Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 12
Konur geta verið hinir ágætustu smiðir og bygg- ingamenn, ef þær aðeins hafa þrek til verksins og skap til þess að brjóta venjuna. Það hafði Halldóra Bjarna- dóttir, sem fædd var i Dýrafirði en fluttist siðan norð- ur á Hornstrandir, en siðan til Reykjavikur, þar sem hún byggði fjós og hlöðu í Sogamýrinni fyrir búskap sinn — byggði þetta allt ein og hjálparlaust — nema hún fékk mann til þess að reisa með sér sperrurnar. Og siðan hefur hún unnið margt hagri hendi í ibúðar- húsi sinu. — En jafnframt hefur Halldóra lagt gjörva liönd á svo kvenleg verk sem hjúkrun og saumaskap með ekki síðri árangri. V.S. ræðir við hana i dag. Það hefur vist löngum verið álitið, að smiðar væru karlmannsverk, en siður við hæfi kvenna. Auðvitað er þetta ekki að öllu leyti rétt, enda hefur það lengi verið vitað, að þær eru ekki siður hagar en þeir. Það er tizka og hefð, sem hér hefur mótað al- menningsálitið.,' fremur en stað- reyndirnar. A siðari árum hefur þetta breytzt — Það var nú ekki i neinni sveit, heldur hérna i henni Reykjavik. Nánar til tekið á Sogabletti 9. Þar hafði ég keypt hús. — En hvernig stóð á þvi, að þú fórst að byggja þar fjós og hlöðu? — Það átti sér nú þær ástæður, að ég var magaveik og varð þvi að lifa á mjólk. Ég keypti mér þvi kú og átti hana nokkurn tima, en varð svo fyrir hjálpa okkur lika — þvi þetta var á striðsárunum, eitthvað skömmu eftir að herinn kom hingað fyrst. Þeir vildu nú fara að bera sáturnar til okkar, og tóku alltaf tveir hverja sátu. Við sögð- um þeim, að það væri ekki nein mynd á þessu hjá þeim, þeir yrðu að bera sina sátu hver, ef þeir vildu teljast menn með mönnum. Þetta þótti þeim mikið i ráðizt, og undruðust þeir mjög Byggöi fjós og hlöðu í Soga- mýrinni eins og hagasti bóndi Rætt við Halldóru Bjarnadóttur saumakonu, hjúkrunarkonu og byggingafork norðan af Ströndum. mikið, eins og flest annað, og nú eru konur farnar að vinna mörg þau verk, sem áður voru einkum talin henta karlmönnum. Það telst auövitað ekki til tiðinda, þótt konur máli hús, utan jafnt sem innan, slikt er nærri þvi sjálfsagöur hlutur. En þegar maður fréttir af þvi, að ein kona hafi reist hús, nær þvi að öllu leyti, þá fer maður óneitanlega að sperra eyrun, — jafnvel þótt aðeins sé um að ræða útihús eins og fjós og hlöðu. Slikt hejur þó gerzt, og það er einmitt þessi fágæta hag- leiks- og dugnaðarkona, Halldóra Bjarnadóttir, sem ætlar að spjalla litið eitt við lesendur Sunnudagsblaðsins, nú um þessa helgi. — Mið langar þá fyrst að spyrja þig, Halldóra: Hvaða sveit var það, sem þú heiðraðir með þvi að byggja þar fjós og hlöðu? 36 þvi óhappi að misssa hana. Þegar kýr- in var dauð, sögðu sumir nágrannar minir við mig. Hættu nú aö basla við þetta, fyrst þú ert svona óheppin. En ég gekk aftur á móti með þá hugmynd i höfðinu, að ef maður missir eina kú, eigi maður að kaupa sér þrjár i staðinn — og það gerði ég. — En voru þá einhverjir möguleikar fyrir þig að sjá um og fóðra þrjár kýr? — Já. Ég fékk leigt tún og heyjaði það, ein að mestu leyti. Ég fékk mann með sláttuvél til að slá og lika hjálp við að koma heyinu heim og er mér þar al- veg sérstaklega minnisstætt eitt skipti. Það hafði heyjazt svo vel hjá mér, að hlaðan tók það ekki allt, svo við urðum að bera upp hey. Það var kona að hjálpa mér við þetta, og svo komu lika nokkrir hermenn og vildu endilega hversu islenzkt kvenfólk væri sterkt. — En hvernig vannst þú að þvi verki að byggja fjósið og hlöðuna? — Ég vann þetta öldungis eins og venja er til — eins og karlmenn myndu hafa gert það. Byggingarefnið var timbur, pappi og járn. Ég þiljaði bás- ana og flórinn, ég smiðaði milligerðir og jötur og ég negldi járnið utan á veggina. Eina verkið, sem ég fékk verulega karlmannshjálp við, var að reisa sperrurnar og að negla járnið á þakið, Ég lét svo leggja vatnsleiðslu i fjósið, kom þar fyrir krana og litilli handlaug, svo ég gæti snyrt mig að fjósverkum loknum. t kjallarnum geymdi ég fötin, sem ég notaði til þess- ara verka. — Og þú hefur auðvitað unað þér vel hjá gripum þinum? — Já, ég undi mér ágætlega þar. Um Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.