepler i náin tengsl við náttúruna fyrir áhrif frá móður sinni. Margt annað bendir til að hann hafi likst henni mjög og hlotið margar gáfur sinar aö erfð- um frá henni. Faðir hans kemur litt við sögu hans. þótt hann væri af aöals- ætt. Hann var ævintýramaður og reik- ull i ráði og hvarf af vegum fjölskyld- unnar. Móðirin hafði hins vegar miklu örlagameiri áhrif á Kepler. Sagn- fræðiheimildir herma, að hún hafi ,,búið yfir þekkingu á dularmætti náttúrunnar" og kunni skil á lækningamætti jurtanna. Á elliárum 32 stóð hún fyrir rétti sem galdranorn. og þau réttarhöld hefðu vafalaust leitt hana á eld. ef hinn frægi sonur hennar hefði ekki beitt sér af alefli henni til bjargar. Eitt ákæruatriðið var það. að hún hefði alizt upp hjá frænku sinni. sem var dæmd galdrakona og lauk lifi sinu i eldi. Allt bendir til þess. að Kepler hafi haft nokkur kvnni af náttúrudulfræð- um. sem kirkjan fordæmdi og kallaði myrkraöfl, og voru þvi iðkuð i leynd- úm. Að kenningu kirkjunnar var að- eins unnt að komast að ..leyndardóm- um náttúrunnar" með tilstyrk djöfuls- ins, og að kristinni kenningu þeirrar aldar var náttúran þvi sérstakt konungsríki myrkrahöfðingjans. Almenn viðhorf þessara tima urðu þess valdandi, að Kepler helgaði sig að verulegu leyti kristilegri náttúruheim- speki. Hann átti þó aldrei sæld að fagna á þeim akri. Anstæðar vigstöðvar voru að myndast og ekki varð neinum vært i báðum. Annar flokkurinn jós fræöi sin úr brunni helgirita og krafð- ist aðlögunar allra náttúruskýringa að fornum ..sannindum” þeirra, en hinn hópurinn byggði á athugunum og nýj- um fræðupi á grundvelli þeirra. Striðið harðnaði i sifellu, og i Evrópu varð það að þrjátiu ára bræðrastyrjöld, sem klauf kirkjusamfélagið niður i rætur. Upphaflega var til þess ætlazt, að Kepler yrði prestur. Hann gekk bæði i latinuskóla og prestaskóla, áður en hann fór i mótmælendaháskólann i Tiibingen. Sá skóli var á þeim timum talinn háborg kennisetninga mótmæl- enda. Þegar Kepler hóf prestsnámið átján ára að aldri. var hann þegar orð- inn viðlesinn og mikill grúskari og þegar farinn að særast af klafa rétt- trúnaðarins og árásum hans á þá menn. sem efuðust og leyfðu sér að hugsa á annan hátt. Þegar á fyrsta námsári i háskóla syndi Kepler staðfastan vilja til hlut- lægra álvktana á öllum sviðum og sannfæringu um að kennisetningar rétttrúnaöarins hefðu ekki að geyma allan sannleika. Trúarsannfæring hans og áhugi á guðfræði kólnaði þó ekki. þótt hann þjáðist undir oki hins steinrunna hugsunarlifs samtiðar- kirkjunnar. Hann leitar sifellt að end- urnyjun og lagði snemma grundvöll að mikilli þekkinguá tengslum kristinnar heimspeki við hina forngrisku hugs- uðu. Auðséð er. að hann hefur þegar á æskuárum drukkið af öðrum lindum en þeim.sem mótmælendaguðfræði þeirrar tiðar hafði að bjóða. Einn kennaranna i háskólanum i Tubingen haföi úrslitaáhrif á Kepler. Sá var þó ekki guðfræðingur, heldur stærðfræöingurinn og stjörnufræðing- urinn Michael Maestlin. maður. sem Kepler.tignaði og dáði alla ævi. Á þessum timum fengu guðfræði- nemar ekki aðeins leiðsögn i málum og guðfræði, heldur einnig i stærðfræði og stjörnufræði. Maestlin var mikill stjörnufræðingur. og hjá honum fékk Kepler fvrstu innsyn i heimsmynd Kopernikusar. En á þeirri tið var það lifsháski að játa kenningum Kopernikusar. og það var engu siður gilt kæruefni á mót- mælendaprest. Guðfræðingar mót- mælenda voru sem sé sannfærðir um — ekki siður en kaþólskir — að kenn- ingar Kopernikusar væru i fullri and- Sunnudagsblaö Tímans l

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.