Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 14
verið ágætur fjárhundur. Ert þú kannski alin upp við hjásetu? — Ég sat yfir kviám, en ekki þó heima hjá mér. Að visu áttu foreldrar minir kindur, en þó aðeins fáar. Faðir minn stundaði sjó. Hann var meðal annars á skútum, bæði frá Isafirði og Þingeyri. Fór hann að heiman fyrir páska og kom aftur nær miðjum slætti. En heima var móðir min með okkur börnin og annaðist búskap og skepnu- hriðingu. Ærnar voru sjaldan fleiri en þetta um tuttugu. Þeim var fært frá, og þær mjólkuðu alltaf fram á góu, og stundum lengur. — Þetta var gaman að heyra. Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt talað um að kviaær mjólkuðu lengur en svona fram undir jól. — Það er vel hægt að halda i þeim mjólkinni miklu lengur. Þessar kindur okkar voru ekki fleiri en svo, að auð- velt var að gera vel við þær. Og okkar kindur voru svo vel haldnar, að þeim var þetta létt, að mjólka svona lengi. Ég held jafnvel, að okkar kindur hafi verið jafnbetri en annars staðar, þvi ég man, að það var alltaf annað slagið verið að biðja pabba um kindur og kaupa þær af honum. — Þessi bústofn hefur auðvitaö dug- að ykkur til fæðis og klæða? — Já, hann dugði alveg til þess. En auk þess hafði faðir minn alltaf veru- lega björg frá sjónum, eins og nærri má geta, svo langan tima sem hann var til sjós á hverju ári. Ég man mjög vel eftir þvi, að einu sinni kom pabbi heim meö gamlan skipskassa, sem hann hafði orðið sér úti um. Kassinn var grafinn i skafl neðan undir bæjar- hólnum og þar var geymt i honum ný- meti allan veturinn. Hélzt svo um ára- bil, þvi ekki var hægt að bregða sér i isskápinn eða frystikistuna á þeim ár- um. — En var þá alltaf skafl til þess að geyma kassann i? — Neðan undir bæjarhólnum okkar var næstum alltaf skafl. En ef það brást, sóttum við hann i eitthvert gilið eða undir einhverja brekkuna. Það var fastur siður heima hjá mér að slátra kind fyrir jólin — það var jólasauður- inn, sem við kölluðum svo. Þvi nýmeti var auðvitað bætt i kassann góða, og það nýmeti entist okkur venjulega út skammdegið. Nú, og svo þegar fór að vora, og hvorki var hægt að ná i snjó i gili eða undir brekku, ja, þá var nýt metið lika oftast á þrotum og þurfti ekki að hafa áhyggjur af geymslu þess eftir það. — Ætlaðirðu ekki að segja mér meira af þvi, þegar þú varst smala- stelpa? — Jú, reyndar ætlaði ég það, og sizt 38 ætti mér að vera á móti skapi að minn- ast þeirrra daga, þvi að þeir þóttu mér skemmtílegir. Þegar ég var tiu ára fór ég að Klukkulandi i Dýrafirði og var þar hjá Jóni bónda Einarssyni og konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur. Þarna var ég reyndar smalastelpa, en samt var ég alltaf kölluð minu nafni, þvi að svo hlálega vildi til, að tik ein ágæt, sem ég hafði i hjásetunni, hét Stelpa! Stelpa þessi, var einhver yndisleg- asta skepna, sem ég hef kynnzt um mina daga. Hún var af skozku kyni, nokkuð stór, hvit á litinn með dökkmó- rauðan annan kjammann. Litill, kringlóttur blettur var á enni hennar og annar rétt fyrir framan rófuna, sem reyndar ekki var nein rófa, heldur að- eins örlitill snúður. Annars sýndist hún alveg skottlaus. Það var ekki nóg með að hún Stelpa smalaði fé, nær þvi eins og maður, heldur tók hún kindur eins og maður. Hún bara tók framan i bringu þeirrar kindar, er maður vildi ná, og stóð svo kyrr og hélt kindinni, þangað til maðurinn kom. Það höfðu verið teknar úr henni vigtennur, svo það kom aldrei fyrir, að hún meiddi nokkra kind. Og hún sótti kindur i kletta og gerði það betur og gætilegar en nokkur maður. — Þér hefur varla leiðzt hjásetan, hafandi aðra eins. skepnu hjá þér? — Nei, sannarlega leiddist mér ekki. En reyndar hafði ég félagsskap af fleiri einstaklingum en Stelpu. Það voru þrir bæir, sem beittu kvia- ám sinum saman frammi á Geldinga- dal, og við vorum þrjú börnin, sitt frá hverjum bæ, sem sátum hjá. Við byggðum okkur hús á dalnum og sótt- um byggingarefnið upp undir kletta, sem heita Veturlönd. Við gátum auð- vitað öll verið inni i húsinu i einu. Þar gerðum við okkur hlóðir, fundum okk- ur gamalt pottbrot, þar sem við gátum bakað okkur lummur og gert okkur sitthvað fleira til bragðbætis. — Þið hafið auðvitað haft með ykkur nesti? — Já, mikil ósköp. Um annað var ekki að ræða. Fyrst og fremst var það sauðamjólk á flöskum, en auk þess harðfiskur, reyktur rauðmagi, smjör og hitt og þetta fleira. En langmesta sportið var þó að geta hitað sér sjálfur hressingu, þarna frammi á dalnum. Ég man vel eftir þvi, að við hituðum okkur kakó, og þá var nú mikið um dýrðir. Svo var það einhverju sinni, að tilokkarkomu menn frá önundarfirði. Þeir voru i fjárleít og höfðu farið yfir Botninn og um daladrög Grjótdals. En sem þeir nú komu þarna til okkar, bjuggum við einmitt svo vel, að við gátum gefið þeim kakó og heitar lummur. Þetta þótti þeim undrum sæta og sögðu frá þvi, þegar þeir komu til bæja, að þeir hefðu fengið kakó og heitar lummur hjá hásetubörnum frammi á Geldingadal. — Nú voru kviaærnar frá þrem bæj- um. Var ekki erfitt að aðskilja þær, þegar heim skyldi reka? — Já, þær voru frá þrem bæjum: Litla-Garði, Hólakoti og Klukkulandi. Frá Litla-Garði var drengur. Hann var okkar elztur og mestur maðurinn. Ég var i miðju, en telpan frá Hólakoti var yngst. A kvöldin skiptu ærnar sér að mestu leyti, þvi hver vildi heim til sin. En það sem upp á vantaði, sáu þau um, Stelpa min og Tryggur frá Litla-Garði, hann var snilldar fjárhundur. Aftur á móti vorum við i mestu vandræðum með tik frá Hólakoti. Hún átti það til að þjóta inn i miðjan hópinn og splundra öllu saman, þótt hún héti nú Fjára. Oftast urðum við að láta stúlkuna frá Hóla- koti gæta tikar sinnar, svo að hún spillti ekki verkum þeirra Stelpu og Tryggs. — Gátuð þið gert ykkur fleira til skemmtunar i hjásetunni en að búa ykkur veizlumat? — Já, það gátum við og gerðum lika. Við höföum með okkur bækur og lás- um upphátt hvert fyrir annað. Oftast var það drengurinn, sem las, þvi ég var iðulega svo önnum kafin við mats- eldina þær stundir, sem við áttum fri frá ánum. Hin stúlkan var aftur á móti svo ung, að hún losnaði að miklu leyti bæði við lestur og matseld. Eitt má ég til með að láta fljóta hér með, þvi að það er hlutur, sem hvorki ég né aðrir skildu, en var staðreynd, engu að siður. Þegar ég hafði verið eitt sumar á Klukkulandi, fór ég að sjálfsögðu heim. Svo tóku við skóladagar, ég var komin á skólaskyldualdur og gekk að heiman og heim kvölds og morgna. Þegar ég var að verða tilbúin i skólann á morgnana, brást það ekki, að Stelpa kom eins og skriða niður af bæjarþak- inu til þess að fagna mér og fylgja mér i skólann. Þessu hélt hún allan vetur- inn, jafnvel þótt hún ætti unga hvolpa heima. En hún kom aldrei á sunnudög- um né öðrum helgidögum, þegar ég ekki þurfti i skólann. Hvernig vissi hún, hvort ég átti fri eða ekki? Það var og er fullur hálftima gangur á milli bæjanna. — Var það skólinn á Núpi i Dýra- firði, sem þú sóttir? — Já, það var hann. Við vorum þrjú, börnin að heiman, sem gengum þessa leið og nutum samfylgdar Stelpu. Við lásum auðvitað lexiurnar okkar Sunnudagsblað Timans i

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.