Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 16
Sigurður Guðjónsson: Ferðin norður — og niður Það var laugardaginn 10. júni 1972. Ég lá uppi loft á divaninum minum á Fjöinisvegi 6 og virti fyrir mér götin i súðinni fyrir ofan mig. Þá sló þeirri hugmynd eins og eldingu niður i mig að skreppa norður til Akureyrar. Þá myndi ég slá tvær flugur i einu höggi , dusta af mér borgarrykið og sjá mál- verkasýningu Hjálmars Þorsteins- sonar kunningja mins, sem hann hafði sett upp i höfuðstað Norðurlands. Ég hafði ekki komið út fyrir bæjar- mörk Reykjavikur og Akraness siðan hitasumarið góða 1968. Þá fór ég sið- ustu sólardaga sumarsins um Suður- land, allt austur i Mýrdal og kringum Snæfellsnes. Það var stórkostlegt ævintýri. Þegar ég stóð á Helgafelli og horfði yfir Breiðafjarðareyjar i sólskini og blankalogni klukkan átta að morgni flaug mér i hug: Svona hlýtur að vera i paradis. Þá óskaði ég mér. En ósk min rættist ekki. Siðan hef ég aldrei óskað mér. t annað sinn hafði ég farið i súld og þoku að Draghálsi með Hjálmari og Sveinbirni Beinteinssyni, sem mér finnst að sé sprottinn beint úr grárri forneskju. Þetta var siðla sumars.og það var orðið rökkvað i baðstofunni á Draghálsi. Fyrir neðan bæinn er vatn.og sagnir herma, að þar hafist við ógurlegt skrimsli, sem orðið hefur margra manna bani.og á bökkum þessa vatns höfðu dularfullir og hroðalegir at- burðir gerzt. Svo var þarna skammt frá eyðilegur háls,sem huldar vættir og myrkraverur höfðu gert að sinum bústað og villtu um fyrir saklausum ferðalöngum. Það léku flöktandi skuggar um baðstofuveggina i skini oliulampans.og það var engu likara en við yærum komnir beint inn i furðu- veröld þjóðsagna og dultrúar á miðri geimferðaöld. Við Hjálmar lögðum á hálsinn undir miðnætti. Þar var niða- þoka svo varla sást billengd fram- undan. En við lentum ekki i neinum háska. Nú var mitt sumar og sumarið er óvinur illra afla. Jónas segir: „Veit ég að vondur andi, varla i þessu landi,- sveimar um sumarmál”. Þetta var eina ferð min út um sveitir i fjögur ár. Eg hafði lengi haft áform um að leggja land undir fót. Þessi tærandi dvöl á steinstrætum Akraness og malbiki Reykjavikur hafði gengið svo nærri mér upp á siðkastið.að mér fannst þá og þegar sem ég myndi missa vitið. Eg varð að fara eitthvað. Nú var tæki- 40 færið. Ef ég ekki gripi það, var óvist hvenær mér byðist annað betra. Foreldrar minir höfðu verið á Akureyri sumarið 1969. Þau dvöldust á hótellsem þau létu vel yfir. En nú voru þau langt i frá sammála um hvað það hét. Mamma hélt, að það héti Varð- borg, en pabbi fuliyrti ,að það héti Hótel Akureyri. Eftir mikla umhugsun og djúpsæ heilabrot komst ég að þeirri ályktun, að hann hefði rétt fyrir sér. Eg hringdi á hótelið og pantaði her- bergi yfir þrjár nætur. Þriðjudaginn 13. júni var ég á fótum klukkan sex. Ég flýtti mér að taka saman dótið mitt og pakkaði þvi niður i ofurlitla tösku. Ég tók ritvélina mina, handritið, sem ég var að vinna að, nægan pappir, heila tylft af landabréfum af ýmsu tagi, dagbókina mina og Islenzkan aðal.en leið min lá um söguslóðir þeirrar bók- ar. Það var allt og sumt. Siðan skokkaði ég af stað niður á Umferðar- miðstöð glaður i anda. Eg kom mér fyrir vinstra megin i rútunni, en þaðan þóttist ég hafa betra útsýni yfir þá staði,sem ég girntist að sjá. Ég leit á klukkuna. Hana vantaði korter i átta, en þá átti að leggja af stað. Ég slapp- aði af, hallaði mér aftur i sætinu og kveikti i sigarettu gamalli kerlingar- skrukku, sem sat fyrir framan mig, greinilega til hinnar mestu skap- raunar. Hún sneri sér við og leit á mig með hvössu og illilegu augnaráði. En þá vildi svo óheppilega til.að i sama bili gusaði ég frá mér stórum reykjar- strók beint i smettið á henni. Hún tók andköf og hóstaði eins og trúrækinn kirkjugestur, en ég baðst afsökunar i fáti. Hún hvæsti á mig eins og grimm- ur köttur, rauk úr sæti sinu og struns- aði aftar i bilinn. Jæja.þá það. Ekki var þetta gæfuleg byrjun i skemmti- ferð. Það skyldi þá ekki vera.að fram- haldið yrði eftir þvi? Var ég annars i réttri rútu? Guð minn almáttugur! Hver veit nema ég ranki við mér h Isafirði eða i Stykkishólmi. Mér svelgdist á reyknum úr sigarettunni og hjartslátturinn þaut upp i 150 á minútu. Ég hentist út úr bilnum eins og lif mitt væri i veði. Þegar ég kom út tók ég á öilu.sem ég átti yfir að ráða, til að stilla mig, og gekk kæruleysislega i átt að afgreiðsluhúsinu eins og ég ætti þar eitthvert smávægilegt erindi. En i leiðinni laumaðist ég til að gjóta augunum á leiðaspjald rútunnar. Þar stóð skýrt og greinilega: Norðurleið. Hellan hvarf samstundis frá hjartanu og púlsinn komst i samt lag aftur. Eg gaufaðist um i húsinu nokkra stund.en kom siðan til baka aftur og settist i sæti mitt eins og ekkert hefði i skorizt. Það var suðaustan beljandi og helli- rigning. Það benti til þess.að nyrðra væri sól og hiti. Ég virtist ætla að hafa heppnina með mér. Við Elliðaárbrýr gekk bilfreyjan um og heimtaði farseðla. Hún var ljóshærð og hýrleg á svip. Ég skemmti mér við að stúdera hana á leiðinni þegar andleysi lands- lagsins keyrði fram úr hófi. Mosfells- sveitin er ekki merkileg byggð þegar i hana er komið þó hún sé hlýleg og vinaleg að sjá úr Reykjavik. Og menn eiga þar áreiðanlega mjög eríitt uppdráttar, með að hugsa. En ég hef mikinn áhuga á vegunum er ganga inn úr Kollafirði. Eg hef það fyrir satt að þar sé veðursæld meiri en viðast hvar annars staðar á landinu og þar hélzt kornrækt lengst við til forna. Aldrei hef ég séð ómerkilegra og Ijótara fjall en Esju gömlu, þegar maður er beint undir henni. Þá er hún aðeins form- lausar klessur og gráar aurskriður með dálitlum hjárænulegum gras- geirum inni á milli. Og fjallið er svo feiknalega breitt að maður hefur það alls ekki á tilfinningunni að það sé fjall þegar maður silast áfram við rætur þess i fullan hálftima. Þegar komið er að Saurbæ á Kjalar- nesi blasir Akranes við, langt flatneskjulegt eins og hugvekja i gamalli húslestrarpostillu. Mikið voru húsin eitthvað umkomulaus þar sem þau hjúfruðu sig upp að hvort öðru til að halda á sér hita i regnstorminum. Það má með sanni segja það sama um Akranes og sagt var um Seltjarnarnes i gamla daga: Lifa þar fáir og hugs smátt. A Reynivallahálsi er reimt. Þar komst Hjálmar i hann krappan er hann var þar einn á ferð i bil um kvöld að sumarlagi. Þótti honum sem eitt- hvað sækti að sér og ágerðist það svo mjög að hann missti allan mátt svo hann gat vart hrært legg né lið Komst hann við illan leik i Botnskála og barg þar með lifi sinu. Var honum þá mjög brugðið. Fór hann lengi einförum og tuldraði fyrir munni sér. Var allt hans æði hið kynlegasta. En eigi fékkst hann til að skýra frá því er fyrir sig hafði borið fyrr en löngu siðar að hann sagði upp alla sögu. Þóttu mönnum þá atburðir þessir með ólikindum. Annar maður hafði þó lent i öllu iskyggilegra Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.