Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 8
legt kvæði, siikur snillingur sem hann er. En einmitt vegna þess, að hann kennir skyldleikans við Egil niður i dýpstu grunna eðlis sins, getur hann i rauninni ekkert kveðið það um Egil, sem ekki sé jafnframt mælt um sjálfan hann. Þetta var árið 1913, á vikinga- ferli Einars Benediktssonar nálega miðjum. Nú, eftir þvi nær hálfa öld, undrar það einna mest, að i kvæðinu hefur Einar ekkert kveðið það til vegs Agli né til skilningsauka á honum, sem vér vildum ekki unna Einari, að standa mætti sem hróður hans sjálfs, né án vera til skilnings á honum sjálf- um. Þetta er markhæfni, sem snilling- um einum er gefin, en jafnframt vitnisburður um þá óskelfdu éinurð fyrir dómstóli samvizkunnar, sem til verðleiks og gildis virti hvern mann, eins og hann kveður um Egil. Kvæðið Egill Skallagrimsson er eitt hinna fullkomnustu kvæða Einars Benediktssonar og ber þar margt til, gerð þess og bygging, ha'tigið og hnit- miðað orðaval, svipmikill, kliðþungur háttur með snöggum brotum. eins og skipzt sé á höggum, djúpskyggni og stórsýn. Yfir öllu kvæðinu er einhver norrænn svali, fámál dul. alin við kvöldstirnda himna og myrkur langra nátta. En þó er kvæðið þrungið innri glóð, sem brýzt undir yfirborði þess og ..jarðbyrgður eldur". Það er hitinn sem ólgar i geði Einars sjálfs, er hann gengur til fangs við þetta efni, sem verður i meðförum hans dulbúinn mannjafnaður hans sjálfs og Egils eft- ir að hann hefur skipað Agli þann sess. er hann hefur hæstan setið i islenzkri list og gert Egil svo úr garði að hann gat skilið hann út i æsar og virt hann heils hugar. Kvæðið er 12 erindi. Fyrstu þrjú er- indin eru inngangur þar sem lýst er þeim norræna heimi, sem Egil hafði alið, þvi umhverfi sem fóstrað hafði kyn hans og orðið ákvarðandi fyrir eðli hans, skaphöfn og atgervi. Sú veröld er ófallin til þess að fóstra aukvisa. Sú manngerð, sem þar fóstrast er óveikl- uð i geði. viti og vilja: Taugarnar þúsundir isvetra ófu. Enniðkvöldhimna — skararnir hófu. Kyn eftir kyn hefur eflt mátt sinn og likamshreysti i baráttu við kaldsótt haf og torfærar merkur. Og öld eftir öld grúfðu norðursins nætur i niðdimmum rjáfrum, þar vöggubörn sváfu. og önduðu hörku i hverja sin. en hlúðu um lifsmeiðsins rætur. Þessi þriggja erinda inngangur er eins og þriskipt stef i upphafi tónverks og hvert um sig útfært nánar i þeim tveim meginköflum kvæðisins, sem á 744 eftir fara. 1 næsta stefi ræðir Einar málið, sem Egill tók að erfðum. Einnig það er runnið upp og mótað af þeim stórbrotna heimi, sem fóstrað hafði kyn hans, sterkt, máttugt og undur- samlegt i eðli. Og málið var byggt i brimslegnum grjótum við bláhimins dýrð, undir málmfellsins rótum. Þess orð féllu ýmist sem hamarshögg, eða hvinu sem eggjar bitur ogsnögg. En orð þessa máls áttu sér óendan- iega fjölbreytni. tjáningarhæfni, möguleika. Svo mjúk gátu þau orðið að Þau liðu sem lagar-vogar lyftust til himins með dragandi ómi, eða hrundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar. Hér tengist gullið. dýrast og fegurst málma, fjársjóði tungunnar. speki og orðsnilld, sem er dýrust og fegurst iþrótta. Til hvors tveggja skyldi keppa harðfengilega. t þriðja stefinu lýsir Einaf hinum norræna anda, sem ris hæstur og mestur Þar hel og lif börðust harðast i landi og á algerasta og ágætasta fulltrúa sinn i Agli Skallagrimssyni. Honum brenna máttugar hvatir i huga. Hann er námsterkur, framskyggn. áræðinn, lætur sér hvorki ægja viðáttu hafsins né torveldi þess flugs. sem örn þreytir ofar fjöllu, ..þvi speki og kapp með drottnandi dug" er dýrasti ávöxtur þess athafnaþreks og vitliís, sem þróaðist undir sól hinna norrænu frost- landa. En hjörtu þess fornkyns, sem ól Egil og fóstraði. báru ekki ástir sinar, munarmál og harma á torg. Þau voru fátöluð, auðug og bjargtrygg til dauða. Þessu stefi gerir Einar glæsileg skil i siðasta þætti kvæðisins og lætur sig ekki muna um það að senda i leið- inni nokkur hárbeitt skevti þeim skáldmennum. sem honum þvkir auð- virða meira en hæfa sé á, þann þjóðar- brag, sem Egill hóf svo skörulega endurfyrirlöngu. Og Einar gerir þetta af þeirri feimulausu einurð, sem gengst við sjálfum sér öllum slikur sem hann er og þar sem hann er stadd- ur. Vera má, að það verði þegar frá liður stoltasta bending Einars til bræðranna i Bragasal, að færast allt það f fan^. sem hæfileikar þeirra megna og lata sér aldrei minna nægja — en gangast jafnframt við sjálfum sér án undandráttar. Hversu þysmikill sem Einar gerðist um þessar mundir á kauptorgi, og þó að honum kynnu að hrjóta þar ..blendin svör" i baráttunni, þá var hann i launhelgi hjarta sins alla ævi nægilega heill og skarpskyggn til þess að orka að heyja þann skapadóm yfir sjálfum sér, að bera gerðir sinar, vild og athöfn saman við dýpri þrár, æðri mið, stórfenglegri lausnir, en þær sem fundnar urðu á sjálfsögðum vett- vangi duganda manns á þvi athafna- sviði, sem honum bar á að lifa. og þar sem honum bar að láta að sér kveða, án þess að geta þó fundið þar svölun innstu þrá sinni og æðsta lifsmiði. Háttur kvæðisins er að sjálfsögðu smið hans sjálfs og má það heita nálega undantekningarlaust, að svo sé, þegar hér er komið kveðskaparævi hans. Hann átti það til framan af að yrkja undir kunnum háttum, einnig kom það þá fyrir, að hann hélt ekki hætti óbreyttum gegnum sama kvæði til enda. eða vék hætti til eftir efni kvæðis. Framan af bar það og við, að hann skipti kvæðum sinum i kafla og breytti um hátt, eins og t.d. i kvæðinu Hvarf séra Odds frá Miklabæ og Ævintýr hirðingjans. En þetta verður æ fágætara er á liður. Einar orti að vísu ferskeytlur að kalia má til dauða- dags. en aðra kunna hætti er vart að finna i kvæðum hans er á iiður. Verk- lag hans virðist æ meir hafa hnigið i þá átt, að velta gervöllu efni kvæðisins mjög vandlega fyrir sér og hefja ekki að yrkja, fyrr en hann hafði smiðað sér hátt. sem vandlega hæfði þvi öllu, svo að yfirsvipur þess yrði hinn sami frá upphafi til enda. Þetta styðst og við það, að i fórum Einars hafa ekki fund- izt drög að neinum kvæðum hans með öðrum háttum, en þau birtust i endan- lega. Er slikt þó harla algengt hjá skáldum. Þetta er órækur vottur um þá vandlegu ihugun og stranga aga, sem Einar hefur beitt sig við val og smið hátta sinna og allan ytra búning kvæðanna. 1 kvæðinu Egill Skallagrimsson er hvert erindi 8 visuorð. Rimi er svo hagað, að 1. og 2. visuorð rima saman, 3., 4. og 7. saman, 5. og 8. saman. 1 6. visuorði er innrim oftast alhent t.d. meöbitrasta hjörinnog þyngstu svörin en skothent á einstaka stað t.d. lyftust tii himins með dragandi ómi. Aðal- bragiiður kvæðisins er þriliður. oft með áherzluiausu forskeyti i upphafi visuorðs, en visuorði lokið með tvilið, stundum tveimur, eðá stýfðum lið og gætir um það nokkurrar tilbreytni. Yfir hættinum er mikill rómur og harðfengilegur myndugleiki. Hann einkennist af sterkri, seiðmagnaðri hrynjandi með snöggum brotum. bergmáli af iðukasti mikilla geðsmuna og mikilla örlaga. Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.