Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Síða 20
Jónas Jósteinsson sendir þættinum linu og segir, að talið hafi verið fyrir norðan, að Bjarni Gislason, Skagfirðingur, hafi ort þessar visur: lllt er að halla á ólansmann, það ætti valla að gera. I>að hafa allir eins og liann einhvern galla að bera. Kæla heitt og hita kalt, heimurinn er laginn. I>ótt það beri ekki allt upp á sama daginn. Eirikur Einarsson, alþingis- maður frá Hæli var sem þjóð veit. hinn slingasti hagyrðingur og mikill húmoristi. Hann brá fyrir sig ýmsum rimleikjum, og til marks um það gætu verið eftirfarandi þuluvisur: Jóliunn, Jóhann, Jóhann. ég vil ekki skó 'ann til þingmennskunnar þó 'ann þykist eiga Flóann. A sá að annast kjóann sem ót i þetta dró ’ann sitji við sama nóann séra Gísli og Jóhann. I>iaukiim. þó að snjói 'ann, l>orrinn liður og góan ót um audans inðann aftur syngiir lóan. Kélagsandi um Flóann. fátæklinga rói ’ann Eins og grasið grói 'ann Gisli styðji Jóhann. t tilefni af þvi, aö birtar voru hér i þættinum i haust nokkrar visur úr sjóði Ólafs Jónssonar i Gróðrastöðinni á Akureyri frá námskeiðshaldi á Hólum i Hjaltadal, sendir Jakob Einars- son á Dúki i Skagafirði þæltinum alllangt visnabréf, þar sem hann rifjar upp minningar og visur frá þessu bændanámskeiði á Hólum veturinn 1925 eða fyrir 48 árum, en þá var hann Hólasveinn. Hann segir m.a. ,,Þarna var margt manna saman komið og þar á meðal snjaliir hagyrðingar svo sem Stefán Vagnsson á Hjalta- stöðum, séra Tryggvi Kvaran á Mælifelli, Friðrik Hansen á Sauðárkróki, Jónas Jónass. frá Hofdölum og fleiri. Þarna var lika Skagfirzki bændakórinn, sem söng við hrifningu áheyrenda. Siðari hluti nám- skeiðsdaganna voru haldnir málfundir og ritaðar fundar- gerðir. Margar visur flugu um fundarsalinn þessa daga, svo sem segir i þessari visu: Fæðast stef i fundarsal fljúga flr andans leynum. Skagfirðinga skáldaval skeinmtir llólasveinum." Séra Tryggvi Kvaran kvað þessa þakkarvisu til Skagfirzka bændakórsins: Ekkert hressir lijarta i þjóð liarini og trega þrungiö eins og að heyra listaljóö af listamönnum sungið. Friðrik Hansen kvað þennan lofsöng um Hólastað: llelgan mátt aö Ilólum dró, hjartans þátt að spinna. Æðasláttinn út að sjð alltaf mátti finna. Saga Hðla i IIjaltadal hlúir skólablóma, yfir ból og bjarkasal breiðir sólarljóma. Rætt var allmikið um notkun tilbúins áburðar á námskeiði þessu. en hún var þá litt þekkt i sveitum landsins. Um það kvað Friörik Hansen: Þúsund sölt á þúfu og laut þarf a öllum túnum til að ala upp ágæt naut og auka mjólk i kúnum. Mörgum þótti efnafræði bú- fræðinganna torskilin og þurr, og um það kvað Jónas frá Hof- dölum: Verka á andann eins og klór cfnafræðiræður. Eeiðið mig nú i lifsins kór Ijúfir söngvabræður. Eitt fundarkvöldið kom til fundarstjóra tillaga, sem honum gekk illa að lesa. Þá var þessi visa kveðin: Menntun þokast fjær og fjær að flestum þrengir skórinn. Er ei bænarbókarfær blessaður fundarstjórinn. Margar visur aðrar sendir Jakob á Dúki frá námskeiði þessu. en fleiri skulu ekki tiundaðir hér að sinni. Fyrir allmörgum árum annaðist hinn landskunni og ný- látni hagyrðingur, Guðmundur Sigurðsson, kveðskaparþátt i útvarpinu og fékk sér til fulltingis ýmsa snjalla hagyrðinga. Auk þess komu sjálfboðaliðar til leiksins og sendu visu og visu, oft og einatt skens nokkurt um snillingana i visnaþættinum. Skúli Bene- diktsson kennari, þá i Ólafsvik, skrifaði þeim snillingum bréf i óbundnu máli og bar við getu- leysi sinu til skáldskapar. Guð- mundur svaraði Skúla með þessari visu: Orðsins gandur ekki snar er að vanda staður. Heilagur andi ekki var okkar bandaniaður. Skúli svaraði með eftirfarandi visu, þar sem hann vék að stórnm31aástandinu i von um að finna snöggan blett á snillingunum: Enn er vandinn kratakyns, klikustand og daður. spilitur andi ihaldsins er þeim bandamaður. Guðmundur mun þá hafa svarað Skúla með þessari visu: Við ilialds kórbak kratar sofna og kúra þar til frambúöar, en framsókn hyggur helzt að stofna til hneykslanlegrar sambúðar. Þetta var vist á timum við- reisnarstjórnarinnar. og skal ekki lengra haldið i visnaþætti i dag. Gnúpur V. 44 Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.