Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 15
heima, og þótt það kunni að þykja
undarlegt, þá vöndum við okkur á að
lesa upphátt, þótt við sætum öll við
sama borðið, sem eins og að likum læt-
ur var ekki stórt. Og við vöndum okkur
lika á að halda á prjónum á meðan.
Siðan hefur mér alltaf þótt gott að
prjóna um leið og ég les. Eitt okkar,
sem stunduðum þennan samlestur,
var drengur. Hann var yngstur af okk-
ur, en hann lærði samt að prjóna, og ég
held meira að segja, að hann hafi ekki
verið svo mikill eftirbátur okkar, enda
naut hann þeirra forréttinda, að
mamma spann bandið fyrir hann, en
við, systurnar, urðum að spinna okkar
band sjálfar.
— Það hefur mátt ráða af spjalli
okkar hér að framan, að þú ert alin
upp á Vestfjörðum. En viltu nú ekki
segja þeim, sem ekki þekkja til, meira
um ætt þina og uppruna?
— Ég fæddist á Arnarnesi i Dýra-
firði. Foreldrar minir voru Sigriður
Kjartansdóttir ólafssonar frá Aðalvik
á ströndum. Faðir minn hét Bjarni
Hákon Bjarnason. Hann bjó á Arnar-
nesi, einn af þrem ábúendum þar. For-
eldrar minir giftust árið 1892, að Holti i
önundarfirði, en reistu svo bú á
Arnarnesi.
Þegar ég var fjögurra ára, fluttust
foreldrar minir norður i Kjaransvik á
Ströndum. Ég man vel eftir þvi, þegar
við fluttum norður. Það var farið með
mig til að kveðja nágrannana, áður en
lagt var af stað. Þegar við fórum að
Gerðhömrum i þeim erindum var farið
að leysa snjó og talsverður krapi á
jörð. Vinnukona, sem var hjá foreldr-
um minum bar mig þvi á bakinu. Allt i
einu sagði vinnukonan: Ertu farin að
sofa, Dóra min? Nei, svaraði ég, ég er
bara að hugsa! En ástæðan fyrir
spurningu konunnar var sú, að höfuðið
á mér var farið að dingla máttlaust i
takt við göngulag hennar. Svona
niðursokkin var ég vist i hugsanir min-
ar.
Nú. Við fluttumst nú á Strandirnar
og ætluðum að búa þar með móður-
bróður minum, en þá fluttist hann nú i
Hælavik, svo að ekki varð úr neinu
sambýli meö minni fjölskyldu og hans.
En svo gerðist það nóttina fyrir
þrettándann, aldamótaárið, að bærinn
okkar fauk. Það sinn komst ég i fyrsta
skipti i verulegan lifsháska. Við sváf-
um uppi i baðstofunni og hún fauk al-
veg niður fyrir þakskegg öðrum meg-
in, en niður á miðjar sperrur hinum
megin. A henni var þó skarsúð, sem
sýndist á allan hátt hin traustasta, en
veðrið var afskaplegt. Ég var i rúmi
beint á móti uppgöngunni og ég var
svo hrædd, að ég righélt mér bæði með
tönnum og höndum i sængina, og fyrir
Sunnudagsblað Tímans
vikið fauk hún ekki ofan af mér. Ann-
ars fauk nær allur rúmfatnaður og
fatnaður, sem uppi var i baðstofunni.
Og það bjargaðist ekki neitt, þvi að allt
sem á annað borð fauk, fór beint út á
sjó og sást ekki siðan.
— Þið hafið orðið að flytja ykkur um
set?
— Foreldrar minir fóru með okkur
börnin að Búðum, sem er næsti bær við
Kjaransvik. Þar vorum við á meðan
faðir minn var að byggja upp bæinn að
nýju og laga annað það, er úr skorðum
hafði gengið. Vann hann það allt úr
rekaviði, sem nóg var til af þar.
Þetta gerðist á fyrsta búskaparári
foreldra minna á Ströndum. Þar voru
þau alls i þrjú ár, en fluttust siðan að
Bakka i Dýrafirði, þar sem þau bjuggu
eftir það, á meðan faðir minn lifði, en
hann fórst i fiskiróðri.
— En svo ert það nú þú sjálf. Hvenær
hleyptir þú heimdraganum?
— Min fyrsta heimanför var nú sú,
að mér var komið að heiman i eitt ár,
þegar yngsta systir min fæddist. Við
vorum þá orðin fimm heima, systkin-
in, og þá kom mágkona föður mins og
vildi endilega létta eitthvað á heimil-
inu með þvi að taka mig að sér um ein-
hvern tima. Sjálfsagt hefur hún viljað
fá mig vegna þess, að ég myndi vera
mesti órabelgurinn og þvi mesta
hvildin fyrir mömmu að losna við mig.
Mamma lét til leiðast, en ég var ekkert
hrifin af þessari ráðstöfun og lét mér
fátt um finnast. Ég var i svo leiðu
skapi á leiðinni i nýja staðinn, að ég
vissi hvorki i þennan heim né annan.
— Leiddist þér þá ekki mikið i nýja
staðnum?
— Það kom i köstum. Þegar leiðind-
in sóttu á mig, hljóp ég upp fyrir
brekkurnar fyrir ofan bæinn og grenj-
aði þar smástund, en svo bar ekki á þvi
meira. Það birti til aftur, eins og oftast
endranær. En svo varð ég þess
áskynja, einn góðan veðurdag, að kon-
urnar voru að skoða sokkana mina og
eitthvað að piskra sin á milli. Astæðan
var þá sú, að húsmóöir min var að
sýna sambýliskonum sinum — þvi að á
bænum var þribýli — og sömuleiðis
gestum, er að garði bar, hvað ég
stoppaði vel sokkana mina Svo var ég
að þvi spurð, hvað ég þyrfti stórt á
fæturna. Ég sagöi, að ég þyrfti
handarbreidd mina og eina spönn i
viðbót. Þá voru skæði alltaf mæld
þannig. Þá sagði Sveinfriður, — en svo
hét konan, — ja, þú liklega getur nú
gert þér á fæturna, Dóra litla, fyrst þú
getur stoppað svona vel.
Ég hugsaði mér: Ég skal að minnsta
kosti reyna það — en ég hafði vit á að
segja það ekki upphátt, þvi að aldrei
hafði ég gert skó. Ég tók nú við
skæðunum, og það gekk allt sæmilega,
þangað til ég þurfti að fara að renna
varpið og verpa. En ég varsvo heppin,
að á bænum var kona sem hét Krist-
jana, hún var niðursetningur. Þegar
hún sá, að ég var búin að basla við
varpið dálitla stund, kom hún til min,
þessi gamla kona, og sýndi mér,
hvernig ég ætti að fara að þessu. Hún
var alltaf framúrskarandi notaleg og
góð við mig. Ég fór nú i öllu eftir henn-
ar ráðum, og þegar ég loksins hafði
náð lagi á að gera það eins og hún
sagði mér, fór þetta að ganga sæmi-
lega. Siðan held ég að ég haf ''unnað
að gera mér á fæturna.
— Hvað varstu gömul, þegar þetta
var?
— Ég varð átta ára þá um sumarið.
— En hvað heldur þú að þú hafir ver-
ið gömul, þegar þú lærðir fyrst að
stoppa?
— Þá hef ég verið svona sex ára. Ég
man alveg, hvernig það var, þegar ég
bar það fyrst við. Ég hafði eignazt fall-
ega, hellulitaða sokka, en orðið fyrir
þvi óhappi að rifa þá á gaddavir. Nú
var ég auðvitað iðrandi syndari og
vildi fyrir hvern mun bæta fyrir brot
mitt. En ég kunni ekki verkið, svo að
pabbi minn, sem var ákaflega laginn i
höndum, tók mig á hné sér og sýndi
mér, hvernig ég ætti að fara að þessu.
Upp frá þeim degi held ég að ég hafi
kunnað það verk nokkurn veginn
skammlaust. Þegar manni hefur verið
sagt eitthvaö nógu vel einu sinni,
gleymir maður þvi ekki aftur.
— Hvenær komst þú svo hingað til
Reykjavikur
— Til Reykjavfkur kom ég árið 1914,
þá fullorðin stúlka. Ég kom hingað
með sjúkling, sem átti að fara á Vifils-
staði. Sjúklingurinn vay frá Súganda-
firði, en þar átti ég heima þá.
— Og siðan hefur þú átt heima hér?
— Nei, ekki að öllu leyti. Ég fór norð-
ur i Skagafjörð og var þar i kaupa-
vinnu og ég fór lika til Akureyrar til
þess að læra þar hjúkrun.
— Stundaðir þú hjúkrunina lengi?
— Það voru eitthvað tólf ár, sem ég
sinnti henni eingöngu. Ég lærði hana
fyrst hjá Steingrimi Matthiassyni, en
fór svo utan og lærði i Danmörku. En
það fór nú samt svo, að ég lauk aldrei
prófi, þvi þegar að þvi var komið,
þurfti ég sjálf að ganga undir upp-
skurð, og svo lognaðist þetta útaf. En
engu að siður stundaði ég hjúkrun
meira og minna um langt árabil, eins
og ég sagði áðan. Ég vann hjá
hjúkrunarfélaginu Hlif á Akureyri og
gekk i hús. Reyndar gekk ég talsvert á
milli fólks og hjúkraði hér i Reykjavik
lika. Og eihu sinni tók ég til min gaml-
Flutt á bls. 46
39