Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Page 14
ár og Dunkár. Vestan til viö hina
siöarnefndu er Dunkárbakki og svo
Gunnarsstaöir yst á hrepps og sóknar-
enda. Þessir bæir eiga einnig land
með firðinum milli Dunkár og Gljúfur-
ár.
Selstöður, afréttarlönd
og réttir.
Margar af framan töldum jöröum
hafa átt selstöður innan sinna landar-
eigna og verið notaðar i fornöld, en
færri brúkað þær á seinni timum.
Engin jörö hér á selför i annars land
nema Hamraendar, er eiga selför i
Hliðartúnsland. — Afrétt átti Sauða-
fellskirkja i allan Sanddal og hafa
flestir sóknarbæir haft þar upprekstur
og goldið upprekstrartoll. Þeir hafa
fjárrétt á Fellsenda og rétta á föstu-
daginn i 21. viku sumars.
Hörðdælingar hafa haft upprekstur
innan vert á Langavatnsdal, sem er
almenningur. Hörðdælingar hafa rétt i
Seljalandi og rétta mánudaginn i 21.
viku sumars, til hennar leita og allir
Borghreppingar úr Mýrasýslu.
Veiði og önnur
hlunnindi
Engin er hér veiði, nema litilfjörleg
silungsveiði i Miðá og Hörðdalsá og
engin hlunnindi önnur nema fjaðra-
tekja á þeim 6 jörðum, sem land eiga
með sjónum.
Eyðijarðir og nýbýli
Nýbýii eru engin i þessu prestakalli.
Eyðijarðir, sem löngu hafa lagst i eyði
eru flestar nefndar i jarðabókunum
t.d. Jarðatali Johnsens, þó eru auk
þeirra þessi: 1 Hrafnabjargalandi á
Laugadal jörðin Laugar. hún var ekki
komin i eyði 1393, en mun hafa lagst
það i plágunni miklu eftir 1400.
Annað kot var i Hrafnabjargalandi
utanvert við Kornamúlagil, sem hét
Kornamúlakot. 1 Hiiðarlandi var
annað kot á Hafurshjöllum, sem
kallað var Hafurshjallakot. 1 Tungu-
landi á Laugadal var Þjalakot. 1 Hóls-
landi eru auk Hólkots þrjú eyðikot upp
á dalnum móti Selárdal. sem hétu
Múlakot. Skurðarkot og Hurðarbak.
Þetta siðast nefnda var fyrirsvars jörð
i fornöld, reisulegur bær.
Alfaravegir.
Alfaravegur liggur frá Miðá vestur
með sjónum og skiftist fyrir innan
Gljúfurá. Liggur önnur gatan lægra út
Skógarströnd, en önnur hærra vestur
Rauðamelsheiöi. Vegur þessi skiftist
einnig á innanverðri Vestliðaeyri og
liggur önnur gatan eins og áður er sagt
til Miðár og svo norður Haukadal og
Haukadalsskarð. en önnur liggur inn á
Lækjarskógsfjörur og til Laxárdals.
Fjallvegir liggja 3 suður yfir fjallgarð-
inn til Mýrasýslu og liggur sá austasti
frá Breiðabólstað i Sökkólfsdal suður
yfir Bröttubrekku og Bjarnadal að
Dalsmynni i Norðurárdal og er hér um
bil 3 milur á lengd. Þar næst liggur
vegur frá Seljalandi i Hörðadal eftir
Laugadal og yfir Sópandaskarð og
Langavatnsdal að Grisatungu i Staf-
holtstungum og er undir 5 milum.
Vestast liggur vegur frá Selárdal yfir
Svfnbjúg og Hítárdal að Hitárdalsstað
I Hraunihrepp. Hann er hér um
bil 4 milur á le'ngd. — Allir þessir vegir
hafa oft verið ruddir, en engar eru þar
brýr, vörður eða sæluhús og engar tor-
færur.
Kirkjustaðir, hálfkirkjur
og bænhús.
Þetta prestakall er þingabrauð og
eru kirkjurnar að Snóksdal og Sauða
felli báðar i Miðdalahreppi, en allur
Hörðadalshreppur á kirkjusókn að
Snóksdal. Messað er til helminga á
hvorri kirkju, en engin lénsjörð er til-
heyrandi brauðinu. eða viss bújörð
ákveðin prestinum. Ekki hafa þar
fleiri alkirkjur veriö, en hálfkirkja var
sett á Dunki 1575 og aftekin 1765. Einn-
ig var bænhús á Hrafnabjörgum 1393,
sem löngu fyrr var aflagt en Dunkur-
bænhús.
Lika er sagt að bænhús hafi verið i
Hundadal og annað á F’ellsenda.
Kirkjan i Snóksdal á eftir máldögum
hálft heimaland 30 hndr og þvi meira
sem er á milli Þrepskjaldar og
Leirmúla sjónhending fram i á.
Gilsbakka hálfan heimaland, Hörða-
ból hálft og hálfa Þorgeirsstaðahlið.
Botn hjá Svinbjúg. Dalahólma og
skerin með. Gjarðeyjar liggjandi i
Breiðafirði með gögnum og gæðum, 5
hndr i Saurbæjarf jöru. hundrað
lambarekstur á Skarðsfjall, hundrað
raftviðar i Sveinatunguskógi i Norður-
árdal (löngu öreytt pláss), sexærings
skipstöðu i klett milli Höfða og Ennis
árið um kring, eldiviðartak i Hrisa-
skóg, hvalsáttung úr hverjum reka og
kjörtré hvar sem á land rekur eða fjör-
ur milli Drangs og Grindar. einnig
hvalsáttung i Fallandastaðareka i
Hrútafirði. alla veiði i Miðá. sem land
liggur við út i sjó.
t friðu á kirkjan 10 kýr og 30 ásauði
auk 5 hundraða i geldum peningum.
Kirkjan á Sauðafelli á Hliðartún i
Sökkólfsdal. Kross i Haukadal og
Hamra i Laxárdal hvor á 16 hndr. Af-
rétt á öllum Sanddal og 5 hndr i Saur-
bæjarfjöru. 1 friðu á Sauðafeliskirkja
24 málnytukúgildi. Báðar kirkj-
urnar eru nú altimburhús.
Jarðeignir
Allar jarðir i þessum sóknum eru
bændaeign, nema kirkjujarðir þær
sem áður eru taldar.
Fornleifar, fornrit o.fl.
Engar eru hér fornminjar neinslags,
nema ef telja skyldi stein sem er i
Dunkurtúni og sagt er sé steðjasteinn
Gauta sem byggði á Gautastöðum á
landnámstið og hafði hann haft þar
smiðju sina. Steinninn er mjög sokkinn
I jörð og eru tvær holur klappaðar i
hann, er sagt að steðjinn hafi verið I
þeirri meiri, en saumhögg i þeirri
minni. — Enginn fornrit eru hér til á
Bókfelli og fá pappirshandrit af forn-
sögum. Ekki hafa heldur neinar forn-
leifar fundist hér það menn vita og
ekki eru hér fornsögur manna á milli,
sem ég hefi heyrt, nema af Helgu
Barðardóttur Snæfellsáss og er sagt
hún hafi á ofanverðri ævi sinni búið i
felli þvi sem stendur á landamærum
Dunkur og Hitárdals, sem áður er
nefnt Helgufell, svo er sagt hún hafi
andast þar og verið jörðuð i Helguhól,
það er hár hóll kringlóttur i flóa fyrir
neðan Stangá, freka bæjarleið frá
Helgufelli.
Fólk er hér yfirhöfuð skikkanlegt og
siösamt, einnig skilrikt, mikið trúræk-
ið og stundar yfrið vel uppfræðing
unglinga. Nokkuð fastheldið við fornar
góðar og meinlausar venjur, en hafn-
andi hinum. Allir rétt vel læsir, margir
skrifandi og nokkrir temja sér reikn-
inglist. Bágt er að koma hér á almenn-
um félagsanda. Söngmenn eru hér
engir teljandi.
Greinilegri og sannari lýsingu
treystir sér ekki að gefa undirskrifað-
ur sóknarprestur Miðdalaþinga
V.E. Reykdal.
Til Hins islenska bókmenntafélags i
Kaupmannahöfn. (Afrit).
Frumritið er geymt á Þjóðskjalasafn-
inu merkt: 1B: 20. fol. c Dalasýsla.
Ef til vill geta forvitnir ferðalangar,
sem leið sina leggja um Suður-Dali
haft nokkurt gagn af lýsingu þessari.
Að visu er takmörkum háð, hvað hægt
er að komast i bifreið utan alfaraleiða,
en þá er að gripa til fótanna. Þarna eru
engar teljandi torfærur fyrir þá, sem
eru sæmilega brattgengir. Mætti
benda á Hestfjall. Hrútaborg og Þóru-
tind sem skemmtilega útsýnisstaði i
björtu veðri. en hinir sem færari eru
geta klifið Tregastein.
En fyrir þá. sem lika vilja kvnnast
fólkinu sem þarna býr. væri best að
fara i göngur með heimamönnum og
fresta þá að taka sumarfriið fyrr en i
september.
Allar fyrirsagnir i þessari sóknalýs-
ingu eru gerðar af mér. F.J.
750
Sunnudagsblað Tímans