Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 7
Frægðarfólk úr sögunni: I. Hann reiknaði út brautir reiki- stjarnanna fyrir fjórum öldum Marz-könnuðurinn Jóhannes Kepler hefði haft gaman af að skoða ljósmyndirnar, sem nú hafa borizt frá reikistjörnunni Á siðasta mánuði ársins 1971 tókst mönnum að lenda geimskipi á plánet- unni Marc. Og i sama mánuði 400 ár- um áður fæddist Johannes Kepler, sem fyrstur manna reiknaði út þá braut, sem Mars gengur. Kenningar Keplers og mikið starf ásamt þeim niðurstöðum, sem hann setti fram, höfðu víðtæk áhrif á öll stjörnuvisindi. Allt fram til loka miðalda var hin ptolemeiska heimsmynd allsráðandi meðal lærðra manna, en svo var hún nefnd eftir stjörnufræðingnum Ptole- meusi i Alexandriu, en hann var uppi á annarrri öld eftir Krists burð. Ptole- meus hélt þvi fram, aö jörðin væri miðdepill heimsins, sem sólin og reiki- stjörnurnar snerust um. Kirkjan hafði einnig fyrir löngu samþykkt nokkur fr&vik i þessum náttúruvisindum eða öðrum. A þeim timum var það beinlinis lifshættulegt að draga i efa kenningar kirkjunnar eða kenni- setningar, sem hún hafði lagt blessun sina yfir, svo sem fræði Aristotelesar eða annarra fornspekinga, sem hlotið höfðu náð hennar þegar timar liðu. Það varð hins vegar æ örðugra fyrir visindamenn að láta rök hniga að þessu jarðmiðjukerfi, sem byggðist á þvi, að jörðin væri miðdepill heimsins, og allt snerist um hana. Satt að segja urðu niðurstöður af athugunum á gangi himintungla æ andstæðari þeirri kenningu, að reikistjörnurnar gengju umhverfis jörðina. 1 byrjun sextándu aldar sýndi Niko- laus Kopernikus fram á það, að gang reikistjarna væri miklu auðveldara að skýra og fella i kerfi, ef gert væri ráð fyrir þvi, að reikistjörnurnar, þar á meðal jörðin, gengi ákveðnar brautir umhverfis sólina. bptta mátti kalla sólmiðjukerfið. Að kenningu Kopernikusar var jörð- in aðeins ein reikistjarnan, og hann færði fyrir þvi haldgóð rök. Eigi að sið- ur var þess langt að biða, að þessi skoðun hlyti viðurkenningu, jafnvel visindamanna, og kirkjan ofsótti stuðningsmenn hennar áratugum saman. I framhaldi af kenningu Kopernik- Sunnudagsblað Tímans Johannes Kepler — mynd eftir ókunnan málara gerð á 17. öld. usar var farið að reikna út gagnbraut- ir reikistjarnanna með öðrum og nákvæmari hætti. í þessum áfanga stjörnufræðinnar kemur nafn Johannesar Keplers fram i dagsljósið. Hann verður upphafsmaður nýs visindaskeiðs i stjörnufræðinni. Johannes Kepler fæddist i smábæn- um Weil der Stadt i nágrenni Stuttgart 27. desember 1571 — tæpri öld siðar en 31

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.