Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 2
t»eir íslendingar, sem nú eru
um sextugt og voru aö nálgast
tvitugsaldurinn á árunum 1930-
35 litu bjartsýnir og hugumglaö-
ir til framtiöarinnar á þeim ár-
um i rökstuddri von um aö þeir
fengju aö lifa viö fullkomiö
sjálfstæði og óskorað þjóðfrelsi
á miklu framfaraskeiði kom-
andi ára. Þeir litu á sig sem
fyrstu kynslóð, er nyti þeirrar
gæfu allt frá þvi 1262, er fengi aö
njóta manndómsára i alfrjálsu,
islenzku þjóðriki og yröi falin sú
vegsemd og vandi aö stofna lýð-
veldi, sem engan skugga er-
lendrar ihlutunar bæri á.
A þessum glæstu æskuárum
þessarar kynslóðar var megin-
þu ngi baráttunnar fyrir form-
legu sjálfstæði að baki. Stjórn-
málin voru orðin innlend og af-
staða til innlendra mála skipti
ntönnum i sveitir. Mesta fram-
faratimabil islendingasögunnar
var hafið með þeirri rikisstjórn,
sem viö tók 1927. Framundan
voru enn meiri framfarir, stærri
sigrar. Það var bjart að lita til
framtiðarinnar.
En áður en varði dró bliku
heimsstyrjaldarinnar á loft.
Dagarog missiri hins fulla þjóð-
frelsis urðu færri en skyldi á
þessu skeiði. island var her-
numiö allmörg ár. en bjartsýnin
leit á það sem skrugguél. sem
upp mundi birta. Menn sáu
djarfa fyrir þeirri dagsbrún, er
striði lauk. Erlendur her hvarf
úr landi um sinn, og hvergi
heyröist sú rödd, að lýðveldis-
kynslóðin gæti hugsaö sér að
hafa erlendan her i landi til
langfranta. Það gat ekki sam-
rýmzt þjóðf relsishugmy nd
hennar. Um það var þjóðin
sammála.
Siðan gekk þjóðin i Atlants-
hafsbandalagið mcð miklum
svardögum fyrirmanna sinna
um. að það mundi ekki hafa i för
með sér erienda hersetu i land-
inu, nema styrjöld geisaði, og
hver einasti maður, sem fylgd-
ist með þeim málum, vissi og
veit þaö enn, að þjóöin hefði
aldrei samþykkt inngöngu i
hernaðarbandalagið, ef hún
hefði vitað, að á eftir kæmi það,
sem nú er orðin söguleg stað-
reynd — að hér yrði erlendur
her næstu áratugi. Sú stefna,
sem mörkuð var,sem alger for-
senda þátttökunnar var að hér
yrði ckki erlendur her.
Siðan sortnaði himinn enn,
þótt ekki skylli saman yfir
næstu löndum, og landsfeður
töldu nauðsynlegt að leyfa er-
lendum her bandalagsrikja
stundarsetu i landinu, en svar-
dagarnir, yfirlýsingarnar og
forsendurnar voru enn, að hér
yröi aðeins um fá missiri að
ræða, herinn færi jafnskjótt og
aftur rofaði til, og ekki kæmi til
mála að þjóðin sætti sig við her-
setu áratugum saman. Bjart-
sýnin frá 1930 sætti sig við þetta
i von um frjálsari tið áður en
varöi.
Samt situr herinn enn, þótt
sæmitega friðvænt sé orðið i
kringum okkur, og kynslóðin
með þjóðfrelsishlutverkið frá
1930 er að verða gömul. Það eru
nú mestu lifsvonbrigði margra
þessara manna, að þeir fengu
ekki að lifa þá alfrjálsu tíð, sem
við þeim blasti 1930. Þeir fengu
ekki að fullkomna það þjóðfrels-
ishlutverk, sem þeir töldu sér
falið. Margir þeirra hugsa að
vonum svo, að betra hefði veriö
að lifa i nokkurri hættu, fremur
en skerða þjóðfrelsið, og sú
skoöun hefur ekkert breytzt, að
alfrjálst island og erlendur her i
landi— frá hve miklu vinalandi
sem hann er — eiga ekki sam-
leið. Og þrátt fyrir aðgerðaleys-
ið eru þeir enn fáir, sem lýsa því
yfir, að þeir geti hugsað sér
varanlega hersetu á frjálsu is-
landi. En hvenær er hersetan
orðin varanleg? Þegar kvnslóð-
ir Iifa og deyja án þess að hafa
þekkt land sitt án erlends hers,
þá er hún orðin varanleg.
Það dylst vist fáum, að al-
mennt viðhorf til erlendrar her-
setu er nú orðið annað en fyrir
þremur áratugum. Sjálfstæði
þjóðar á sér fleiri hættur en er-
lenda áþján og hernaðarárásir.
Sú hætta er cngu minni, sem fel-
st i undanhaldi hugarfarsins,
samdauninum, sem fylgir lang-
varandi sambúð við ástand,
sem sjálfstætt fólk taldi áður
ósamboðið þjóðfrelsi sinu, svo
aö menn láta sér það vel lynda.
Þau álög höfum við þvi miður
séð færast yfir, og mál er að
vakna áður en alsofnað er.
Við erum stödd við örlagarik
þáttaskil um þessar mundir. Ef
við gerum ekki gangskör að þvi
á næstu missirum og árum að
losna við herinn, er hersetan
orðin varanleg, og það þjóð-
frelsi, sem menn dreymdi um i
árdegi lýðveldisstofnunar ekki
lengur til. Sú rikisstjórn, sem nú
situr og tók við eftir langlegu
hersetustjórnar i landinu, hefur
sett sér það takmark að koma i
veg fyrir, að erlend herseta
verði hér varanleg og gefa þjóð-
inni færi á að eygja drauminn
um alfrjálsa þjóð á ný. Allir
flokkarnir, sem að henni
standa, hafa þetta að yfirlýstu
markmiði og hafa bundið þessar
aðgerðir fastmælum i sam-
starfssáttmála sinum. Allir
höfðu þeir þetta á kosninga-
stefnuskránni fyrir siðustu
kosningar, svo að þjóðin kaus þá
til þessa verks. Stærsti stjórnar-
flokkurinn og forystuflokkur
stjórnarsamstarfsins, Fram-
sóknarf lokkurinn, hafði að
undanförnu lýst þvi skýrt yfir á
flokksþingum, aö hinn crlendi
her ætti aö fara i áföngum, þótt
tsland væri áfram I Atlantshafs-
bandalaginu. Sú stefnuyfirlýs-
ing varð beinlinis grundvöllur
ákvæöa i stjórnarsáttmálanum.
Þetta atriði — brottför hersins i
áföngum — var lika eitt af átta
meginatriðum i kosningastefnu-
skrá Framsóknarflokksins. Af
þessu öllu er augljóst, að Fram-
sóknarflokkurinn hefur i senn
meginskyldu og mestan áhuga á
þvi, að þetta stefnumark hans
náist. Þess vegna geta nú vonir
glæðzt á ný — vonir um herlaust
og alfrjálst land, en þó i góðu
samstarfi við nábýlisþjóðir.
Aðeins eitt getur komið i veg
fvrir, að þetta þjóðfrelsismark
náist nú, og það er, að nýjar og
geigvænlegar heimsstriðsblikur
færist á loft. AK
Við horfum fram til fulls þjóðfrelsis
án erlendrar hersetu
v
/
26
Sunnudagsblað Tímans